Samvinnan - 01.11.1946, Blaðsíða 21
9. HEFTI
SAMVINNAN
ur Guðmundsson ann skóla sínum og nemendum
skólans með móðurlegri umhyggju. Þetta kemur með-
al annars fram í þingskjölum, sem sjaldan geyma
rómantísk tilfinningamál. Sigurði skólameistara er,
sem von er til, mikið áhugamál að Menntaskólinn á
Akureyri fái heimavist úr steini. í skjali til þings-
ins í vetur lýsti skólameistari átakanlega brunahætt-
unni, sem margir tugir ungra kvenna og karla eiga
við að búa á hinum háu timburloftum menntaskól-
ans á Akureyri. Þannig ræðir móðir um hugsanlega
hættu barna sinna og skólamenn um aðstöðu nem-
enda, ef þeir hafa nægilega mikinn áhuga fyrir starfi
sínu.
En þrátt fyrir margháttaðar annir við skólakennslu
og skólastjórn hefur Higurður Guðmundsson ritað í
hjáverkum sínum allmargar greinar, flestar um dána
vini og sanitíðarmenn. Tónlistarfélagið á Akureyri
hefur lagt heppilega lykkju á leið sína og gefið út
þessa bók, þó að hún snerti alls ekki tónmennt, held-
ur sögu og bókmenntir. Meginkostirnir við ritgerðir
Sigurðar Guðmundssonar eru, að þær knýja menn til
að hugsa. Höfundinum er alvara, og hann segir lesand-
anum hug sinn allan um menn og málefni. í þessum
lýsingum eru margar perlur, lauslega samtengdar.
En perlurnar eru gersemar, hver fyrir sig, og þær
gefa bókinni varanlegt gildi. Sumar æviminningar,
eins og um Valtý Guðmundsson og Benedikt Sveins-
son, bregða skörpu ljósi yfir þátt í íslandssögu, sem of
lítið hefur verið ritað um. Hlut Valtýs Guðmundsson-
ar hefur verið allt of lítið haldið á loft, því að hann
er brautryðjandi hinna kapitalistisku framfara og
framkvæmda á 20. öldinni. Stundum eru sögulegir
hómar höf. byggðir á rómantískri aðdáun á einstakl-
ingshyggjunni. Rómar hann í því efni menn, sem
stinga fyrir sig fótum í mannfélagsmálum, án þess
að unnt sé, jafnvel eftir á, að sjá réttmæt tilefni, og
vafasamt þykir mér, að skólameistarinn á Akureyri
hái mjög í minningum þingmann einn, sem hét skóla
hans stuðningi í réttmætri baráttu, en sýndi sjálf-
stæði sitt rneð því að bregða fæti fyrir málið, svo að
hað féll í það sinn. En bók Sigurðar Guðmundssonar
verður ekki réttilega metin eftir einstökum smáat-
riðum, heldur heildaráhrifum. Skólameistarinn kemur
víöa við, og bregður skörpu ljósi yfir mörg mannleg
^rálefni. Margar af ritgerðum hans minna á kvæði
eftir sr. Matthías. Þar er mikill persónukraftur og
andríki, en skipulagið ekki í föstum sniðum. Það er
roikili ávinningur að þessi bók er út komin, meðal
annars til að útskýra gáfu og starfshætti hins mikil-
virka brautryðjanda í íslenzkum skólamálum.
Helgafell hefur nú gefið út tvö bindi af æviminn-
lfigum sr. Árna Þórarinssonar, í þeim búningi, sem
Þorbergur Þórðarson hefur viljað veita minningu
þe.ssa aldurhnigna prests. Mun von á einni eða tveim
bókum af sama tagi. Hér er um að ræða eins konar
atvinnubótavinnu fyrir eitt af atvinnuskáldum kom-
múnista. Þoibergur Þórðarson vill vera skáld, en hef-
ur ekki gáfur til þess. Má glögglega kenna þann van-
mátt bæði í Ijóðum hans og Eddu þeirri, er hann
samdi. Hins vegar er honum létt um að rita óbundið
mál á hversdagslega vísu greindra sjálfmenntaðra
manna. Maður, sem vill vera skáld, en vantar skáld-
gáfuna, verður að bregða sér á leik við bókaiðjuna.
Það gerir Þorbergur í þessu ritverki. Hann tekur að
sér að hlusta á sögulegar endurminningar prests, sem
kominn er að fótum fram, og mun alla jafna hafa
verið nokkuð laus í rásinni í frásögnum sínum. Upp
úr þessum samtölum spinnur Þorbergur vaðalskennda
viðburðasögu, þar sem getið er fjölmargra dáinna
manna og fæstum lagt gott til. Má kalla, að hér sé
um eins konar líkrán að ræða, þar sem allt er látið
fjúka um menn, sem eru löngu liðnir, og fá ekki að
hvíla í ró í gröf sinni fyrir málskrafshneigð tveggja
lausmálgra manna. Af niðurlagi síðara bindis þessa
verks, er helzt að sjá, að næsta bók eigi að verða sam-
safn ádeilu-atriða um fólk í söfnuðum þeim, þar
sem sr. Árni Þórarinsson var lengi þjónandi prestur.
Má segja, að þær kveðjur fari ekki illa í bók, þar sem
koinmúnisti heldur á pennanum fyrir gamlan þjón
þjóðkirkjunnar á íslandi.
Bókfellsútgáfan hefur gefið út í vandaðri útgáfu
hina frægu bók Eiríks bónda á Brúnum, ferð hans til
Kaupmannahafnar, og sögusagnir hans um dvöl hans í
mormónafylkjum í Bandaríkjunum og baráttu hans
fyrir þeim trúarbrögðum hér á landi gegn einbeittri
mótstöðu hinna helztu kennimanna í landinu. Er
skemmst af því að segja, að bók Eiríks er dýrgripur í
íslenzkum bókmenntum. Eiríkur var sunnlenzkur
bóndi, hefnr aldrei notið nokkurrar skólagöngu eða
hjálpar til muna frá mannfélaginu. Þegar Eiríkur er
miðaldra maður bregður hann sér í ferðalag til Kaup-
mannahafnar, gengur fyrir konung að sið forn-
manna og kynnist fleiri fyrirmönnum. Síðan ritar Ei-
ríkur um ferð sína og mun sú ferðasaga lengi í minn-
um höfð. Lýsir hann ferðalaginu, stórborgum og
mönnum, sem hann kynntist með svo mikilli ná-
kvæmni og skarpleika, að furðu gegnir. Engin mynd
er til í íslenzkum bókmenntum, sem sýnir betur en
ferðasaga Eiríks frá Brúnum þá andlegu færni, sem
bændastéttin hafði til að bera, þegar hið nýja frelsi,
vélavinnnan og bæjamenningin heldur innreið sína í
íslenzkt þjóðlf. Þegar menn lesa bók Eiríks á Brún-
um, sem hafði verið mjög afskiptur um bóklega að-
stöðu, en er þó mikill rithöfundur, er fengin glögg
253