Samvinnan - 01.11.1946, Blaðsíða 38
SAMVINNAN
9. HEFTI
að þenja vald sitt út til smærri borga og þorpa. And-
spyrnan var hörð. Og 20. desember 1917 lífgaði Lenin
við hina gömlu stofnun, sem ívan grimmi hafði beitt
á svo áhrifamikinn og hræðlegan hátt: leynilög-
regluna Oprichina. Lenin nefndi hana Cheka. Hún
tók brátt til starfa af sama hlífðarleysi og hin fyrri
og kom brátt á „rauðri ógnarstjórn“, sem keyrði iangt
úr hófi fram. Þannig farast sagnfræðingnum Ver-
nadsky orð'
„Þau grimmdarverk, sem framin voru á þessu tíma-
bili, voru ekki einstök dæmi um misbeitingu valdsins.
Hin „rauða ógnarstjórn“ var viðurkenndur og ákveð-
inn þáttur í því að oka þjóðina undir bolshevismann.
Lenin lýsti sjálfur yfir því, að „ekki væri hægt að
hugsa sér neina stjórn öreigaríkisins án ógnar og
ofbeldis.“ Leynilögreglan starfaði með hlífðarlausri
hörku. Svo átti að heita, að starfsemi hennar beind-
ist gegn auðmönnunum einum. En sannleikurinn var
sá, að leynilögreglan upprætti alla sem grunaðir voru
um andstöðu við ráðstjórnina. Fórnarlömbin voru
bændur og stundum jafnvel verkamenn. . . Vetur-
inn 1917—’18 tókst Bolshevikum að ná stjórnarbákn-
inu algerlega undir sig, með því að beita til hins ítr-
asta leynilögreglunni, Rauðahernum og hvers konar
öðrum meðulum sem föng voru á.“
Bráðabirgðastjórnin hafði undirbúið frjálsar kosn-
ingar til stjórnlagaþings, og fóru þær fram 25. nóv-
ember 1917, 18 dögum eftir að kommúnistar höfðu
tekið völdin í Pétursborg. Af 703 kjörnum fulltrúum
voru aðeins 168 kommúnistar. Þingfulltrúarnir komu
saman í Pétursborg í janúar 1918. Samstundis létu
kommúnistar handtaka alla þá fulltrúa, sem ekki voru
sósíalistar. En þrátt fyrir það höfðu byltingarsósíal-
istar enn meiri hluta í þinginu og kusu Chernov til
forseta, en hann var andstæðingur kommúnista.
Tveim dögum síðar sendi Lenin hersveitir, vopnaðar
rifflum og vélbyssum, til þingsins og leysti það upp.
Var þá úti öll von um lýðræði í Rússlandi. Upp frá
þessu var stjórn Sovétríkjanna augljóslega einræði
íoringja Kommúnistaflokksins.
Lenin gerði vopnahlé við Þjóðverja í desember
1917 og samdi sérfrið við Þýzkaland í marz árið eftir
til þess að forða Ráðstjórninni frá hruni af völdum
stríðsins. Þetta gerðist þvert á móti samningum
Rússlands við bandamenn sína um að semja ekki
sérfrið. Og til að koma í veg fyrir, að hungraður
lýðurinn steypti stjórn hans, sendi Lenin her og
lögreglu til að taka korn af bændum og flytja til
nauðstaddra borga. Hann úthlutaði brauði gegn
skömmtunarseðlum á þann hátt, að það varð hið
öflugasta vopn í stjórnmálabaráttunni. Skömmtun-
arseölar voru veittir lögreglumönnum, liðsmönnum í
Rauðahernum, meðlimum Kommúnistaflokksins og
verksmiðjumönnum, og iðnaðarmenn og atvinnuleys-
ingjar fengu dálítinn sultarskammt. Aðrir fengu
ekkert.
Þessar athafnir björguðu einræði Lenins. En þær
vöktu jafnframt andspyrnu, sem lá við að kollvarp-
aði því. Bændurnir voru æfir yfir missi korns síns
og tóku að veita íögreglu og her viðnám með vopn-
um. Öll lýðræðisöfl í Rússlandi voru ofsareið yfir
upplausn stjórnlagaþingsins og morðum allra þeirra,
sem stjórnin taldi andstæðinga sína. Borgarastríð
brauzt út.
Auk þess hafði sérfriður Lenins við Þýzkaland
vakið megna andúð meðal bandamanna. Firnamiklar
birgðir af vopnum og skotfærum, sem Bandamenn
höfðu sent rússneska hernum, voru geymdar í Mur-
mansk og Arkangelsk og Kyrrahafshöfninni Vladivo-
stok. Bandamenn vildu með engu móti láta þessar
birgðir komast í hendur þýzku stjórninni eða Ráð-
stjórninni. í apríl 1918 voru smáhersveitir frá Banda-
mönnum settar í land í Murmansk og skömmu síðar
á hinum höfnunum. Bandamenn reyndu ekki að
halda til Leningrad eða Moskvu. En samt sem áður
nutu rússneskar hersveitir nokkurs stuðnings frá
þeim til árása á lið kommúnista, og vorið 1919 var
svo komið, að kommúnistar höfðu misst meira en
þrjá fjórðu hluta Rússlands. Þá sendi Ráðstjórnin
sendifulltrúa Bandaríkjanna í Moskvu tilboð um að
semja frið, með þeim hætti að hlutföll yfirráðasvæð-
anna héldust óbreytt. Þessu tilboði var hafnað á
friðarráðstefnunni í París. Jafnframt neituðu Banda-
menn að senda frekari liðstyrk til að berjast gegn
Ráðstjórninni. Að lokum tókst kommúnistum að
brjóta landa sína á bak aftur og ná öllu ríkinu á
vald sitt. Þá hafði styrjöld, pyndingar, morð, hung-
ur og sjúkdómar svelgt ótölulegan grúa mannslífa.
Allan þennan tíma hafði Lenin ekki reynt að dylja
þá staðreynd, að alþjóðhreyfingu kommúnista væri
stjórnað af Ráðstjórninni. Hann tók opinberlega
þátt í þingum Alþjóðasambands kommúnista og var
hinn dáði leiðtogi þess. Fram á þennan dag hafa
kommúnistaflokkar allra landa lotið einræðisstjórn
Sovétríkjanna. En eftir dauða Lenins 1924 reyndi
Ráðstjórnin að gera vináttu-samninga við grann-
ríkin, og þá rakst hún óþægilega á þá staðreynd, að
hún stjórnaði fimmtu herdeildum í öllum þessum
lcndum. Stalin hafði gerzt einræðisherra eftir harða
baráttu við Trotsky, og vald hans yfir Ráðstjórn-
inni, Kommúnistaflokknum, leynilögreglunni og Ai-
þjóðasambandinu varð algjört. Hann tók þátt í þing-
um sambandsins og réð þar einn öllu. Þá var ekki
hægt að neita hlutdeild hans í Alþjóðasambandinu,
270