Samvinnan


Samvinnan - 01.11.1946, Blaðsíða 42

Samvinnan - 01.11.1946, Blaðsíða 42
SAMVINNA’N 9. HEFTI menntafélaginu ómetanlegur styrkur og sæmd að fá þetta mikla ævisögusafn handa félagsmönnum sín- um. Þjóðvinafélagið var upprunalega stofnsett til að styðja Jón Sigurðsson í frelsisbaráttu hans og til að halda áfram Nýjum félagsritum, þegar hins mikla leiðtoga nyti ekki lengur við. Hér var þess vegna um að ræða fyrirtæki, sem vandfarið var með. Niður- staðan varð sú, að Alþingi heimilaði Þjóðvinafélag- inu að hafa samstarf við menntamálaráð um útgáfu- starfsemina. Skyldu stjórnir beggja fyrirtækj anna starfa saman að þessu máli, og útgáfan vera kennd bæði við Þjóðvinafélagið og menntamálaráð. Þjóð- vinafélagsmenn skyldu fá allar félagsbækur útgáf- unnar fyrir sitt félagsgjald, en nýir áskrifendur greiða sama árgjald, 10 kr., og fá um leið sama rétt til félagsbókanna. Var nú tekið að safna áskrifend- um um allt land og varð sú starfsemi með ágætum, einkum í sveitum, og víða annars staðar. Gerðust stundum fleiri en einn áskrifendur í sama heimili, og víða í byggðum landsins komu bækur á hvert einasta heimili. Innan skamms urðu fastir viðskiptamenn út- gáfunnar á 14. þúsund. Þar með voru taldir Þjóðvina- félagsmenn, en þeir voru um 1200. Ekki varð ann- að sagt, en að almenningur fagnaði voninni um að geta fengið á hverju ári nokkrar góðar bækur fyrir hóflegt verð. Mótstaða var nokkur gegn þessari út- gáfu, fyrst og fremst frá ýmsum áhrifamönnum í kommúnistaflokknum, og þar næst frá sumum bóka- útgefendum í landinu. Kvíði þeirra reyndist þó vera ástæðulaus eins og raunar mátti vita fyrirfram. Útgáfa Þjóðvinafélagsins og menningarsjóðs ruddi brautina fyrir hinni fáheyrðu bókaútgáfu og bóksölu síðustu ára. Á hinn bóginn naut þessi útgáfa mikils stuðnings af samstarfi borgaralegu flokkanna þriggja. Var sú samvinna í uppsiglingu um sama leyti og á- skrifendum var safnað vegna hinnar nýju útgáfu. Leitaði ég eftir, að borgaraflokkarnir hefðu allir sína fulltrúa við daglegar framkvæmdir útgáfunnar. Voru fengnir í því skyni þrír ungir og mjög röskir menn til samstarfsins. Haraldur Pétursson, umsjón- armaður Landsbókasafnsins, tók að sér dreifingu bókanna í Reykjavík, en Jón Emil Guðjónsson frá Kýrunnarstöðum í Dalasýslu og Leifur Auðunsson frá Dalsseli í Rangárvallasýslu höfðu með höndum skipti við félagsmenn utan Reykjavíkur. Fóru þeir Jón Em- il Guðjónsson og Leifur Auðunsson margar ferðir út um land til að safna liði vegna útgáfunnar og báru þær flestar góðan árangur. Er skemmst af því að segja, að útgáfa Þjóðvinafélagsins og menntamálaráðs nær til tiltölulega fleiri manna á íslandi heldur en vitað er til um nokkra aðra frjálsa útgáfu í frjálsu landi. Undirtektir og stuðningur almennings við þessa útgáfu sýndi, að íslendinga langaði enn sem fyrr til að eiga og lesa bækur. Hin mikla hnignun heimilis- bókasafnanna á yfirstandandi öld var ekki því að kenna, að viðhorf manna væri breytt, heldur hafði dýrleiki bókanna verið aðal hindrun. Kaupendur voru fengnir og í svo ríkum mæli, að það var met á al- heimsvísu, ef miðað var við íbúatölu landsins. Nú færðist vandinn yfir á nefndarmenn í menntamála- ráði og stjórn Þjóðvinafélagsins að mæta á viðeig- andi hátt þessum stórhug lesandi manna í landinu. Eins og vænta mátti þurfti í því efni sem öðrum að leita að dómi reynslunnar. í fyrstu var stefnt að því, að þrautreyna þýðingaleiðina. Úr miklu var að velja, af skáldskap og fræðibókum. En brátt kom í Ijós, að sú leið var ekki fær að leggja megináherzlu á þýðingar. Lesendahópurinn, sem vildi skipta við hina nýju útgáfu var of stór og of margbreyttur til þess, að honum yrði fullnægt sameiginlega með er- lendum bókum. Má vera, að lengst yrði komizt á þeirri leið með því að leggja meginstund á skáldsögur, en með því móti væri stefnumiðið lækkað um of. Skáldskapur er að vísu þýðingarmikill þáttur í nú- tímamenningu, en heldur ekki meira. Þess vegna lagði menntamálaráð og Þjóðvinafélagið aldrei inn á þá braut. Eftir nokkrar tilraunir og miklar bolla- leggingar kom í ljós, hvert var hið mikla og varanlega verkefni þjóðarútgáfunnar. Það var að leggja megin- áherzlu á þjóðleg fræði. Landið, sagan og málið bindur saman alla íslendinga. Og þeim fræðum hafði ekki verið nægilegur sómi sýndur. Þar var verkefnið. Ef hinni nýju, stóru útgáfu gat lánazt að koma í bókahillur svo að segja á hverju heimili miklu af því, sem hefur verið bezt sagt og gert í þjóðlegum fræð- um, þá er mikill sigur unninn. Lestrarþrá íslendinga hefur ætíð verið mikil, og henni er ekki fullnægt nema með því að bókasafn sé til á hverju heimilL Skal nú stuttlega vikið að þeirri hlið. Þegar fengin var vissa fyrir því, að viðskiptamenn menntamálaráðs og Þjóðvinafélagsins yrðu svo margir sem raun bar vitni um, sló nokkrum óhug á ýmsa bókaútgefendur. Eftir þeirri tregðu, sem verið hafði á bókakaupum almennings milli styrjaldarár- anna, var ekki óhugsandi, að mjög ódýr bókaútgáfa yrði til að torvelda almenna bókasölu. Ég var aldrei hræddur um þetta. Ég þóttist vita, að ef þjóðin byrj- aði að safna bókum í öllum þorra hinna efnaminnl heimila, myndi sú framkvæmd leiða til meiri bóka- kaupa. Sú hefur líka orðið raunin á. Að vísu er hin stórfellda bókaútgáfa styrj aldaráranna ekki orðin til vegna útgáfu Þjóðvinafélagsins og menningarsjóðs, heldur af því, að íslendinga langar mjög mikið til að 274

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.