Samvinnan


Samvinnan - 01.11.1946, Blaðsíða 25

Samvinnan - 01.11.1946, Blaðsíða 25
9. HEFTI SAMVINNAN þessar mundir á sérstaklega háu stigi. Mjög mikið af hinu prentaða máli frá síðustu árum eru lítilsverðar Þýðingar eða frumsamdar sorabókmenntir eins og •sögur Halldórs Stefánssonar. Sama má segja um hina dýru, afbölcuðu útgáfu íslendingasagna, með skrípa- myndum af söguhetjum fornaldarinnar. Þar er um að ræða öfuguggakennda útgáfustarfsemi sálsjúkra og smekkvana manna. Á síðustu árum hefur ekki komið út svo mikið sem eitt einasta kvæði eftir ung skáld, sem vekur nokkrar vonir um, að nýtt þjóðskáld sé Þar á ferð. Davíð Stefánsson, Jakob Thorarensen og Tómas Guðmundsson reka þar lest núlifandi merkis- Ijóðskálda. Lýðveldiskvæði Jóhannesar úr Kötlum var svo áberandi leirburður, að hortittirnir og smekkleys- urnar voru á allra manna vörum marga mánuði eftir að kvæðið kom út. Verðmætustu útgáfur síðustu ára eru endurprentun íslendingasagnanna, þar sem vel er vandað, Heimskringla í útgáfu menntamálaráðs, fornaldarsögur Norðurlanda, útgáfur á skáldritum Þorgils gjallanda, Jóns Trausta og Einars Kvarans, frumútgáfa af ljóðum Káins o. s. frv. Þessi mikla Þókaútgáfa hefur hlynnt að myndun heimilisbóka- -safna, og er þess að vænta, að í þeim efnum skapist aldrei aftur jafn hörmuleg neyð eins og átti sér stað Þér á landi í þeim efnum á tímabilinu milli heims- styrjaldanna. Allmikið af bókakaupum síðustu ára stafar af fordild. En þegar menn, sem ekki lesa bæk- úr, leggja stund á að fylla hiilur í stofum sínum með Þókum, bá er þetta lofsverð hégómagirni. Bókasöfn þessara manna geta komið öðrum að liði, þó að eig- endur kunni ekki að nota þau. Hitt skiptir þó meira, að fordild í þessum efnum bendir á, að andleg starf- •semi sé í metum höfð í landinu, og það er mikils virði, að slíkur skoðunarháttur sé ríkjandi með þjóð- inni. Bókaflóðið er að öllu samtöldu ótvírætt lífsmerki. Hins vegar hefur það skapað lítið af nýju andríki. Þó að öll hin nýbökuðu ljóðskáld legðu saman í eitt Þvseði, gætu þau ekki gert svo mikið sem eitt ljóð á borð við „Fýkur yfir hæðir“ eða „Fáka“, til að nefna nðeins tvö kvæði, sem voru ort áður en ríkið tók að verðlauna jafnvel byrjendur á þeim vettvangi. Þegar fjárbrallsöldur stríðsáranna lægir, mun hið andlega Þf á íslandi aftur ná heilsusamlegum þroska, og þá niunu væntanlega verða til frumsamin snilldarrit á Islandi, eins og áður fyrr. Slík rit fá þá væntanlega 8óðar móttökur í hinum yfirfullu bókaskápum gróða- úranna. Við tvö útgáfufyrirtæki má tengja miklar vonir. Htgáfa menntamálaráðs á að geta tryggt, jafnvel efnalitlum heimilum, úrval hins bezta, sem ritað hef- ur verið á íslandi. Er í þessu efni lögð örugg undir- staða, og verður væntanlega haldið áfram í sömu stefnu. í öðru lagi er hin væntanlega bókaútgáfa Sambandsins. Eddu-prentsmiða, sem er að miklu leyti eign samvinnufélaganna, verður stækkuð til stórra muna Auk þess eru líkur til, að Sambandið eignist innan skamms myndamótagerð. Á næstu ár- um getur Sambandið áreiðanlega komið á fót mjög álitlegri og fjölbreyttri útgáfustarfsemi, og þar sem kaupfélögin hafa nú búðir við hverja höfn á landinu, hafa þau góða aðstöðu til að dreifa bókum til les- andi manna hvar sem er á íslandi. Fyrirfram er óhætt að fullyrða, að Sambandið muni gefa út góðar og gagnlegar bækur. í öllum löndum vanda kaupfélögin vörur þær, sein þau bjóða viðskiptamönnum sínum. Hér á landi hafa kaupfélögin lagt stund á að hafa jafnan á boðstólum bezta varning, sem völ var á, og mun svo verða með bókaútgáfu og bóksölu félaganna. Þar sem þjóðin er svo hneigð til bóklesturs og bóka- eigna, sem raun ber vitni um, má kalla það skilyrðis- lausa nauðsyn, að samvinnufélögin íslenzku standi fyrir mikilli og margbreyttri bókagerð, þar sem lögð sé áherzla á hina mestu vöruvöndun til að efla sem mest andlegt líf í landinu. ^Joruííjiómenn Aðalsteinn Kristinsson framkvæmdarstjóri Affalsteinn Kristinsson var fæddur í Syffra-Dalsgerffi í Eyjafirði 4. október 1885. Foreldrar hans voru Krist- inn Ketilsson bóndi í Dalsgerffi og kona hans Hólm- fríður Pálsdóttir, ættuff úr Svarfaffardal. Aðalsteinn stundaffi nám í gagnfræðaskólanum á Akureyri í tvo vetur, 1904 og 1905 og í búnaffarskólanum á Hólum 1905—1906. Fór litlu síffar í glímuferff meff Jóhannesi Jósefssyni til margra landa í Norffurálfu. Aff loknu því ferffalagi tók Aðalsteinn að gefa sig aff verzlun, fyrst hjá Kaupfélagi Eyfirðinga og síðan hjá heildsölu Nat- han & Olsen á Akureyri. Var Aðalsteinn forstöðumað- ur Akureyrardeildarinnar öll stríffsárin frá 1914—18 og nokkru lengur. Var verzlun þessi hin blómlegasta undir stjórn Aðalsteins. í byrjun kreppunnar miklu tók Affalsteinn viff framkvæmdastjórastarfi við inn- flutningsdeild Sambandsins. Gegndi hann því til árs- loka 1945. Affalsteinn giftist 1916 Láru Pálmadóttur frá Æsustöffum. Hann andaðist 13. janúar 1947. 257

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.