Samvinnan


Samvinnan - 01.11.1946, Blaðsíða 13

Samvinnan - 01.11.1946, Blaðsíða 13
9. HEPTI SAMVINNAN aðalframleiðsluvörur íslendinga gersamlega fallnar á erlendum markaði, og sumar lítt seljanlegar. Spari- fé manna og innstæður frá stríðsárunum hvarf nú eins og dögg fyrir sólu. Gífurleg kreppa hafði fylgt í slóð hinnar miklu styrjaldar. Framundan voru mörg erfiöleikaár. Miklar þarfir, sem þurfti úr að bæta, en litlir fjármunir. Forráðamenn Sambandsins tóku Þegar í byrjun kreppunnar það ráð að gæta hvarvetna hófs um öll útgjöld. en auka hins vegar framleiðsl- una eins og kostur var á. Aðalsteinn Kristinsson stóð frammi fyrir þeirri staðreynd, að hann var með viss- um hætti eins og fugl með stýfða vængi. Hann hafði alla eiginleika og aðstöðu til að gera mikil og marg- breytt innkaup, fjölbreytta og góða vöru í óteljandi ruyndum. Á bak við hann stóð' hálf þjóðin, starfsamt fólk með vakandi umbótaþrá. En í stað þess að mega láta gamminn geisa, í stað þess að mega til fulls njóta yfirburða sinna og mikillar verzlunarþekkingar, varð Aðalsteinn Kristinsson lengst af starfstíma sínum að sPara innkaupin, vegna vantandi gjaldeyris lands- manna. í stað þess að kaupa og flytja til landsins margbreyttar vörur, sem fólkið vildi fá og þurfti að fá, varð framkvæmdastjóri innflutningsdeildar Sam- bandsins löngum að spyrja fyrst og fremst, hvað hann gseti mest gert fyrir viðskiptamenn sína, með þeim fakmarkaða gjaldeyri, sem hann hafði yfir að ráða. Fyrsta kreppan stóð frá 1920—1924. Næsta og meiri kreppa hófst 1930 og varaði lítið breytt til 1939. Eftir að stríðið skall á, hafði þjóðin um stund mikinn gjald- eyri og greiðslugetu. En þá kom fljótt til greina sigl- ingateppan, vöruþurrðin og útflutningshömlur við- skiptalandanna. Ef Aðalsteinn Kristinsson hefði á starfsárum sínum fyrir Sambandið búið við hina heilbrigðu verzlunarhætti, sem greiddu götu Hall- gríms bróður hans við forstöðu Kaupfélags Eyfirð- inga 1906—1914, myndi hann hafa getað notað til fulls yfirburði sína í viðskiptamálum í þágu alþjóðar á íslandi. En þó að erfiðleikar mættu Aðalsteini Kristinssyni 1 starfi hans, þá var meginstefnunni haldið. Þrír ^enn, nálega jafnaldra, tóku við Sambandinu úr höndum Hallgríms Kristinssonar, þegar hann féll frá 1923, og unnu saman eitthvert mesta þrekvirki ís- lenzkrar verzlunarsögu. Undir stjórn þeirra Sigurðar °S Aðalsteins Kristinssonar og Jóns Árnasonar, varð Sambandið ekki aðeins stærsta verzlunarfyrirtæki, sem nokkurn tíma hefur starfað á íslandi, heldur einnig styrkasta fyrirtækið, þar sem hálf þjóðin stendur saman, fullábyrg gerða sinna og ákveðin í að halda óhvikul áfram þeirri stefnu að gera íslenzka verzlun réttláta, heilbrigða og fullkomna að öllu formi °S fjölbreyttni. Þegar þeir þremenningarnir létu af störfum, svo að segja um leið, var sambandskaupfé- lag við hverja höfn. Mikill iðnaður hafinn á vegum félaganna. Félögin og Sambandið ekki aðeins skuld- laus, heldur áttu félagsménn hvarvetna myndar- legar innstæður í bönkum og sparisjóðum. Með þeim hætti skiluðu brautryðjendur Sambandsins fyrirtæki sínu í hendur næstu kynslóðar, svo að segja um leið og friður var saminn eftir stærsta stríð veraldarsög- unnar. Þrátt fyrir allar kreppur hafði Aðalsteinn Krist- insson ærið verkefni. Hann hafði um aldarfjórðungs- skeið verið mesti innkaupamaður á íslandi. Undir handleiðslu hans höfðu landar hans, taldir í tugum þúsunda, ár eftir ár fengið í heimili sín flestallar að- keyptar nauðsynjar. Aðalsteinn Kristinsson gat ekki keypt allar þær vörur sem hann vildi. En hann keypti mikið. Þrátt fyrir alla erfiðleika skapaði hann mikla fjölbreytni í innflutningsverzluninni. Smekkvísi hans og vandfýsi um vörugæði urðu kaupfélögunum að ó- metanlegu liði. Maðurinn, sem keypti fyrir flesta, lagði alla ævi meginstund á að velja og láta velja handa umbjóðendum sínum það, sem bezt var fáanlegt á hverjum tíma. Aðalsteinn Kristinsson líktist Hallgrími bróður sín- um um giftu í vali samstarfsmanna. Hann varð að hafa í þjónustu sinni fjölmenna sveit, bæði innan- lands og utan. Hann treysti þessum mönnum vel, og enginn þeirra brást honum. Hann var einn af vor- mönnum íslands og naut vorsins. Allir, sem störfuðu með honum, fundu ylinn af mannslund hans og drengskap. Hann stundaði ekki einungis trjágarðinn og blómin í garðinum sínum við Fjölnisveg. Landið allt var í hans augum eitt heimili og einn garður, þar sem hver kynslóð átti að beita orku sinni, skapandi afli og íegurðarþrá, til að gera líf allra íslendinga betra og fegurra heldur en áður var. Aðalsteinn Kristinsson varð þegar á unga aldri hrifinn af skilnaðarhreyfingunni. Hann var algerlega mótfallinn tilboði dönsku stjórnarinnar 1908, þar sem svo var um mælt, að ísland yrði framvegis hluti af veldi Danakonungs. Hann hvikaði aldrei frá þeirri stefnu, að ísland skyldi verða þjóðveldi í annað sinn. Hann beitti áhrifum sínum mjög eindregið í því efni í fylkingu samvinnumanna, þegar þeir lögðu grundvöll að lausn skilnaðarmálsins 1941, og honum var ó- blandið fagnaðarefni að lifa fæðingardag hins endur- reista lýðveldis 17. júní 1944. Fyrir Aðalsteini Krist- inssyni var frelsið í öllum myndum hamingja lífsins. Hann stóð hvarvetna á rétti þess, sem var minnimátt- ar, hvar sem um það var deilt, þó að dagsverk hans yrði í þeim efnum afleiðingaríkast í frelsisbaráttu þjóðarinnar í viðskiptamálum. 245

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.