Samvinnan - 01.11.1946, Blaðsíða 22
SAMVINNAN
9. HEFTI
sönnun fyrir því hvernig mjög fullkomnar bókmennt-
ir urðu til í íslenzkum torfbæjum, við kertaljós og
lýsistýru. Þar voru að verki íslenzkir sveitamenn.
Hið öfluga norræna eðli, bókmenntahneigð kyn-
stofnsins, hin stórfengilega náttúra landsins og hin
margbreyttu störf á íslenzku sveitaheimili, gerðu
íslenzku þjóðina að rithöfundum og skáldum. Eiríkur
á Brúnum var fylgdarmaður Kristjáns konungs IX.,
þegar hann kom hingað til lands með stjórnarskrána
1874. Þó að sú stjórnarbót væri skorin við nögl frá
hálfu Dana, var hún samt upphaf hins nýj a tíma á ís-
landi. Sú kynslóð, sem tók við þeirri stjórnarskrá, var
steypt í sama móti og Eiríkur á Brúnum. Hún bar
lítt skyn á vatnsleiðslur og götuljós í stórborgum.
Ekki kunni hún heldur góð skil á leikmennt og trúð-
listum mannmargra borga. En í Eiríki á Brúnum og
samtíð hans var fólginn hinn þjóðlegi arfur og hin
fullkomna bókmenntatamning þjóðarinnar. Úr þess-
um efnivið mátti gera allt, sem nútímatækni heimtar.
Bezt sést þetta ef til vill ef litið er á skáldskap og
ritmennsku. Öldum saman hefur nálega öll listagáfa
þjóðarinnar orðið að falla í einn fraveg, stuðlamál og
sögulega frásögn. Síðan 1874 hafa íslendingar, auk
Ijóðskálda, eignazt söguskáld, leikritaskáld, ágæta
leikara, tónskáld, söngvara, málara, myndhöggvara
og byggingameistara, auk tiltölulega jafnmikillar
starfsskiptingar varðandi flestöll merkileg viðfangs-
efni. Bók Eiríks á Brúnum er þess vegna einn hinn
bezti lykill að nútímasögu landsins. Þeir, sem kynna
sér þessa bók með gaumgæfni, eiga auðvelt með að
skilja hvernig íslenzka þjóðin hefur með ótrúlegum
hætti megnað að endurreisa þjóðveldið og fjölþætt
líf, byggt á véltækni nútímans, á rústum margra alda
kúgunar og vanræktar undir forræði tveggja ná-
skyldra frændþjóða.
Bókfellsútgáfan sendi, auk Eiríks á Brúnum, aðra
og ennþá stærri sögulega heimild á bókamarkaðinn.
Það er feröasaga Jóns Indíafara. Er það verk í tveim
bindum, pappír og prentun er hvorttveggja vandað,
en fræðimennskuísinn er að jafnaði ekki laus við
vakir þar sem Guðbrandur Jónsson er að verki, en
hann hefir annazt hið bókfræðilega starf við út-
gáfuna.
Jón Indíafari fór ungur í siglingar og kom víða við.
Hann var um stund í her Dana og fór í fylgdar-
liði konungs bæði um Danmörku og Noreg. Jón
kom til margra landa, en mest var ferð hans
austur til Indlands, og er í ferðabókinni hermt
frá ævintýrum hans í þessari eftirminnilegu ferð.
Jón Indíafari fylgdi í spor fornmanna og settist að
í ættlandi sínu eftir að hann hafði fullnægt ferða-
löngun sinni. Ritaði hann eftir minni frásögu
þá sem nú er í fyrsta sinni gefin út á íslandi.
Bókfellsútgáfan á skilið þökk lesandi manna á íslandi
fyrir að hafa notað veltiár bókgerðarinnar hér á
landi til að gefa út bækur sem gott er að hafa við
höndina, en sem torvelt hefði verið að gefa út á
mögrum árum. Ferðabók Jóns Indíafara er merkileg
söguheimild um- líf, hugsunarhátt og málfar á 17. öld.
Hver slík bók bregður birtu yfir tímabilið, sem mót-
aði höfund þann, sem hefur óafvitandi gert nokkurs-
konar kvikmynd af sjálfum sér og samtíðarmönnum
sínum.
Bókaverzlun Finns Einarssonar í Reykjavík hefur
gefið út litla og fjöruga bók eftir Gísla Halldórsson
verkfræðing. Gísli Halldórsson er Skaftfellingur að
ætt, sonur Halldórs Guðmundssonar, sem lagði stund
á raffræði og kom hinum mörgu ágætu Skaftfelling-
um á sporið, með því að beizla bæjarlækina, án veru-
legrar aðstoðar frá stofulærðum kunnáttumönnum.
Gísli er gæddur hinni sömu innri óró, sem einkennir
Skaftfellinga Hann glímir stöðugt við nýjungar, ekki
sízt í sambandi við kælitæki. í þessari bók kennir
margra grasa. Þar er sagt frá námsárum höfundar, frá
ferðum hans um fjarlæg lönd, og frá draumum hans
um tækniframfarir ókominna alda. Minnir Gísli þar
á H. G. Wells og hinar miklu draumsýnir hans. „Á
ferð og flugi“ er hressandi kver, en einna merkileg-
ast í sambandi við rithöfundarstarf Gísla Halldórs-
sonar er að finna hinn skaftfellska uppruna, sem
gægist hvarvetna fram í orðum og athöfnum hins um-
brotafúsa unga verkfræðings. Bók hans er hressandi
og vekjandi fyrir ungu kynslóðina, sem dreymir um
hraða og véltækni og vill tengja gamla tímann með
öllum hans margbreyttu minningum við atomöldina.
Langt er liðið síðan Ben. Gröndal skáld sagði: „Hver
kenndi Snorra Sturlusyni og Einari í Nesi að skrifa?“
Spurningu skáldsins hefur ekki enn verið svarað, en
líklega hefur íslenzk náttúra og íslenzkt sveitalíf ver-
ið áhrifamesti kennari íslenzkra rithöfunda. Einar
Ásmundsson í Nesi í Höfðahverfi var frægur maður
fyrir andlegt atgerfi. Einar átti bróður, sem Gísli hét,
og bjó undir hárri skógivaxinni hlíð norðanvert við
Fnjóská. Gísli átti mörg börn og mannvænleg. Elztur
af sonum haps var sr. Ásmundur, sem þjónaði
um langa stund prestaköllum í Svartárdal í Húna-
þingi og Fnjóskadal í Þingeyjarsýslu. Þegar aldur
færðist yfir sr. Ásmund hætti hann prestsskap og
flutti til Reykjavíkur. Hann gaf út í haust sem leið
dálítið safn af sjálfstæðum ritgerðum. Hann nefndi
bókina: „Á ferð“. Höfundurinn hefur áreiðanlega
fundið að mjög væri farið að halla degi og brátt gæti
verið komið að leiðarlokum. Fáum vikum eftir að
254