Samvinnan - 01.11.1946, Blaðsíða 43
SAMVINNAN
9. HEPTI
hafa bækur á heimilum sínum. Sú tregða, sem kom
íram, laust eftir 1930 að kaupa hinar vönduðu og
raunverulega ódýru bækur Fornritafélagsins, stafaði
eingöngu af fjárhagslegum erfiðleikum. Þýðing þjóð-
arútgáfunnar liggur í því að hafa brotið ísinn, að hafa
boðið alþjóð manna á íslandi nokkrar mjög góðar
bækur árlega, vandaðar að pappír, prentun og öðrum
frágangi, fyrir svo lágt verð, að hvert heimili gat lagt
út í þessi bókakaup. Með því að gera hin þjóðlegu
íræði og þjóðlegar bókmenntir að kjarna útgáfunnar,
er líka fenginn öruggur grundvöllur fyrir bókasafns-
myndun í heimilunum. Ef unnt er að tryggja öllum
Þorra íslenzkra heimila nokkuð af því bezta, sem rit-
að hefur verið á íslenzku, þá á að vera auðvelt að
bæta við, af öðrum útgáfum, allri þeirri margbreytni,
sem bókaforlög komandi ára geta látið í té. Á þeim
vettvangi verða smátt og smátt mikil skilyrði fyrir
Þýðingar, þó að fáar bækur af því tagi muni eiga er-
lndi til 14 þúsund heimila. Þegar kemur að hinni
innfluttu erlendu andans fæðu, verður að taka tillit
til þess, að smekkur manna er mjög breytilegur. En á
Þeim vettvangi eru hin margbreyttu atvinnuskilyrði
nlrnennrar bóksölu.
Menntamálaráð og Þjóðvinafélagið byrjuðu að gefa
nt Islendinga sögur og er ætlun útgáfustjórnarinnar
a& halda því áfram, þar til félagsmenn hafa fengið
allt það bezta úr fornbókmenntunum. Njála og Egils
Saga eru komnar til félagsmanna, og verður þeirri
ðtgáfu haldið áfram, þegar lokið er við Heimskringlu.
Aður en þessi útgáfa af Njálu kom á markaðinn, voru
til heilar byggðir og kauptún á landinu, þar sem þetta
sögufræga verk var nálega ekki til, en er nú svo að
segja á hverju heimili. Útgáfa Sigurðar Kristjánsson-
ar hefur gert ómetanlegt gagn og gerir það enn. Samt
Þurfti nýtt átak til að koma íslendinga sögum inn á
hvert heimili. Og það átak er nú að gerast.
Næsta sumar gefur norska þjóðin íslendingum veg-
legt minnismerki, myndastyttu Vigelands til minn-
lngar um Snorra Sturluson. Þetta er mikil viður-
Þenning til handa frægasta rithöfundi íslenzku þjóð-
urinnar. Hitt var ekki jafn ánægjulegt, að frægasta
ritverk eftir íslending hefur ekki verið prentað í heilu
lagi á íslandi fyrr en árið 1944 og þá í útgáfu handa
víkisfóiki. Sú bók mun hafa kostað nokkuð á þriðja
Þundrað krónur. Má nærri geta, að slíkt hirðuleysi um
Neimskringlu hlaut að leiða til þess, að hún væri
sjMdséður gripur í íslenzkum heimilum. Mátti heita,
að Þessi vanræksla væri þjóðarskömm, og þjóðhættu-
leS fyrir menningu íslendinga, þar sem stíll og frá-
sagnarform Snorra er ein af hinum fáu sígildu fyrir-
myndum um meðferð móðurmálsins. Ég tók þess
Vegna að hreyfa þeirri hugmynd í menntamálaráði og
við stjórn Þjóðvinafélagsins, að Heimskringla yrði fé-
lagsmannabók þjóðarútgáfunnar það ár, þegar
Snorramyndin yrði reist í Reykholti. En þetta var
ekki auðveit verk. Árgjald fyrir allar bækur þjóðarút-
gáfunar hafði verið 10 krónur, en er nú 30 kr. Fyrir
það áttu félagsmenn að fá margar bækur, en útgáfa
Helgafells á þessari einu bók hafði kostað nokkur
hundruð krónur. Ég leitaði þá til Alþingis og fékk
samþykkta heimild handa ríkisstjórninni til að veita
60 þús. kr. til útgáfu Heimskringlu á fyrrgreindan
hátt. Fjármálaráðherrann, Pétur Magnússon, brást
vel við þessari þjóðarnauðsyn. Dr. Páll E. Ólason býr
Heimskringlu undir prentun. Fyrsta bindið er kom-
ið út. Tvö hin síðari koma út í ár. Eftir 700 ár sættist
norska konungsættin við Snorra Sturluson og sendir
krónprins Noregs til að heiðra minningu hins mikla
rithöfundar á þeim stað, þar sem hann ritaði sitt ó-
dauðlega verk. Sama ár opnar íslenzka þjóðin á virðu-
legan hátt heimili sín fyrir sínum mesta rithöfundi.
Viðurkenningin á verkum og gildi Snorra Sturluson-
ar er til sæmdar báðum þeim þjóðum, sem eiga þess-
um snillingi mesta þakkarskuld að gjalda.
Samhliða útgáfn hinna fornu sígildu bókmennta, var
hafizt handa u.m úrvalsútgáfu hinna yngri rithöfunda.
Hafa félagsrnann nú fengið úrval, aðallega ljóð, eftir
Jónas Ha’igrímsson, Bólu-Hjálmar, Hannes Hafstein,
Matthías Jochumsson og Grím Thomsen. Úrval af
ljóðum Stefáns Ólafssonar og Bjarna Thorarensen
eru í undirbúningi. Hvert bindi er í litlu broti og
prentað á góðan pappír. í hverri bók er mynd skálds-
ins og ritgerð um æviferil hans og bókmenntagildi.
Menn gagnrýndu allmjög þetta útgáfuform í fyrstu.
Menn sögðu, að pappírinn væri of þunnur. Bókin væri
of lítil. Auk þess væri hér ekki nema úrval. Menn
heimtuðu heildarútgáfu af verkum skáldanna o. s. frv.
Öll var þessi gagnrýni byggð á óheilbrigðum grund-
velli. í öllum þorra íslenzkra heimila var ekki um að
ræða heildarsöfn af íglenzkum ljóðum. Þess var held-
ur ekki að vænta. Til þess eru ljóðabækur of dýrar,
og stundum með öllu ófáanlegar. Æska landsins
hefur í bili hneigzt nokkuð frá ljóðagerð, þannig, að
þjóðin er í allmikilli hættu í þeim efnum. Þjóðar-
útgáfan gat vitanlega ekki komizt yfir að gefa út
handa félagsmönnum heildarútgáfu af verkum stór-
skáldanna, sem kosta mörg hundruð krónur hjá for-
leggjurum. Þjóðarútgáfan tók það ráð að gefa út úr-
yal af frægustu verkum skáldanna, í handhægri út-
gáfu, sem væri létt að halda á í rúmi sínu eða koma
fyrir í vasa sínum til ígripa. Mynd og ævisaga skálds-
ins færir höfundinn og verk hans nær lesandanum.
Áhugasömustu mennirnir kynnast á þennan hátt
stórskáldum þjóðarinnar og fá þá löngun til að
275