Samvinnan


Samvinnan - 01.11.1946, Blaðsíða 5

Samvinnan - 01.11.1946, Blaðsíða 5
9. HEPTI SAMVINNAN félagslíf. Eins og nú er komið málum, er mannfæð á afskekktum býlum áhrifamesta ástæðan til flutnings 1 þéttbýli. Þar sem tækni við ræktun er nú komin á svo hátt stig, að kalla má auðvelt að stækka túnin stórlega og á skömmum tíma, eru ættmennaþorpin likleg til að verða undirstaða hins nýja sveitalífs á Islandi. Nóg er landrýmið í byggðum íslands. Sjálf- stæðir bændur lifa af ræktarlandi, í þéttbýli. Úthag- inn er beitarland. Rafmagn í hverju heimili. Véla- tækni við framleiðsluna, bæði heyskap og mjaltir. Bif- leið, ein eða fleiri, í hverjum ættargarði. Beitilandið aIlt um kring, eins og verið hefur frá landnámstíð. Stórbýli. Samhliða ættargörðunum er æskilegt, að til verði stórbýli, þar sem náttúruskilyrði eru hagstæð. Fram að þessu hafa flestir gert ráð fyrir að stórbýlin á ís- landi væru dauðadæmd. Úr því máli er ekki skorið enn. Vélatækni hefur ekki verið fullreynd í þessu efni, enda hefur dýrtíð undangenginna ára ruglað alla reikninga. En þegar verðlag og framleiðslukostnaður hér í landi er kominn á sama stig og í næstu löndum, kemur að því, að íslendingar verða að geta þreytt kapp við nábúaþjóðirnar um framleiðslu á mjólk, snajöri, osti og eggjum, þannig, að bóndinn fái að- keypt verkafólk til að stýra heppilegum vélum. Ef stórbúskapur, eins og nú er rekinn á Vífilsstöðum, Kleppi og Hvanneyri getur ekki, undir þeim kringum- stæðum, keppt við erlenda landbúnaðarframleiðslu, verða þorpin í sveitinni, ættargarðarnir, einu bjarg- rseðin með innlenda búvöruframleiðslu. Samvinnuræktun. Til eru byggðir hér á Iandi, þar sem gott er undir hú, en náttúruskilyrði með þeim hætti, að ekki er hnnt að stækka ræktarlandið heima við bæina, þótt önnur skilyrði séu ákjósanleg. Svo er ástatt í Mý- vatnssveit. Þar eru mörg heimili, þar sem er gott öeitiland, veiði í vatninu, mikil staðarfegurð, en grýtt heim að túnum og jafnvel undir hinu gamla gróður- !andi. Við Mývatn eru ættargarðar elztir og flestir hér á landi. Á einni jörð eru sex heimili og allt frænd- hð. Nálega alls staðar er margbýli, sem strandar þó á skilyrðum fyrir aukinni heimilafjölgun. Um mörg nndanfarin ár hef ég bent Mývetningum á, að þeir gsetu á vissum stöðum í sveitinni, svo sem í landi íarðanna Hofstaða og Gautlanda, haft stórfellda fé- lagsræktun, beitt hinni fullkomnustu vélatækni við að brjóta og rækta landið, beitt vélum við heyskap og heyþurrkun, og að lokum flutt heyið heim með bif- reiðum, þar sem kalla má að akfært sé heim að hverjum bæ í byggðinni. Til að tryggja nokkurn hús- dýraáburð á þetta beitarhúsaland, mætti fóðra þar vetrarlangt hesta og geldneyti sameiginlega. Við slíka ræktun er hægt að hafa samvinnu og beita véltækni eins og á fullkomnustu stórbúum. Að öðru leyti yrði vafalaust að nota að miklu leyti tilbúinn áburð við þessa ræktun. Ef hraunjarðirnar í Mývatnssveit gætu aukið heyskap sinn stórlega á þennan hátt, gætu ætt- argarðarnir þar í sveit orðið miklu fleiri og stærri en þeir eru nú. Á einum stað í Norður-Þingeyjarsýslu hefur þetta skipulag verið reynt. Kauptúnið Raufar- höfn liggur vel við samgöngum á sjó, en landið kring um þorpið er grýtt og lítt hæft til ræktunar. Á Rauf- arhöfn er mjög vaxandi byggð. Um stund stýrði Magnús Guðmundsson, gamall nemandi úr Sam- vinnuskólanum og kaupfélagsstjóri frá Flateyri, síld- arbræðslu ríkisins á Raufarhöfn. Honum þótti allt of lítið kveða að mjólkurframleiðslu í hinu vaxandi kauptúni. Varð það til þess, að Magnús myndaði fé- lag á Raufarhöfn um að gera stórt félagstún í 20 km. fjarlægð frá Raufarhöfn. Liggur nýrækt þessi í Leir- hafnarlandi, og við veginn til Raufarhafnar. Hefur þessi ræktun gengið að óskum. Hið sameiginlega tún mun vera um 40 ha. Heyið er allt flutt með bifreið- um til Raufarhafnar. Þessi nýrækt hefur orðið til stórmikilla kjarabóta fyrir marga menn á Raufar- höfn. Magnús Guðmundsson á skilið mikinn heiður fyrir forgöngu sína í þessu máli. Munu margir gerast til síðar að feta í fótspor hans. Ætti þessi ræktarað- ferð að reynast framkvæmanleg fyrir áhugasama samvinnumenn, sem búa við góða aðstöðu til jarða- skiptingar, en hafa ekki hentugt ræktarland nema í nokkurri fjarlægð frá heimilum sínum. Merkilegur samvinnubær. Kirkjubæjarklaustur er eitthvert fegursta og fræg- asta stórbýli hér á landi. Talið er, að þar hafi aldrei búið heiðnir menn. Á þjóðveldistímum voru þar oft nafnkenndir búendur. í kaþólskum sið var þar nunnu- klaustur. — Eftir siðabótina voru þar löngum stór- bændur, prestar eða sýslumenn. Þar bjó Guðlaug- ur Guðmundsson, mesti mælskumaður þingsins, urn síðustu aldamót, og eftir það tóku við jöröinni hin alkunnu höfðingshjón Lárus Helgason og Elín Sigurðardóttir. Gerðu þau garðinn frægan um land allt. Hjónin í Klaustri áttu fimm sonu en enga dóttur. Hafa þessir bræður með sér merkilegt samvinnufé- lag. Þeir hafa ekki skipt arfi, heldur starfrækja óðalið sem fjölþætt fjölskyldufyrirtæki. Þrír af bræðrunum eru búsettir á Klaustri en tveir í Reykjavík, hafa þar margvíslega iðju en leggja þó fram fé og vinnu til að bæta og fegra ættargarðinn. Klausturbræður starf- rækja gott bú á jörðinni. Til skamms tíma hefur einn 237

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.