Samvinnan


Samvinnan - 01.11.1946, Blaðsíða 24

Samvinnan - 01.11.1946, Blaðsíða 24
SAMVINNAN 9. HEFTI skammvinn og skorti hann þó hvorki gáfur, lærdóm eða smekk. Auk þess lagði Gísli fram alla krafta sína til að ná sem beztum og mestum árangri. Slík dæmi mættu gjarnan verða til að sannfæra menn, sem vantar brageyra, rímlist, skapandi afl og menntun, um að þeir eigi lítið erindi á þing hina ódauðlegu skálda. Helgafell hefur nú lokið við að gefa út hina þrí- skiptu skáldsögu Halldórs Kiljans Laxness um Jón Hreggviðsson og frúna í Bræðratungu. í næstsíðasta bindi skildi skáldið við frúna í Almannagjá á Þing- völlum. Hafði hún fyrir rás viðburðanna íklæðzt lúsugum fatagörmum, sem dæmdar glæpakonur höfðu verið í. Frúin leit yfir gjána og fann þar bónda sinn, Magnús í Bræðratungu, dæmdan frá æru og eignum, rifinn og tættan, barinn og blóðugan og herfilega leikinn á allan hátt. Þriðja bmdið er lokasteinn í þessari byggingu. Þar er sagt frá dauða Magnúsar í Bræðratungu í skurði einum úti í Kaupmannahöfn, og frá margháttuðum eftirmálum. Er þar tilefnislaus samsetningur um, að Þjóðverjar hafi verið í þann veginn að kaupa landið og setja íslenzkan fræðimann til landgæzlu. Margt er í þessu bindi af annarlegum frásögnum og ótrúleg- um. Lýkur söguni svo, að frúin í Bræðratungu giftist prestvígðum manni, sem hún fyrirlítur, og hefja þau brúðkaupsferð innanlands á svörtum hestum. Túlkar sá útbúnaður réttilega innihald og anda þessa skáld- verks. Halldór Kiljan Laxness hefur valið sér að söguefni hið hörmulega tímabil um 1700, þegar drepsóttir og óáran herjuðu landið ægilega. Höf. vill lýsa niður- lægingu landsins og leitast við að skrifa bókina á því hrognamáli, sem honum þykir sennilegt að hafi verið talað þá. Viðburðirnir eru svo að segja allir sorglegir og með fullkomnum ömurleikablæ. Lesandanum verð- ur ósjálfrátt að spyrja: „Hvers vegna þarf að færa söguhetjurnar í þessar umbúðir? Hvers vegna allar þessar hörmungar, pestir, fátækt, kúgun, ölæði og hrognamál?“ Að líkindum er svarið einfalt. Halldór Kiljan Laxness er bæði skáld og kommúnisti. Hann er fæddur skáld, en hefur vanið sig á byltingartrú Rússa eins og hann hafði áður vanið sig á hinar þrautfjötruðu kennisetningar kaþólsku kirkjunnar. Vegna flokksstefnunnar þarf hann að lýsa íslandi og íslenzku þjóðinni sem ömurlegast.Því meiri sem eymd- in er hér á landi, bæði í fortíð og nútíð, því meiri á- stæðu mun Laxness telja til að þjóðin verði í fyll- ingu tímans frelsuð eins og Eystrasaltsríkin, til að nefna alþekkt dæmi um frelsisathafnir kommún- ista á leikvelli heimsmálanna. En sem betur fer, gæg- ist skáldið oft og mörgum sinnum út úr áróðurshamn- um. Svo er og um þrjár síðustu skáldsögur Halldórs Kiljans Laxness. Þar er ein persóna, sem er, ef svo mætti segja, sannur íslendingur og sönn kona. Það er frúin í Bræðratungu. Úr henni er ómögulegt að gera sameignarmanneskju. Hún myndi með engu móti þýðast flokksforskriftir þær, sem gera ráð fyrir, að í tíu heimila sameignarhverfi séu tíu giftar konur í forsvari fyrir búinu til skiptis. Frúin í Bræðratungu er hin eilíía, óumbreytanlega kona, sem stefnir að settu marki, hvort sem að höndum ber mótlæti eða meðlæti. Hún er hetja í veizlusölum sínum, þegar hún er seld bréflega, þegar hún vill vinna rangan eið á Þingvöllum, ef ættarskyldan krefst þess, þegar hún er í hisalörfum við Drekkingarhyl, og þegar hún ríður dökkum hesti í sorta vonleysisins. Síðan Halldór Kiljan Laxness varð pólitískur áróð- ursmaður, hefur hann verið háskalega tviskiptur. Skáldgáfa hans hefur ekki notið sín nema til hálfs fyrir þrákelkinni ásókn hans að opna íslenzka menn- ingu fyrir skipulagi, sem tilheyrir menningarstigi, sem liggur langt að baki nútímaþróun vestrænna þjóða. Skáldsagan um frúna í Bræðratungu hefði getað verið merkilegt bókmenntaafrek, ef hugleiðing- ar um augnabliksviðhorf í stjórnmálum hefðu ekki umkringt scguhetjuna með menningarmyndum, eins og þegar hún var seld í svínastíunni á Eyrarbakka. Mér þykir ekki hlýða að skilja svo við ritfregnir í þessu tímariti að minnast ekki á hina furðulegu út- gáfustarfsemi dýrtíðar- og peningaflóðsáranna. Ef menn hefðu áður verið í vafa um bókhneigð íslend- inga, þá er þar úr skorið. íslendingar hafa óvenjulega sterka hneigð til að vera rithöfundar og skáld, og til að eiga bækur og jafnvel að lesa þær. Það magn, sem gefið hefur verið út af bókum síðan almenningur fékk mikil fjárráð í sambandi við dýrtíð stríðsáranna, er alveg furðulegt, og ef miðað er við fólkstölu í land- inu, er útgáfustarfsemi hér á landi án fordæma, þótt miðað sé við allar aldir og allar þjóðir. Útgáfustarf- semi á stríðsárunum hefur verið einhver álitlegasti gróðavegur í landinu. Prentsmiðjum hefur fjölgað meir en nokkrum öðrum atvinnufyrirtækjum. Gömlu prentsmiðjurnar hafa misst marga af sínum beztu og reyndustu prenturum, því að þeim hafa verið boð- in gullgrafaralaun á nýjum stöðum. Hin mikla aukning á prentsmiðju-framleiðslu á íslandi sýnir eitt, og ekki nema eitt: Löngun þjóðar- innar til að rita og eiga bækur. Þetta ber vott um merkilega andlega eiginleika. Meðan þjóðin skapar og kaupir bækur, er hún ekki hættulega sokkin niður í andlega deyfð, eða sálarlaust matarstrit. Hitt væri aftur á móti algerlega órökstutt, að gera ráð fyrir, að hin skapandi bókmenntagáfa landsmanna væri um 256

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.