Samvinnan - 01.11.1946, Blaðsíða 11
9. HEPTI
SAMVINNAN
JDNAS JDNSSDN:
^yÍÁu IStei'nn _ J\risli
náóon.
Haustið 1904 voru tímamót í sögu hins gamla
Möðruvallaskóla. Skólahúsið á Möðruvöllum var
brunnið en nemendur og kennarar höfðu orðið að
hrökklast til Akureyrar og eiga þar óhæga vist
heilan vetur. Alþingi afréð þá að flytja skólann til
Akureyrar og reisa honum þar veglegt hús á hæðinni
ofan við kaupstaðinn. Þegar nemendur komu í skól-
ann 1904, var nýja húsið í smíðum, en búið að ganga
frá nokkrum kennslustofum. Var skólinn þetta haust
°g jafnan síðan miklu fjölmennari heldur en verið
^afði á Möðruvöllum. — í hinum fjölmenna hóp
nýrra nemenda voru tveir eyfirzkir bræður, Jakob og
Aðalsteinn Kristinssynir. Þeir voru orðnir fulltíða
nienn og á margan veg betur búnir undir skólavist-
ina heldur en allur þorri pilta. Þeir voru fríðir menn,
vel vaxnir, fágaðir í umgengni og framkomu, svo að
mjög bar af í hópi skólapilta. Yngri bróðirinn, Aðal-
steinn, var auk þess bezti íþróttamaður í skólanum.
Hann var góður námsmaður og ánægjulegur stall-
bróðir. Hann var gæddur stæltu fjöri og hlýrri og
fjörugri lund Honum varð þá og jafnan endranær
gott til vina og samvistarmanna.
Skólaárin liðu fljótt, en þá biðu Aðalsteins ný verk-
efni. Jóhannes Jósefsson glímukappi var þá nýkominn
frá námsdvöl í Noregi og hafði flutt ungmennafélags-
hreyfinguna til Akureyrar. Spratt hvarvetna upp í
ungmennafélögunum fjörugt íþróttalíf. Glíman var
elzta íþrótt íslendinga. Jóhannesi Jósefssyni þótti á-
er að læsa þau í. Fari hins vegar svo, að samvinnu-
hienn hér á landi reynist ekki færir til að halda
fram réttu máli um það, að félagsmannaviðskipti í
kaupfélögum er ekki skattstofn, þá er málið endan-
lega t.apað, af því að félagsmenn vilja láta beita sig
órétti fremur én að sigra.
- Höföatölureglan.
Eins og gj aldeyrisaðstaða þjóðanna er eftir síðari
heimsstyrjöldina, og sérstaklega með tilliti til á-
standsins hér á landi, má telja fullvíst, að frjáls
verzlun í orðsins réttu merkingu, muni ekki njóta sín
á íslandi fyrr en eftir mörg ár. Fyrst um sinn munu
verða strangar viðskiptahömlur, og nefndir, valdar af
rkisstjórn og Alþingi, skipta innflutningnum milli
kaupfélaga, kaupmanna og landsverzlunar. Á þeim
vettvangi hafa kaupfélögin ætíð borið skarðan hlut
frá borði. Kom þar tvennt til greina. Félagsmenn hafa
ekki gefið nógu ljósa mynd af hinu raunverulega á-
standi. Auk þess hefur málið ekki hlotið nægilega
hiikinn almennan stuðning, af því að ekki hefur verið
leitað eftir beinni hjálp félagsmanna. Hefur áður
verið bent á í þessu tímariti, hvaða aðferð myndi gef-
ast bezt, undir öllum kringumstæðum, til að ná full-
komnu réttlæti við skiptingu innflutningsins í keppni
við landsverzlun og kaupmannastéttina. Hefur verið
Jagt til, að í hverju kaupfélagi, sem er í Sis, verði
a skipulegan hátt safnað áskorunum til ríkisstjórnar-
innar um innflutningsmálið. í hverju kaupfélagi
gengur áskorunarlisti milli allra félagsmanna. Er þar
tekið fram í glöggu máli, að undirritaðir félagsmenn
óska eftir að þeim innflutningi á hvers konar að-
fluttri vöru, sem skipt er milli landsmanna, verði lít-
hlutað þannig, að þeirra hlutur, miðað við fólkstölu í
landinu, verði látinn falla til Sambands ísl. sam-
vinnufélaga, vegna tiltekins kaupfélags, þar sem á-
skorendur eru félagsmenn. Jafnframt ætti hver fé-
lagsmaður að tiltaka á undirskriftalistanum hve
margt manna væri á hans heimili og ætti vel við, að
tala heimilisfólksins væri staðfest af hreppstjóra.
Með þessu móti hefðu forráðamenn Sambandsins
glögg og óvéfengjanleg gögn á að byggja og gætu á
lögformlegan hátt krafizt fullkomins jafnréttis um
allar tegundir innfluttrar vöru til landsins, miðað við
fólkstölu samvinnufélaganna og fólkstölu í landinu.
Fram að þessu hefur stórlega verið hallað á kaupfé-
lögin í þessu efni um flestar tegundir innflutnings
nema matvöru. Mun svo enn fara, ef fólkið í kaup-
félögunum lætur hjá líða að sameina krafta sína um
réttlátar og vel rökstuddar kröfur. Á 19. öld notuðu
frelsisunnandi menn á íslandi og víðar um lönd al-
mennar undirskriftir sem vopn í baráttunni fyrir
pólitísku frelsi. Var þessi aðferð þá hin sigursælasta
og svo myndi enn vera. En ef samvinnumenn láta
hjá líða að rökstyðja jafnréttiskröfur sínar á óvé-
fengjanlegan hátt, þarf engan að undra, þó að þeim
sækist seint róðurinn um að ná, á viðskiptakreppu-
tímum, þeim tökum á verzluninni, sem þjóðinni allri
er fyrir beztu.
243