Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1995, Síða 57

Náttúrufræðingurinn - 1995, Síða 57
einvalalið leiðsögumanna, þá Guðmund A. Guðmundsson, Gunnlaug Pétursson og Gunnlaug Þráinsson. Veður var bjart en bálhvasst á norðan og frost. Varð því minna um skoðun en til stóð, en einkum átti að huga að hánorrænum fargestum á leið frá vetrarstöðvum í Evrópu til varp- stöðva í Kanada og Grænlandi, m.a. mar- gæs og rauðbrystingi. Lagt var upp um kl. 9 frá Umferðarmiðstöðinni en komið aftur undir kaffileytið. Varð ferðin styttri en til stóð vegna veðursins, sem tvímælalaust kom einnig niður á þátttöku. 15 manns voru í ferðinni. Fararstjóri var Guttormur Sigbjarnarson. Umhverfisskoðun Umhverfisskoðunarferð var farin suður í Krýsuvík laugardaginn 12. júní. Aðal- leiðsögumaður var Guðrún Gísladóttir, landfræðingur hjá Háskóla íslands, sem m.a. hefur rannsakað uppblástur jarðvegs í Krýsuvíkurheiði. Veður var ekki óhagfellt, lofthiti um og yfir 10°C, hæg austanátt, þokuloft til sjávar en rak af og á til lands- ins með sólarglætum á milli. Farið var um kl. 9 frá Umferðarmiðstöðinni og ekið suður til Krýsuvíkur. Var staldrað á nokkr- um stöðum á leiðinni, en bíllinn svo yfir- gefinn við Ögmundarhraun, vestur frá Borgarhóli. Var þaðan gengið niður með hrauninu og um ruddan stíg yfir austurtagl þess í Húshólma. Þar voru skoðaðar rúst- irnar af Fornu-Krýsuvík, sem hraunið hefur að hluta til kaffært en að hluta til runnið inn í. Farið var þaðan niður að sjó og með honum, utan í hrauninu, austur á Krýsuvíkurbjarg. Af bjarginu var gengið upp að eyðibýlinu á Fitjum og upp á Stráka, en þaðan svo upp heiði. Rofabörð og flög blasa við á þeirri leið. Kaffihlé var gert hjá Gömlu-Krýsuvík og skoðaðar bæjartættur og önnur forn mannvirki. Þaðan var gengið á og umhverfis Arnarfell og aftur til baka. Síðan var sigið heim á leið og komið til baka um kl. 18:30 á Umferðarmiðstöðina. Þátttakendur í ferð- inni voru 20, en fararstjórar voru Frey- steinn Sigurðsson og Guttormur Sig- bjarnarson. SóLSTÖÐUFERÐ Sólstöðuferð var farin vestur á Mýrar og í Hnappadal helgina 19. og 20 júní. Leið- sögumenn voru Árni Waag, náttúrufræð- ingur, og Birgir Jónsson, jarðverkfræðing- ur, sem báðir eru gjörkunnugir um þessar slóðir. í laugardaginn (19. júní) var veður þægilegt, lofthiti um og yfir 10°C, hæg- viðri og skýjað en þurrt. Lagt var upp frá Umferðarmiðstöðinni um kl. 9 og ekin þjóðleið vestur í Borgarnes. Þaðan var ekið niður á Álftanes og staðnæmst við kirkjuna. Þá var stórstraumsfjara og gengu þeir sem vaðskóaðir voru út um fjörur og leirur að skoða fugla og annað fjörulíf. Eftir hressingu á kirkjuhólnum var ekið vestur með sjó hið ytra og staldrað næst hjá Vogi, þar sem skoðaður var gróður og skimað út til Hvalseyja og yfir Löngu- fjörur. Þaðan var ekið upp í Hítardal og upp að Hítarvatni. Þar gengu sumir á Hólminn en aðrir skoðuðu leifar kvik- myndabæjar vestan vatnsins. Frá Hítar- vatni var haldið að Laugagerðisskóla við Kolviðarneslaug, þar sem var gist, sumir í tjöldum, aðrir í svefnpokaplássi í skóla- stofum og enn aðrir í vandaðri gistingu á sumarhótelinu, Hótel Eldborg. Veður var kyrrt og notalegt um kvöldið og notuðu það margir til að spóka sig um staðinn. Á sunnudaginn var veður enn frekar svalt, norðaustangola og bjart, en síðdegis dró upp með suðvestanhægviðri og skúrum. Lagt var upp um kl. 10 og ekið að Syðra-Skógsnesi, þar sem gengið var út um fjörur, sker og eyjar á lágfirinu fram yfir hádegi og hugað að fuglum og fjörulífi. Þar var snúið aftur og farið upp að Ytri-Rauðamelskúlu. Var svo gengið að hinni víðfrægu Rauðamelsölkeldu, en grunnvatn stóð lágt og ekkert vatn var í ölkeldunni, aðeins suð í kolsýru- uppstreyminu. Svo var haldið áfram til baka og niður að Snorrastöðum. Þaðan var gengið yfir skógi vaxið hraunið að hinni frægu Eldborg á Mýrum, gengið á borgina og notið útsýnisins út um fjörur og upp til fjalla. Var svo haldið heim á leið með viðeigandi viðkomum og komið aftur til Reykjavíkur snemma kvölds. Þátttakendur 287

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.