Samvinnan


Samvinnan - 01.11.1946, Blaðsíða 4

Samvinnan - 01.11.1946, Blaðsíða 4
SAMVINNAN 9. HEFTI ustu sinni ungan og efnilegan kunnáttumann, sem ferðast milli sambandsfélaganna og gefur þeim, sem þess óska, leiðbeiningar um fyrirkomulag í búðum og vinnubrögð við dagleg störf. Er lítill vafi á því, að þessi starfsemi ber mikinn árangur. Kaupfélögin þurfa að koma húsakosti sínum i það horf, að húsa- kynnin séu á hverjum stað jafn fullkomin og vel gerð, eins og efnahagur félagsmanna og viðskiptamagnið leyfir. Kaupfélagsmenn mega aldrei láta það villa sér sýn, að þeir þurfi minna til að vanda um húsakost heldur en kaupmennirnir, af því að félagsmenn geri lægri kröfur, og séu bundnir með viðskiptin. Kaup- félögin verða jafnan að hafa þann metnað, að vanda allt sem lýtur að verzluninni betur en keppinautarnir. Vörugæðin, húsakosturinn, umgengnin í búðunum og framkoma starfsfójksins "þarf að bera af, ef sam- vinnufélögin eiga að vinna á í náinni framtíð, eins og þau hafa gert á undangengnum mannsaldri. Samvinnuandinn. Síðan um 1870 hafa kaupfélagsmenn átt í meiri og minni harðri samkeppni við kaupmenn, erlenda og innlenda. Á þeim vettvangi hafa samvinnumenn gert betur en að halda sínu. Það má telja fullsannað, að engin' þjóð í heiminum veitir samvinnuhreyfingunni jafnmikið fylgi. í nálega 80 ár hafa hugsjónamenn með stærra og minna verksviði beitt sér fyrir mál- efnum samvinnunnar og skapað sigra hennar. Á þessum árum var samvinnustefnan sú félagsmála- hreyfing, sem hreif mest hugi æskunnar og stóð bezt við loforð sín. Nú er kominn nýr keppinautur: Ríkisrekstrarstefnan. Hún lofar miklu, en hefur efnt minna. Formælendur ríkisrekstrarstefnunnar leggja megináherzlu á að auka framfarir í landinu með skipulagi, sem er lögþvingað. Ríkisvaldið á að hafa forystu í sem allraflestum mannlegum málum, en ein- staklingurinn veltir af sér ábyrgðinni. Hér er um að ræða tvenns konar skipulag: Hin frjálsu samtök sam- vinnumanna, sem leggja hina óhjákvæmilegu ábyrgð á hvern einstakling, eða að einstaklingarnir verði ná- lega áhrifalaust og ábyrgðarlaust hjól í ríkisvélinni. Á síðustu mánuðum 1946 var komið svo langt í þessu efni, að rætt var um í alvöru bak við tjöldin á Al- þingi að einoka mikið af verzlun landsins, jafnvel meirihluta vörumagnsins, án þess að það hefði verið rætt opinberlega á frjálsmannlegan hátt. Gengi sam- vinnustefnunnar á næsta mannsaldri verður að miklu leyti komið undir því, hvort samvinnumenn verða yfirsterkari ríkisrekstrarmönnum um hugsjónir og framkvæmd þeirra. Aðstaðan er nú í lok síðari heims- styrjaldarinnar með þeim hætti, að samvinnumenn hafa undirtökin í kappleiknum. Ríkisrekstrarstefnan hefur sýnt vanmátt sinn í rekstri kaupfélagsins á Siglufirði, og í byggingu síldarverksmiðjanna á Siglufirði og Skagaströnd á síðastliðnum misserum. Magnús Kristjánsson undirbjó verksmiðj ureksturinn á Siglufirði sem eins konar samvinnufyrirtæki. Nú er þessi rekstur sokkinn í botnlausar stofnskuldir, af því að fyrirtæki þessi eru nú algerlega komin af samvinnu- yfir á ríkisrekstrargrundvöllinn. Fullvíst má telja, að ef æska landsins fylkir sér um ríkisrekst- ur og hafnar ábyrgðartilfinningu hins frjálsa sam- starfs, bíður þjóðarinnar örbirgð og að öllum líkind- um ófrelsi í nýjum og hættulegum myndum. Sú kyn- slóð, sem byggt hefur hina miklu samvinnubyggingu frá því í byrjun fyrri heimsstyrjaldarinnar, verður að gera sér ljóst, hvílík hætta vofir yfir lífsverki hennai' og hve mikil nauðsyn er til að börn hennar sæki fram eftir réttri leið, en glati ekki gálauslega miklum arfi. Samvinnubyggðir. Um mörg ár hafa ýmsir búnaðarforkólfar ráðgert að reisa svokallaðar samvinnubyggðir, og hefur verið sett löggjöf um þetta efni. En fram að þessu hefur ekki svo mikið sem einum spaða verið stungið í jörð til að undirbúa slíkt landnám. Hugur fólksins hneigð- ist ekki að hinni ráðgerðu framkvæmd. En á ýmsum jörðum, einkum í Þingeyj arsýslu, hefur samvinnu- fólkið hafizt handa með þær einu samvinnubyggðir, sem eiga við skap íslendinga, og þó ekki allra. Þar skiptir fjölskyldan ættaróðulum. Tvær, þrjár eða jafnvel fleiri fjölskyldur skipta ættareigninni. Hver fjölskylda reisir sér sinn bæ og sín peningshús. Hver bóndi færir út ræktaða landið, girðir það og stækkar bústofninn. Búvélar eiga menn saman að einhverju leyti, en þó minna en ókunnugir myndu telja æski- legt. Einstaklingshyggja íslendinga er sterk. Kostir samvinnustefnunnar í samanburði við einkarekstur er í því fólginn, að þar sem samvinnan ríkir, kemur á eðlilegan hátt í ljós, hve nákomið samstarfið get- ur orðið á frjálsan hátt, en í ríkiskerfinu eru menn fjötraðir á höndum og fótum. Jarðaskipti Þingey- inga hafa þann höfuðkost, að þau vinna á heppilegan hátt móti mannfæðinni í sveitinni. Eftir að hörgull er orðinn á lausu starfsfólki, svo að víða um land er á sama býli ekki annað fólk en foreldrar með börnum sínum, verður mannfæðin tilfinnanleg, ekki sízt á heimilum, meðan börnin eru ung. Ef margbýli er á jörð, ræktarland afgirt og bústofn séreign hverrar fjölskyldu, mynda hin fámennu ættarheimili þorp, þar sem hver fjölskylda getur stutt aðra með frjálsri samvinnu. Þar getur verið eins margt fólk í nokkr- um smábýlum, eins og áður var í einu stórbýli, þar sem fólk var nógu margt til að geta haft ánægjulegt 236

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.