Samvinnan - 01.11.1946, Blaðsíða 30
SAMVINNAN
9. HEFTI
Hvað þarf maðu
eftir Leo
1.
Kona nokkur, sem átti heima í borg, heimsótti
einu sinni yngri systur sína, sem bjó í sveit.
Eldri systirin var gift smákaupmanni í borginni,
en hin gift bónda í sveitaþorpi.
Á meðan þær sátu yfir tedrykkju, fór eldri systirin
að stæra sig af því, hversu henni liði vel í borginni.
Hvað þau hjónin hefðu stórar og fallegar stofur,
hversu fínt hún klæddi sig og börnin, hvað þau
hefðu gott að borða og drekka, og hversu vel hún
skemmti sér á sýningum, leikhúsum, og við fleiri
skemmtanir.
Yngri systurinni gramdist, og fór að tala með lítils-
virðingu um líf verzlunarmanna í borgum, en hrós-
aði aftur hinu fábreytta sveitalífi.
„Ég vildi ekki skipta á mínum lífskjörum og þín-
um,“ sagði hún, „því þótt við lifum fátæklegu lífi,
þá höfum við litlar áhyggjur. Þú lifir nú ríkmann-
legu lífi, en heppnin verður sífellt að fylgja þér, svo
þú missir ekki af því. í dag ert þú rík, en á morgun
ert þú ef til vill betlari á götunni. Sveitalíf okkar
er þó að minnsta kosti öruggara. Við lifum óbrotnu
lífi, en líður samt vel. Við munum aldrei verða rík,
en ávallt hafa nóg fyrir okkur.“
„Nóg,“ — sagði eldri systirin. „Já, ef til vill mun-
uð þið hafa nóg, — til að draga fram lífið líkt og kálf-
ar og svín, en þið hafið engin þægindi, ekkert fé-
lagslíf, enga siðmenningu. Hversu mikið sem þinn
góði eiginmaður vinnur, þá munuð þið lifa og deyja
í sorpinu, og börnin ykkar á eftir.“
„Hvað gjörir það til,“ sagði yngri systirin. „Þetta
er okkar líf. Við erum þó að minnsta kosti örugg. Við
þurfum ekki að beygja kné okkar fyrir neinum, og
óttumst engan. Þið í borginni lífið mitt í heimi
freistinganna. í dag leikur allt í lyndi fyrir þér, en
á morgun getur fjandinn komið í líki einhvers, sem
freistar manns þíns, — með spilum, víni, eða konu,
svo allt er tapað. — Er þetta ekki satt?“
Húsbóndinn Pakhom lá á bekknum, og hlustaði á
tal kvennanna.“ Þetta er heilagur sannleikur," sagði
hann „Þeim, sem hefur stritað við að yrkja jörðina
allt frá barnæsku, kemur ekki í hug aö gjöra neinar
vitleysur. Hið eina sem okkur vantar, er dálítið
meira landrými. Ef við ættum eins mikið land og
við vildum, skyldi ég ekki óttast neitt, jafn vel ekki
djöfulinn sjálfan."
rinn mikið land?
Tolstoy.
Konurnar luku við að drekka teið sitt, töluðu dá-
litla stund um fötin sín, tóku því næst af borðinu, og
gengu síðan til hvílu.
En djöfullinn hafði húkt út í horni, og heyrt allt
sem fram fór. Honum var skemmt, þegar hann heyrði,
að konan hafði komið bónda sínum til að raupa um
það, að ef hann hefði nóg land, gæti hann boðið heim-
inum byrginn, jafnvel djöflinum sjálfum. „Gott og vel,
við þig vil ég eiga viðskipti. Ég skal gefa þér nægilegt
landrými. Þannig skal ég krækja í þig“.
II.
Nálægt þorpinu bjó aðalsfrú nokkur sem átti 300
ekrur lands, sem lá að landi bændanna. Gott sam-
komulag var á milli hennar og þeirra, og lék hún þá
aldrei grátt í viöskiptum.
En dag nokkurn, réði hún til sín gamlan hermann
fyrir ráðsmann, og byrjaði hann að angra bændurna
með ýmsum kröfum. Pakhom var eins aðgætinn og
mögulegt var, en alltaf fannst annað hvort hestur í
höfrunum, eða kýr sem ranglað hafði inn í garðinn,
eða þá kálfar fundust á engjunum, og alltaf krafðist
ráðsmaðurinn skaðabóta. ,
Pakhom borgaði bæturnar, en nú voru stöðugt bar-
smíðar og skammir á heimilinu, og samkomulagið við
ráðsmanninn var hið versta, og hann var feginn
þegar sá tími kom að gripirnir voru teknir í hús um
haustið. Hann sá eftir fóðrinu, en þá mundi hann
þó hafa frið.
Um veturinn breiddist út sá orðrómur, að frúin
ætlaði að selja land sitt, og að gestgjafinn í kránni við
þjóðveginn vildi kaupa það.
Við þessar fréttir urðu bændurnir mjög áhyggju-
fullir.
Þetta verður verra og verra sögðu þeir. Ef gestgjaf-
inn fær landið mun hann mergsjúga okkur með
skaðabótum, ennþá meir en frúin. Viö getum ekki
lifað án landsins, og við erum umkringdir af því á
allar hliðar.
Ráðamenn þorpsins gengu nú á fund aðalsfrúar-
innar, og báðu hana um að selja ekki gestgjafanum
landið, heldur selja þeim það, og lofuðu að greiða
hærra verö fyrir það. Aðalsfrúin samþykkti þetta. Þá
reyndu bændurnir að mynda með sér samtök um að
kaupa landið í sameiningu. Þeir héldu nokkra fundi,
en gátu aldrei komist að neinni niðurstöðu, heldur
262