Samvinnan


Samvinnan - 01.11.1946, Blaðsíða 27

Samvinnan - 01.11.1946, Blaðsíða 27
'9. HEFTI SAMVINNAN að til skyldi vera svo auðugt fyrirtæki á íslandi. En þegar betur var að gáð, sættu menn sig við orðinn hlut. Gróðinn var allur af erlendum leiguskipum. Ef Eimskip hefði haft nægan heimafenginn skipastól og búið við þá dýrtíð, sem var í landinu, myndi fé- lagið ekki hafa safnað neinum framkvæmdasjóði á stríðsárunum. Það hafði tapað nokkrum beztu skip- um sínum, og vátryggingagjöldin voru svo lág, að hiikið vantaði á, að fyrir það fé væri hægt að endur- byggja hin sokknu skip. Án þessa einkennilega stríðs- gróða fyrir erlendu leiguskipin, er ekki annað sýnilegt, en að Eimskipafélagið hefði á fyrstu friðarárunum orðið að hætta siglingum milli landa, nema ef lagt hefði verið út í að búa nær eingöngu við erlend leigu- ^kip. Mönnum hefði þá orðið Ijóst, að skattakerfi landsins er meir en lítið i ólagi, ef fyrirtæki eins og Eimskipafélagið, hefðu liðast sundur undan skatta- byrðinni til ríkis og bæjar. Þegar til þess kom, að rík- iS stækkaði strandskipaflota sinn með þrem nýjum skipum, þá var ekkert handbært fé í ríkissjóði, heldur varð að taka lán til þessara framkvæmda. Má þess vegna geta sér til, að sá gróði, sem varð á Ameríku- •skipunum, myndi hafa orðið að eyðslueyri í ríkissjóði og bæjarsjóði Reykjavíkur, og ekki verið handbær til ■skipakaupa eins og varð í höndum Eimskipafélagsins. Nú hefur félagið í smíðum fjögur mjög stór og full- komin skip, aðallega til flutninga. Verður kælitækni í þessum skipum svo öflug, að þau geta flutt frystan fisk til fjarlægustu landa í hitabeltinu, hvað þá til ná- fsegra landa. Jafnframt hefur Eimskipafélagið getað stutt Flugfélag íslands með miklu fjármagni án lán- töku, til að kaupa margar og stórar flugvélar til hiannflutninga innanlands og til útlanda. í byrjun friðaráranna er svo ástatt með samgöngumálin, að ríkið hefur til sinna þarfa þrjú nýfengin skip, öll keypt fyrir lánsfé, af því að stríðsgróði ríkissjóðs fór 'allur í daglega eyðslu. Hins vegar er hinn nýi skipa- stóll Eimskipafélagsins og mikið af loftflota Flugfé- lagsins keypt, án lántöku, með fjármagni, sem fyrir eins konar slys í fjármálastjórninni, lenti utan við skattheimtukerfið og varð handbært til að tryggja nauðsynlegustu samgöngubætur nútímans, bæði með íólk og vörur milli íslands og útlanda. Meðan stóð á stríðinu, gat Sambandið og einstök samvinnufélög ekki hafizt handa með nauðsynlega nýsköpun í verklegum og félagslegum framkvæmdum, sambærilega við skipa- og flugvélakaup Eimskipafé- iagsins. En þegar friður var kominn á, biðu ótal verk- efni eftir því, að samvinnufélögin gætu ráðið bót á vanda þessum bæði fyrir félagsmenn sína, sem eru ^neira en helmingur landsmanna, og fyrir þjóðina aHa, en þá kom í ljós, það sem löggjöfunum hefði átt að vera ljóst, þegar um skattamálin var fjallað 1941— 1942, að samvinnufélögin hafa ekki fengið leyfi til að spara af tekjum sínum á stríðsárunum nema tiltölu- lega litlar upphæðir. Sambandið sýndi á mjög áber- andi hátt vilja sinn í þessu efni, með því að leitast við að fá félagsmenn í kaupfélögunum um land allt, til að leggja fram fé í framkvæmdasjóð Sambandsins. Þetta bar að vísu nokkurn árangur, en gat allrei jafn- azt við það, ef félögin hefðu fengið að leggja til hliðar af tekjum sínum á striðsárunum. Sambandið hefur nú viðbúnað um skipakaup, algerlega íslenzka verzlun með olíu, eflingu iðjuveranna á Akureyri, svo að unnt verði að vinna úr sem mestu af íslenzkri ull og skinn- um. Þá hefur Sambandið hug á að láta mala kornið, sem notað er í landinu í íslenzkri myllu, og tryggja þannig eðlisgæði hinnar stærstu neyzluvöru. Menn geta sagt, að íslenzku samvinnufélögin geti tekið lán til þessara framkvæmda, en bæði er það, að lán munu ekki liggja á lausu í náinni framtíð, hvorki hér á landi eða erlendis, og auk þess er vafasamt hversu fara mun um mörg þau fyrirtæki, sem nú hefur verið stofnað til með stórfelldum lántökum, og er ekki auð- velt að spá um hversu afkoma þeirra verður trygg, þegar byggt er á ótraustum grundvelli. Það misstigna spor, sem stigið var í skattamálum samvinnufélaganna 1941—1942, virðist ætla að leiða til mikilla erfiðleika, enda er þess að vænta, því að löggjöfin um gróðaskatt á viðskipti félagsmanna við þeirra eigin félög er einhver háskalegasta meinloka, sem til er í allri hinni óskipulegu og óheppilegu skattalöggjöf landsins. Til þess að geta fyllilega áttað sig á kjarna þessa máls, þarf að líta til baka um heillar aldar skeið, til upphafsmanna kaupfélagsstefnunnar í Rochdale í Englandi. Hinir nafntoguðu 28 vefarar, sem opnuðu fyrstu kaupfélagsbúð í nútímastíl, laust fyrir jól 1844, gerðu nýja uppgötvun í félagsmálum heimsins. Þeir sýndu, að með tilteknu skipulagi mátti gera dreifingu vörunnar í þjóðfélaginu að réttlætismáli, láta verzlun þá, sem framkvæmd var á þennan veg, hætta að vera atvinnu- og gróðaveg. Þeir ásettu sér að láta verzlun sína að ytri sýn líkjast verzlun kaupmanna, sem starfa til að ávinna sér persónulegan gróða. Þeir ákváðu að haga búðum sínum og daglegum rekstri eins og kaupmenn og fylgja verðlagi þeirra á hverjum tíma. Um áramót gerir kaupmaðurinn og kaupfélagið reikningsskil. Báðir aðilar verða að greiða öll dagleg útgjöld við verzlunarreksturinn. Kaupmað- urinn, kaupfélagsstjórinn og allt þeirra nauðsynlega starfsfólk hefur fengið umsamin laun, eins og þau gerast á þeim stað og á þeim tíma. En þegar lokið er þessum reikningsskilum, kemur í ljós, að eftir er hjá 259

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.