Samvinnan - 01.11.1946, Blaðsíða 31
9. HEFTI
SAMVINNAN
lenti allt í þrætum. Loks ákváðu þeir að hver og einn
skyldi kaupa eins mikið land og hann gæti. Aðalsfrúin
samþykkti þetta einnig. Nokkru síðar frétti Pakhom
að nábúi hans hafði keypt 60 ekrur og að aðalsfrúin
hefði samþykkt að lofa honum að greiða helming
verðsins á tveim árum.
Pakhom gerðist nú öfundsjúkur. Þeir kaupa allt
landið hugsaði hann, en ég fæ ekkert. Svo ræddi
hann málið við konu sína. „Allir kaupa“, sagði hann,
„við verðum einnig að kaupa 30 ekrur, við megum til“.
Ella mun óðalsbóndinn rýja okkur inn að skyrtunni
með sífelldum skaðabótum. Þau fóru nú áð athuga
efnahag sinn, og komust að raun um, að þau áttu
100 rúblur. Svo seldu þau folaldið sitt, og helming
býflugnanna. Auk þess lánuðu þau son sinn í vinnu,
og fengu á þennan hátt peninga fyrir hálfu land-
verðinu.
Þegar Pakhom hafði þannig peningana í höndun-
um valdi hann sér 50 ekrur, en sumt af því var skóg-
lendi. Síðan hélt hann á fund aðalsfrúarinnar til
þess að gjöra samninginn, og urðu þau ásátt um efni
hans, og Pakhom greiddi nokkra upphæð til að festa
kaupin. Síðan fóru þau til borgarinnar og fengu samn-
inginn gjörðan, og Pakhom greiddi helming verðsins
og lofaði að greiða afganginn á tveimur árum.
Svo byrjaði Pakhom að búa á sínu eigin landi. Hann
fékk lánað sáðkorn, og sáði í nýja akra og fékk mikla
uppskeru.
Á einu ári borgafei hann allar skuldir, bæði aðals-
frúnni og mági sínum. Hann var orðinn jarðeigandi.
Hann plægði og sáði jörð sína, og beitti gripum sín-
um, á sitt eigið graslendi, og sló sitt eigið hey, og
feldi tré í sínum eigin skógi. Hvenær sem hann gekk
út að plægja jörðina, sem nú var hans eigin eign,
oða til að líta eftir ökrum og engi, fylltist hjarta hans
aí gleði. Honurn fannst grös og blóm á sínu landi,
ólík þeim sem uxu á landi nábúans. Áður fyrr, þegar
svo vildi til, að hann átti leið um þetta landsvæði,
hafði hann ekki séð neitt frábrugðið við það, en nú
var það alveg óvenjulegt, og ólíkt öllu öðru í hans
augum.
III.
Þannig leið tíminn, og Pakhom var hamingjusam-
ur> og allt hefði leikið í lyndi, ef bændurnir hefðu
ekki byrjað að sýna honum yfirgang með því, að
beita akra hans og engi. Hann kvartaði, og varaði
Þá við aftur og aftur, en ekkert dugði. Einn daginn
létu nautahirðarnir gripina vaða um engið. Næstu
nótt brutust hestarnir út úr girðingunni, og tróðu
niður hveitið. Pakhom rak gripina burtu hvað eftir
anhað án þess að leita réttar síns, en að síðustu
þreyttist hann á þessu, og hélt á fund héraðsdómar-
ans og kvartaði. Hann vissi að bændurnir veittu hon-
um ekki þennan átroðning af ásettu ráði, heldur
vegna þess að þeir höfðu of lítið landrými. En hann
hugsaði með sér. „Ég get ekki látið þetta viðgangast,
því þetta endar með því, að þeir eyðileggja fyrir mér
jörðina. Þeir þurfa að fá áminningu.
Svo kærði hann þá fyrir héraðsdómaranum, og
nokkrum bændum var stefnt, og þeir dæmdir til að
greiða skaðabætur. Þá urðu bændurnir reiðir, og fóru
nú að áreita Pakhom af ásettu ráði. Einn þeirra fór
að nóttu til í skóg hans, og feldi tólf linditré fyrir
honum, flysjaði af þeim börkinn til þess að gjöra úr
þeim skó. Næst þegar Pakhom átti leið urn skóginn,
sá hann birtu á milli trj ánna á einum stað. Hann
gekk þangað og sá þá hin föllnu tré liggja á jörð-
inni, og höggna trjástofna standa upp á milli þeirra.
„Hefði óþokkinn skilið eitt tré eftir í hverjum klasa,
og höggvið aðeins þau yztu“, hugsaði hann með sér. En
það var öðru nær, trén voru öll höggvin á einum stað.
Pakhom var hamslaus af reiði. Ó, hugsaði hann.
Ef ég aðeins gæti vitað hver hefir gjört þetta, skyldi
sá hinn sami fá makleg málagjöld. Hann braut heil-
ann. Hver gat þetta verið? Það hlýtur að vera Símon,
sagði hann við sjálfan sig að lokum, það er enginn
annar en hann.
Svo flýtti hann sér heim til Símonar, og horfði
þar í hvern krók og kima, en sá hvergi börk, en
reifst svo við Símon út af engu. Eftir þetta var hann
ennþá vissari en áður, um að hann hefði framið
verknaðinn. Hann hélt því rakleitt til dómarans.
Símon var yfirheyrður aftur og aftur, en að lokum
var hann sýknaður, því engar sannanir fengust.
Pakhom var nú reiðari en nokkurn tíma áður, og
skammaði bæði dómarana og ráðamenn þorpsins.
„Þið haldið hlífiskyldi yfir þjófum,“ sagði hann.
„Ef þið væruð heiðarlegir sjálfir, munduð þið ekki
sýkna þá.“ Þannig skammaði Pakhom dómarann og
þráttaði við nábúa sína, en þeir síðarnefndu hótuðu
jafnvel að kveikja í húsi hans og skógi. Það var
rýmra um Pakhom en áður á býli hans, en samt var
þrengra um hann í heiminum.
Um þetta leyti heyrðist sagt, að fólk væri aö taka
sig upp, og nema ný landsvæði. Pakhom hugsaði
með sér: Ég kæri mig nú ekki um að yfirgefa jörð
mína, en ef einhverjir flytja burt, yrði rýmra um
mig hérna.
En dag nokkurn er Pakhom var heima hjá sér,
bar þar að garði ferðalang. Honum var borinn mat-
ur, og gisti hann þar um nóttina. Hjónin spurðu
hann tíðinda, og hvaðan hann kæmi. Bóndinn kvaðst
koma sunnan að — frá Volgu, þar sem hann hefði
263