Samvinnan


Samvinnan - 01.11.1946, Blaðsíða 10

Samvinnan - 01.11.1946, Blaðsíða 10
SAMVINNAN 9. HEFTI að gæfu og gengi íslenzku samvinnufélaganna og þess mikla félagslega árangurs, sem þau hafa náð. Skattamál samvinnufélaganna. Á öðrum stað í þessu riti er gerð ýtarleg grein fyrir þeim grundvelli, sem samvinnufélögin hafa byggt á í meira en öld réttarstöðu sína varðandi út- svör félaganna og ríkiskatta. Hér á landi byrjaði skömmu eftir 1880 tilraun frá hálfu samkeppnis- manna í þá átt að líta á kaupfélögin eins og venju- legar gróðastofnanir. Samvinnumenn tóku vasklega á móti og létu hart mæta hörðu. Urðu þrálát málaferli út af ágengni gagnvart félögunum fram til 1921, þegar Alþingi samþykkti samvinnulögin og þann viður- kennda réttargrundvöll, sem allir sannir samvinnu- menn byggja á. Leið svo fram undir síðari heims- styrjöldina. Þá tóku einstöku samvinnumenn hér á landi að hörfa undan frá réttum málstað. Byrjuðu þeir að viðurkenna, að þar sem mikil sveitargjöld væru á einhverjum stað, yrðu kaupfélagsmenn að sætta sig við, að lagður yrði skattur til þarfa sveitar- félagsins á félagsmannaviðskiptin. Nokkru síðar, á árunum 1941—42, varð samkomulag innan þjóð- stjórnarinnar svokölluðu um að leggja stríðsgróða- skatt á tekjuafgang kaupfélaganna, sem myndazt hafði af félagsmannaviðskiptum, eins og um væri að ræða gróða einstaks manns eða hlutafélags. Þessi skattur neyddi Sís til að skipta tekjuafganginum sem allra mest til félagsdeildanna, en félögin aftur til að endurborga einstökum mönnum það, sem þeir höfðu ofborgað. Við þetta voru félögin svipt því einstaka tækifæri, sem þau gátu fengið á stríðsárunum til að safna fé frá félagsmönnum til mikilvægra fram- kvæmda. Þrátt fyrir þessa óheppilegu dreifingu fjár- magnsins varð eitt kaupfélagið að greiða nál. 300 þús. kr. stríðsgróðaskatt af félagsmannaviðskiptum og mörg önnur féiög háar upphæðir. Ástandið í skatta- málum samvinnufélaganna er nú sem stendur um það bil eins slæmt og hægt er. Hinar gömlu varnar- línur í skattamálum samvinnufélaganna hafa verið brötnar, og andstæðingarnir hrósa sigri. Rochdale-reglan. Vefararnir í Rochdale, sem skapað hafa guðspjöll kaupfélaganna, ef svo má komast að orði, lýstu því yfir, að þeir ætluðu að nota tekjuafgang félagsmanna sumpart til endurgreiðslu, þannig að félagsmenn hefðu meira handbært fé persónulega, heldur en ná- búarnir, sem verzluðu við kaupmanninn, en samhliða þéssu vildu vefararnir skilja nokkuð eftir í félaginu af tekjuafganginum, til að mynda nýtt og betra mannfélag. Fyrir þann hluta tekjuafgangsins, sem geymdur var í félaginu, skyldi kaupa lönd og lóðir, reisa verksmiðjur, eignast skip og rækta ekrur til að gera líf félagsmanna betra og fullkomnara. Ekkert var fjær vefurunum en að skapa gróðafélög til að ganga á rétt annarra. Þeir spöruðu af sínum eigin tekjum til að geta skapað mannsæmandi lífskjör fyrir milljónir manna, sem annars myndu sitja í forsæl- unni. Þegar skattar eru lagðir á tekjuafgang félags- manna í kaupfélagi, er gert hermdarverk sviplíkt því, ef skattleggja ætti kirkjur, skóla eða bókasöfn. Hvað geta samvinnumenn gert? Þeim ber að hefjast handa, og mótmæla algerlega og undir öllum kringumstæðum, að skattar séu lagðir á félagsmannaskipti í samvinnufélagi. Og ef sam- vinnumenn vilja sigra í þessu máli, þá er það leik- ur einn. Þegar við Hallgrímur Kristinsson beittum okkur fyrir réttarvernd samvinnufélaganna 1921, voru félögin færri og miklu veikari en nú. Ef frá eru taldir nokkrir þingmenn í Sjálfstæðis- og kommúnista- flokkunum, hafa nálega allir aðrir fulltrúar á Al- þingi íslendinga heitið kaupfélagsmönnum stuðningi til þingsetu. Þar sem jafnvel andstæðingar félaganna viðurkenna pólitískt hlutleysi þeirra, er vandinn sá einn fyrir áhugamenn í samvinnufélögum, að skýra eðli málsins rétt og hlutdrægnislaust, en láta síðan túlka það á mannfundum, í blöðum og tímaritum, þar til alþjóð manna skilur hvað hér er um að vera. Ef byrjað er að skattleggja tekjuafgang félagsmanna af þeirra eigin verzlun, eins og gróðastofnun eða ríkis- maður ætti í hlut, þá er búið að skera á líftaug sam- vinnuhreyfingarinnar í landinu. Þá er félagsmönnum ekki lengur frjálst að spara sitt eigið fé í því skyni að láta það á ópersónulegan og óeigingjarnan hátt breyta vanræktu og niðurbrotnu mannfélagi í sól- skinsbyggð fyrir frjálsa og göfuga menn. En ef svo illa tekst til, að íslendingar láta hrekja sig af grundvelli þeim, sem Rochdale-vefararnir lögðu, þá er búið að lama hinn andlega og siðferðilega mátt stefnunnar. Samvinnumenn láta þá setja sig á bekk með eigendum hlutabréfa í gróðafyrirtækjum, eða stóreignamönnunum sjálfum. Gróðamenn og eigend- ur hlutabréfa í fésýslufyrirtækjum viðurkenna, að þeir ætla að auðgast, og aðallega á vinnu annarra. I samvinnufélaginu býr hver að sínu, og tekjuafgang- urinn er ekki herfang úr búi náungans, heldur fram- lag félagsmanns sjálfs, til að reisa úr rústum van- máttugt og gæfusnautt mannfélag. Þegar þetta rétt- lætismál samvinnufélaganna hefur verið skýrt nægí- lega vel fyrir öllum almenningi, á að vera hægt að fá allt að % hlutum þingfulltrúa á íslandi til að slíta af samvinnufélögunum þá kúgunarhlekki, sem búið 242

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.