Samvinnan - 01.11.1946, Blaðsíða 8
SAMVINNAN
9. HEFTI
muna, og talsverður undirbúningur hafinn um að
Sambandið hefji nokkra bókaútgáfu, og þá um leið
bóksölu, sem nær væntanlega til allra sæmilegra bóka,
sem á markaðinn koma. Bækur eru svo þýðingarmik-
il menningarvara, að það er sízt of snemmt, að kaup-
félögin taki að sér þá starfsemi fyrst og fremst vegna
félagsmanna sinna, og til þess að eiga sinn þátt í því
að vöruvöndun verði viðhöfð um hina andlegu fram-
leiðslu, sem borin er á borð í prentuðu máli. Hér er um
að ræða mjög nytsamar framkvæmdir. En þá má ekki
gleyma bókasöfnum um félagsmál. Ég hef í þessu
tímariti í sambandi við ævistarf Benedikts Jónssonar
á Auðnum skýrt frá bókasafnsmyndun hans. Meðan
hann var bóndi í Laxárdal og sýslan án brúa og
vega, kom Benedikt á fót tiltölulega fullkomnu fé-
lagsmálabókasafni, aðallega með útlendum bókum,
og var þetta bókasafn mjög þýðingarmikill þáttur í
samvinnustarfsemi Þingeyinga, enda varð til í þessu
héraði fyrsta kaupfélagið, frumdrög Sambandsins og
tímarit félagsins. Eftir að Benedikt kom til Húsa-
víkur efldist þetta bókasafn stórlega, svo að það er
fullkomnasta félagsmálabókasafn á landinu. Bene-
dikt á Auðnum var bókavörður og fósturfaðir þessa
safns, meðan honum entist aldur til. Síðan hann féll
frá, hefur safninu verið sinnt minna en skyldi. Má
það kallast siðferðileg skylda Kaupfélags Þingeyinga
að fela einhverjum starfsmanni sínum, sem bezt er til
þess fallinn, að vera bókavörður við þetta safn í
starfstíma félagsins. Með því afborgaði kaupfélagið
sína miklu skuld við Benedikt Jónsson og bókasafnið.
Þingeyingar hafa reynslu fyrir því, að bókasafnið á
Húsavík hefur verið afltaug í félagslífi þeirra, og
mun svo jafnan verða framvegis, ef safninu er sýnd-
ur sómi. En hitt er enn stærra mál, að bókasafnið á
Húsavík ætti að verða að sjálfsagðri fyrirmynd allra
annarra samvinnubókasafna á landinu, og jafnan með
þeim hætti, að starfsmaður við félagið sinnti bóka-
vörzlu í vinnutíma sínum. Húsakostur Sambandsins
er nú að vaxa og má gera ráð fyrir, að á þess vegum
verði á komandi árum vandað félagsmálabókasafn
innlendra og erlendra bóka, og þá að sjálfsögðu mið-
stöð innkaupanna að því er snertir erlendar bækur.
Rétt er að minnast í þessu sambandi, að sú félags-
málastefna, sem nú sækir mest fram hér á landi í
keppni við samvinnuhreyfinguna, er kommúnista-
flokkurinn, sem leggur hina rnestu stund á útgáfu
bóka og blaða um stefnu sína. Nú verður svo að
segja hvergi í landinu þverfótað fyrir þeim bókmennt-
um, er útskýra eðli og ágæti þess stjórnskipulags, sem
Rússar hafa komið á í sínu landi. Eiga kommúnistar
talsvert af vexti og viðgangi stefnu sinnar að þakka
vakandi áróðri sínum í prentuðu máli. Nú hafa
samvinnumenn hér á landi ólikt betri aðstöðu í þessu
efni heldur en kommúnistar. Þeir geta bent á ná-
lega 80 ára reynslu í landinu sjálfu, og glæsilega
þróun í öllum menntuðum löndum, þar sem þjóðirnar
búa við frelsi og óskert mannréttindi. En þó að sam-
vinnumenn hafi góðan málstað, mun þeim ekki frem-
ur en öðrum mönnum duga að treysta á feðranna
frægð og þeirra starf. Hver kynslóð þarf að sækja
fram og vinna sína sigra. Vaxandi bókagerð Sam-
bandsins þarf að leiða til þess að hvert einasta sam-
vinnufélag komi á fót bókasafni, er starfar á öllu fé-
lagssvæðinu. Að því er snertir notkun erlendra bóka,
ætti slík starfsemi að vera miklu léttari nú en á dög-
um Benedikts á Auðnum. Annars væri hið mikla
tungumálanám æskumanna í mörgum skólum ekki
mikil framför. Bækur eru afl og lífgjafi á öllum
öldum, og samvinnuhreyfingin á íslandi mun eiga
nokkuð mikið undir því á komandi árum, hve vel
henni tekst að láta anda bókanna lífga hið marg-
þætta félags- og fjárhagslíf félaganna.
Samvinnuskemmtanir.
Víða erlendis gangast samvinnufélögin fyrir því að
uuka heilbrigt skemmtanalíf félagsmanna. Voru kaup-
félögin í Belgíu um eitt skeið þar í fararbroddi. Þau
létu sér ekki nægja að eiga góðar búðir, vöruhús og
verksmiðjur, heldur áttu þau líka samkomuhús, þar
sem félagsmenn áttu aðgang að bókasöfnum, lesstof-
um, veitingasölum og margháttuðum skemmtunum,
bæði fyrir fullorðna, unglinga og jafnvel fyrir börn.
Þar sem unnt er að koma við þvílíkri bræðralags-
kynningu, verður sú kynning mjög til eflingar sam-
heldni í félagsskapnum. En þegar kaupfélög taka að
eldast, er þeim stundum hætt við að leggja of ein-
hliða stund á að skila álitlegum tekjuafgangi en hirða
minna um hugsjónahlið málsins. Þarf jafnan að
halda vakandi hinni andlegu hlið samvinnustefn-
unnar, ef verjast á óheilbrigðri efnishyggju. Hafa í
þessu efni verið gerðar ýmsar myndarlegar tilraunir.
Kaupfélögin í Borgarnesi, á Hvammstanga og ef til
vill á fleiri stöðum hafa efnt til skemmtiferða í
langferðabílum fyrir félagskonur, til að kynna þeim
fegurð og menningarástand annarra héraða. Kaup-
félag Eyfirðinga hefur haft vakningarsamkomur fyrir
öll fermingarbörn af félagssvæðinu. Eru þetta allt
spor í rétta átt, en þó þarf meira við. Kaupfélögin
gætu haft „sæluviku“ á vori hverju í héraðsskólum
og húsmæðraskólum landsins. Mættu slíkir kvenna-
fundir verða til mikils gagns, og þó hvíld um leið.
Sveitafólkið fær ekkert „orlof“ en getur ef til vill
skapað sér hliðstæða tilbreytni með eigin atorku.
Færi vel á, að kaupfélögin beittu sér fyrir þessum
240