Samvinnan


Samvinnan - 01.11.1946, Blaðsíða 29

Samvinnan - 01.11.1946, Blaðsíða 29
9. HEFTI SAMVINNAN höfn, eignazt jarðhita í Laugardælum, og er nú að framkvæma hitaveitu þaðan fyrir Selíosskauptún. Þessi dæmi eru nefnd af handahóíi, til að sýna, að kaupfélögin eru sístarfandi, með frjálsri samhjálp borgaranna, að því að bæta kjör fólksins og auka menningu þess. Nú er samvinnufélag við hverja höfn á íslandi, og alls staðar eru félagsmenn að leita eftir tækifærum til að lyfta landi og þjóð með heppiegum félagsframkvæmdum. Það má segja, að það sé rík þjóð, sem telur sig hafa efni á að lama samvinnufé- lögin með skattalöggjöf, sem er bæði ranglát og byggð á algerðri vanþekkingu á eðli málsins. Með tillögu þessari er gert ráð fyrir að ríkisstjórnin leggi fyrir næsta Alþingi frv., þar sem sett verði glögg og réttlát ákvæði um aðstöðu Eimskipafélags íslands og lögskráðra samvinnufélaga til skatta, til ríkis og bæja. Með þeirri löggjöf yrði varanlega fastákveðið- að Eimskipafélagið byggi framvegis við þann rétt, sem það hefir nú, að því tilskildu, að hluthafar fái aldrei meira en 4% af hlutafé sínu. Jafnframt yrði ákveðið, að samvinnufélög greiddu hvorki útsvör eða tekju- fikatt af skiptum félagsmanna við þeirra eigið félag. Aftur á móti skyldu samvinnufélögin greiða tiltölu- lega sömu gjöld af utanfélagsmannaverzlun eins og kaupmenn, og auk þess skatt af fasteignum sem fé- lögin nota við starfrækslu sína, og væri upphæð þess skatts svipuð og ákveðið var um þetta efni í löggjöf frá 1921. Þing og þjóð hefur viðurkennt, síðan Eimskipafé- lag íslands var stofnað, að starfsvið þess væri með þeim hætti, að ekki borgaði sig fyrir þjóðfélagið að feggja á það venjulega skatta. Hafa hér að frarnan verið leidd rök að því, að þetta væri rétt skoðun. Það er meira að segja vafasamt, hvort nokkurntíma verð- ur hægt að hafa stærsta fjármálafyrirtæki landsins háð almennri skattalöggjöf, heldur verði þar að koma til greina sérstök löggjöf, sem takmarkar skattinn með nánari fyrirmælum. En þegar kemur að sam- vinnufélgum, þá má segja, að aðstaða þeirra sé enn sterkari i þessu máli. Hvergi nema hér á landi munu almenn útgerðarfélög vera undanþegin almennri skattgreiðslu, þó að það hafi þótt nauðsynlegt hér á landi. Aftur á móti er sérstaða samvinnufélaganna í skattamálum viðurkennd í öllum frjálsum löndum. Var það einnig gert hér á landi, og sérstaklega viður- kennt af alþingi 1921. En þegar samvinnufélög og gróðafyrirtæki einstaklinga voru sett á sama bekk Aieð samkomulagi í þjóðstjórninni 1941—1942, var skarð brotið í varnir samvinnufélaganna, og má segja, að þau séu síðan réttlaus í þessum efnum. — Sást það glögglega þegar veltuskatturinn kom til sögunnar litlu síðar, að hugmyndir manna um þetta efni voru algerlega komnar á ringulreið. Ef svo verður haldið á- fram stefnunni, má búast við, að samvinnufélögin hér á landi breytist aftur í það horf, að dreifa matvöru til félagsmanna með litlum tilkostnaði, en geti ekki sinnt hugsjónastarfi sínu eins og stefnan var mótuð af hinum ensku upphafsmönnum hreyfingarinnar. Væri það vafasöm búmennska af þjóðfélaginu, að beita samvinnufélögin hér á landi rangsleitni, sem ekki á sér stað í öðrum menntalöndum, til þess að svipta þau afli og orku við að standa með frjálsri samhjálp fyrir þjóðnýtum framförum. Hlutur samvinnufélaganna hefur mjög verið borinn fyrir borð í skattamálum, í samanburði við Eimskipa- félagið. Hefur eðli málsins ekki verið skýrt nógu ljós- lega fyrir þjóð og þingi. Hver sá maður, sem athugar gaumgæfilega eðli tekjuafgangsins í kaupfélagi, hlýt- ur að komast að þeirri niðurstöðu, að það fé er ekki skatthæft fremur en sjúkrahús, skólar eða kirkjur. Kaupfélögin eru ekki atvinnufyrirtæki í eiginlegum skilningi, heldur menningarstofnanir. Félagsmenn í samvinnufélögum verða vitaskuld að bera byrðar þjóðfélagsins eins og aðrir menn, en viðskipti félags- manna við eigið félag er ekki sjálfstæður atvinnu- rekstur, heldur gagnkvæm samhjálp og menningar- starfsemi. Þess er vænzt, að eðlilegt þyki að ríkisstjórnin beiti sér fyrir þessu máli á þann veg sem ráð er gert fyrir í þessari tillögu. En ef það bregzt, sem tæplega er rétt að gera ráð fyrir, verða samvinnumenn um allt land að hefjast handa og fylgja eftir við þingfulltrúa sína, að þeir hefji baráttu fyrir réttlátri lausn þessa máls. Eimskipafélag íslands hefur fengið rétt sinn tryggðan á þessurs vettvangi, af því að fylgismenn þess hafa jafnan verið á verði um hag og afkomu félagsins. Á síðari árum er ekki hægt að segja, að gætt hafi nægi- lega vakandi áhuga í samvinnufélögunum fyrir því, að réttur þeirra væri tryggður. Nú er svo komið, að ekki er lengur unnt að halda að sér höndum. Sam- vinnumenn verða að byggja varnir sínar að nýju á þeim grundvelli, sem lagður var á Alþingi 1921. Síðan þarf að ræða og rita um málið og loks að gera hik- laust kröfu til þingmanna, sem kosnir eru í héruðum, þar sem samvinnustefnan hefur mikið gengi, að þeir beiti sér einhuga fyrir því að endurheimta rétt sam- vinnufélaga, sem var brotinn með skattalöggjöfinni frá 1941—1942, og hætta ekki þeirri sókn fyrr en sam- vinnufélögin og Eimskipafélag íslands hafa bæði fengið rétt sinn fulltryggðan, eins og gert er ráð fyrir í þessari tillögu. 261

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.