Samvinnan


Samvinnan - 01.11.1946, Blaðsíða 23

Samvinnan - 01.11.1946, Blaðsíða 23
9. HEFTI SAMVINNAN bókin kom út, andaðist sr. Ásmundur Gíslason og var Þá 74 ára gamall. Séra Ásmundur Gíslason var hægur maður í fram- komu, fámáll og yfirlætislaus. Hann gegndi skyldu- störfum sínum með kostgæfni, en gerði ekkert til að vekja eftirtekt á andlegum yfirburðum sínum. Hann hefur áreiðanlega verið einhver snjallasti ræðumað- ur þjóðkirkjunnar á sinni tíð, en hann lét sér nægja að íáta ljós sitt skína yfir fámennum söfnuðum i litlum sveitakirkjum í tveim dölum, milli hárra fjalla. Bergmálið af ræðum hans náði ekki yfir fjöllin. Menn veittu ekki hinum óvenjulegu prédikarahæfileikum bans eftirtekt fyrr en hann var hættur að starfa fyrir þjóðkirkjuna, en tók einstöku sinnum til máls yfir moldum vina og vandamanna í Reykjavík. En það fór vel, að séra Ásmundur Gíslason lét verða uf því að geía út nokkrar ritgerðir. Þær eru virðu- iegur minnisvarði um einkennilegan gáfumann, og þær mættu verða til hvatningar ungum mönnum, sem eru að svipast um eftir fyrirmyndum um það, hvernig íslenzk tunga er vel rituð á 20. öldinni. Við- fangsefni séra Ásmundar Gíslasonar eru ekki stór- brotin, en hann fer svo með þau, að lesendur minn- ast þeirra löngu eftir fyrsta lestur. Hann segir frá réttardeginum, frá fyrstu kirkjuferð að Laufási, frá erfiðu og mannhættulegu ferðalagi skólapilta til E-eykjavikur í fyrstu snjóum, frá bezta reiðhestinum, og ferð hans og sóknarbarnanna að sumarlagi á sjón- arhól upp í háfjöllum. Slík efni myndu verða að litlu í höndum flestra manna. En séra Ásmundur Gíslason gerir þessi viðfangsefni skemmtileg og eftirminnileg. Hann kann vel þá erfiðu list að byggja ritgerð svo, að hún verði formleg heild, eins og fallegt hús, eða vel gerð brú. Hjá sr. Ásmundi Gíslasyni fóru saman með- fæddir eiginleikar, sem eru nauðsynlegir hverjum rit- höíundi, og mikil æfing við að vanda formið. Þess vegna skipar ferðabók prestsins frá Bergsstöðum í Svartárdal og Hálsi í Fnjóskalal virðulegt sæti í bók- ^henntum þeim, sem þjóðin eignaðist 1947. Bófellsútgáfan hefur sent á markaðinn lítið ljóða- kver eftir Karl ísfeld, systurson Guðm. Friðjónssonar. Evu þar bæði frumsamin ljóð og þýðingar. Hér eru hendingar úr ensku kvæði: »»Mig seiðir hafið á ný með farmannsins flökkulíf, °g storm eins og hvassbrýndan hníf. °g hugur minn þráir vini, sem vísum og sögum unna, °g væran draumljúfan svefn, þegar skipi er ráðið til hlunna.“ hannig yrkir þetta unga skáld. Hann er vafalaust gæddur einhverri ljóðgáfu, og hann notar smekkleg orð og gerir ekkert af sér með efni ljóðanna. En það er ólán ungra skálda nú á dögum, að tízkan stýfir vængi þeirra. Fyrirmyndir ljóðskáldanna frá samtíð- arhöfundum eru mjög lítilfjörlegar, og þegar ríminu er auk þess kastað fyrir borð, er aðstaða ljóðasmið- anna ekki glæsileg. Framtíð Karls ísfelds sem skálds er algerlega undir því komin, hvort hann vill heldur lifa í andlegu samfélagi við snillinga samtíðar og fortíðar, eða setjast á skáldabekkinn með Steini Steinar eða Ólafi Jóh. Sigurðssyni. Ljóðabók ísfelds, „Svartar morgunfrúr“, bendir til, að höfundurinn hefur ekki enn valið um þessar tvær leiðir. Fyrir 85 árum gerðist sá viðburður í ljóðmennt ís- lendinga, að þrjú skáld, öll búsett í Kaupmannahöfn, gáfu sameiginlega út ljóðasafnið Svövu. Það voru Benedikt Gröndal, Gísli Brynjólfsson og Steingrímur Thorsteinsson. Má nærri geta hvílíkur fengur það hefur verið öllum almenningi á íslandi, að fá með þessum hætti mörg úrvalsljóð, frumsamin og þýdd. Voru þeir bremenningarnir allir stórvel gefnir, höfðu numið tungur hinna frægustu menntaþjóða og kynnzt bókmenntum þeirra betur en nokkurt þeirra skálda, sem nú ganga fram á ritvöllinn. í Svövu eru fjölmörg af beztu kvæðum Gröndals og mörg ágæt kvæði eftir Steingrím Thorsteinsson. Á þessum tíma þótti einnig mikið kveða að Gísla Brynjólfssyni, en mjög hefur fennt yfir frægð hans á þeim árum, sem liðin eru síðan að Svava kom út í fyrra skiptið. Það má að vísu fullyrða, að ljóðhneigðir menn þekkja nú úrvalskvæði Svövu úr heildarútgáfum skáldanna. En Svava hefur sérstaka sögulega þýðingu. Þegar hún kemur út 1860, á þjóðin ljóð Bjarna og Jónasar í útgáfu Bók- menntafélagsins. Matthías Jochumsson er þá nýbyrj- aður á námi í latínuskólanum. Bólu-Hjálmar var ekki talinn með þjóðskáldum nema af fólki, sem ekki þótti dómbært um gildi sannra bókmennta. Um langa stund var Svava þess vegna hið kunnasta ljóðasafn ís- lendinga. Mun það hafa þótt því merkilegra, þar sem höfundarnir þrír voru mjög rómaðir fyrir gáfur og fjölþætta menntun. Mætti ætlast til, að bókmennta- þroski alls almennings væri nú á hærra stigi heldur en um 1860, svo mikill arfur sem safnazt hefur síðan þá á vegum góðra skálda. Vafasamt er þó um þá fram- för, en mörgum manni mun þykja vel farið, að ísa- foldarprentsmiðja hefur nú gefið þjóðinni kost á að eignast í smekklegri útgáfu bæði ljóðasöfnin, Svövu og Svanhvít. Munu Ijóð hinna ágætu skálda frá 19. og 20. öld verða bezta vörnin móti hinni viðvaningslegu Ijóðagerð nútíma-hagyrðinga, sem birta rímlausar langlokur um einkisverð atriði og kalla vansmíðar sínar skáldskap. Vel mættu slíkir menn minnast þess, að ljóðfrægð Gísla Brynjólfssonar hefur orðið 255

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.