Samvinnan


Samvinnan - 01.11.1946, Blaðsíða 14

Samvinnan - 01.11.1946, Blaðsíða 14
SAMVINNAN 9. HEFTI JÚNAS GUÐMUNDSSDN: Undir árslokin Árið 1946 er að kveðja. Þegar litið er yfir atburði þess, verður ljóst að smátt hefur þokað í friðarátt- ina. Hin sívaxandi togstreita milli Sovétríkjanna og Bandaríkjanna, hefur verið aðaleinkenni hins liðna árs á pólitískum vettvangi. Rússar sækja á af öllum kröftum og eftir öllum leiðum. Hin komúnistíska heimsveldisstefna er orðin slík, að lítill munur er á henni nú og nazismanum skömmu fyrir 1939. Afstaða Bretlands hefur farið síversnandi á árinu. Hinn ötuli utanríkismálaráðherra verkamannaflokks- stjórnarinnar brezku, Ernst Bevin, þarf að stýra svo að hvorugan styggi, Sovétríkin og Bandaríkin. Heima fyrir í Bretlandi virðist vera að vaxa upp innan verkamannaflokksins nokkurs konar „fimmta her- Aðalsteinn Kristinsson og Lára Pálmadóttir gerðu hina þriðju Æsustaði við Fjölnisveg að eyfirsku heim- ili. Hjónin voru bæði fædd og alin upp í sólríkasta og veðurblíðasta hluta héraðsins. Hjá þeim dvöldu hér í Reykjavík Hólmfríður Pálsdóttir móðir Aðalsteins og tengdaforeldrar hans, Pálmi Jónsson og frú Jón- ína Jónsdóttir. Þriðja kynslóðin, dæturnar tvær í heimilinu, Heiða og Halla, lokuðu fjölskylduhringnum í ættargarð- inum. í heimili Aðalsteins Kristinssonar var ofið saman í heimilislífi og heimilisháttum það bezta úr gömlum og góðum þjóðlegum venjum og það nýja, sem húsbóndinn hafði átt svo mikinn þátt í að flytja í þúsundir íslenzkra heimila. Aðalsteinn Kristinsson var að vísu einn af feðrum hins nýja tíma, en hann flutti með sér mikið af venjum góðra forfeðra. Eitt af því var vinnugleði hans. Hann kunni ekki að takmarka lengd vinnudags- ins, hvorki þegar hann var deildarstjóri á Akureyri, eða framkvæmdastjóri í Reykjavík. Einkum varð vinnudagurinn langur eftir því sem Sambandið varð stærra og skipti þess fjölbreyttari. Hann þurfti að fylgjast með og stjórna margháttuðum framkvæmd- um dag eftir dag og ár eftir ár. Um nokkur undan- farin ár hafði hann kennt sjúkleika, sem að líkindum hefur stafað af ofþreytu. Þrettánda janúar síðastl. var hann á ferli, gekk nokkuð úti með konu sinni, settist að kvöldborði hress og kátur, en kenndi þá skyndilega mikilla þrauta og andaðist fyrir miðnætti þetta sama kvöld, rúmlega sextugur að aldri. deild,“ sem sækist eftir vináttu við Rússa, en fjand- skapast við Bandaríkin. Svipuð klíka er að vaxa upp í Bandaríkjunum undir forustu Henry Wallace fyrrv. varaforseta Bandaríkjanna. Svo sem kunnugt er hefur Rússum ekki tekizt að mynda kommúnistaflokka í löndum Engilsaxa er væru neitt í líkingu við „fimmtu herdeildir“ þær, sem þeim hefur tekizt að mynda í flestum Evrópulöndum, s. s. Frakklandi, Ítalíu, Danmörku og íslandi, svo fá ein séu nefnd. Hefur því sú leið verið valin í Bretlandi og Bandaríkjunum, að sýkja hina flokkana innan frá með „sellustarfsemi“ og í öllum löndum eru til nógu margir heimskingjar eða „nytsamir sakleysingjar,“ er gerast vilja leiðtogar fyrir slíkri starfsemi. Þar Það var mikil gifta fyrir Aðalstein Kristinsson, að fá að starfa á miklum bjartsýnis og vakningartíma. Hann var glaðlyndastur meðal hinna glöðu. Fólk á íslandi, sem var að ná fullum þroska um síðustu alda- mót, var ekki í efa um, að lífið væri stöðug þróun, sí- fellt ferðalag frá góðu til betra. Aðalsteinn Kristins- son sá drauma sína rætast. Hvert ár færði einstakl- ingunum og þjóðinni meiri framfarir og meira frelsi, og hann sjálfur, frændur hans, vinir og kynslóðin öll, fengu að taka þátt í þessari samfelldu leit eftir þeirri hamingju, sem mannkynið reynir að veita sjálfu sér. Aldur, erfiði og slit höfðu að ytri sýn engin deyfandi áhrif á Aðalstein Kristinsson. Hann var fram á síð- ustu stund jafn fjörlegur, stæltur í spori, broshýr og kvikur í hreyfingum, eins og þegar hann settist fyrir 40 árum á skólabekk á Akureyri og var orðinn einn af vöskustu íþróttamönnum landsins. Hið innra fjör og hin meðfædda gleði fylgdi Aðalsteini Kristinssyni alla leið milli vöggu og grafar. Félagar og samverkamenn Aðalsteins Kristinssonar munu minnast hans lengi og með einlægum vin- arhug. Þeir minnast hins langa og þýðingarmikla starfs, er hann leysti af hendi, atorku hans, góðgirni hans og ósérplægni. En lengst af öllu munu þeir minn- ast þess, hvað hann var góður drengur. í skapgerð hans var engin brotalöm. Þess vegna bilaði hann aldrei, þótt mikið reyndi á. Um hann má- endurtaka það, sem annar Eyfirðingur orðaði svo fagurlega um vin sinn. Hann var góði hugljúfinn bræðranna sinna. J. J. 246

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.