Samvinnan


Samvinnan - 01.11.1946, Blaðsíða 28

Samvinnan - 01.11.1946, Blaðsíða 28
SAMVINNAN 9. HEFTI kaupmanninum nokkur fjárhæð, sem kallast gróði og er persónuleg eign hans. Ef velta kaupfélagsins er á- líka stór og viðskipti kaupmannsins, má gera ráð fyrir, að þar sé líka afgangs jafn há upphæð og gróði kaup- mannsins. Þessi fjárhæð heitir á máli samvinnulag- anna tekjuafgangur. Sú fjárhæð er ekki eign kaup- stjórans, ekki eign kaupfélagsins, heldur er það of- borgað fé, sem allir félagsmenn eiga inni í kaupfé- laginu frá ársviðskiptum. Segjum, að gróði kaup- mannsins hafi verið 300 þús. kr. og tekjuafgangur fé- lagsins jafn há upphæð. Segjum að félagsmenn hafi verið 3000. Þá skiptast þessar þrjú hundruð þúsund krónur milli félagsmanna eftir magni viðskiptanna. En til að gera dæmið einfaldara, má hugsa sér að upp- hæðinni væri skipt í 3000 jafna hluti, og er þá eign hvers félagsmanns 100 kr. Má nú sjá, jafnvel við laus- legustu athugun, að ef lagður er hækkandi gróða- skattur á báðar fjárhæðirnar, þá kemur fram aug- ljóst ranglæti. Hver smáeign hinna 3000 félagsmanna verður tiltölulega fyrir jafnmiklum frádrætti í skatti, eins og jafnstór upphæð í hinum mikla gróða kaup- mannsins. En þar að auki er eign kaupmannsins ann- ars eðlis heldur en geymslufé félagsmanna í kaupfé- lagi. Kaupmaðurinn hefur fengið gróða sinn af skipt- um við mörg þúsund menn, sem verzlað hafa í búð hans. Gróði kaupmannsins er aðfluttur frá öðrum í sambandi við skipulag verzlunarinnar. En 100 kr. hlut- ur félagsmannsins er ekki fenginn með skiptum við nokkurn annan mann, heldur er þessi fjárhæð of- borguð upphæð frá honum sjálfum, en hefur legið nokkrar vikur eða mánuði sem eins konar geymslufé í kaupfélaginu. Tekjuafgangur af félagsmannaskiptum í kaupfélagi er þess vegna gerólíkur gróða kaup- mannsins, og með öllu hugsunarrangt, að skatta tekjuafgang, sem myndazt af skiptum félagsmanna við þeirra eigið félag eins og gróða einstakra manna í einkafyrirtækjum. Tekjuafgangurinn er bráðabirgða- geymslufé margra einstaklinga, séreign þeirra, hluti af áðurfengnum tekjum þeirra. Tekjuafgangur fé- lagsmanna í þeirra eigin kaupfélagi er jafn fjarlæg- ur gróða einstakra manna, eins og austrið er langt frá vestrinu. Víkjum nú aftur að uppruna kaupfélaganna í Roch- dale fyrir rúmlega hundrað árum. Fyrir félagsmönn- um vakti að leggja til hliðar af tekjum hvers félags- manns þá upphæð, sem annars myndi hafa skapað á- kveðið gróðamagn í eigu tiltekinna kaupmanna. Með þessu samsafnaða geymslufé ætluðu vefararnir að gerbreyta kjörum mannkynsins til betri vegar. Þeir ætluðu að skipta tekjuafganginum í tvennt, eftir sam- komulagi á hverjum stað. Nokkurn hluta tekjuaf- gangsins ætluðu þeir að greiða aftur til félagsmanna, svo að þeir gætu bætt lífskjör sín og sinna. Fjárhæð hvers félagsmanns miðaðist við verzlunarmagn hans í félaginu það ár. Hér var um að ræða geymslufé, og allir vissu, hvað hverjum félagsmanni bar í sinn hlut, En nokkurn hluta tekjuafgangsins ætluðu vefararnir að láta verða eftir í félaginu, undir ýmsum formum, í því sem nú mætti kalla framkvæmdasjóð. Fyrir það fé átti félagið að kaupa lönd og lóðir, skip og vagna, reisa verksmiðjur og hús handa félagsmönnum o. s. frv. Hér var um að ræða nýja og glæsilega hugsun. Hún byggðist ekki á því, að efnaminni stéttirnar gerðu blóðuga byltingu og herhlaup á hendur þeim, sem áttu séreign sem um munaði. Samvinnuforkólfarnir í Rochdale létu þá dauðu grafa sína dauðu. Þeir réðust ekki á eignir annarra. En þeir byrjuðu nýtt skipulag, þar sem það fjármagn, sem annars myndar gróða ein- stakra manna af verzlun, hverfur að sumu leyti beint i sjóð sinna réttu eigenda, en rennur að öðru leyti til sameiginlegra þarfa til almennra umbóta á kjörum fólks, sem annars yrði að njóta fyrirgreiðslu af skött- um almennings. Ég vil nefna tvö dæmi af ótal mörgum, sem sýna svo, að ekki verður á móti mælt, hina þjóðhagsbæt- andi starfsemi samvinnufélaganna, af því að þau gera tvennt . einu: Bæta fjárhag efnaminni stéttanna, með því að skila þeim árlega nokkru af því fé, sem annars myndaði verzlunargróða einstakra manna, og þá ekki síður að hrinda áleiðis almennum fram- kvæmdum til menningarbóta í landinu. Ég vil fyrst víkja að gistihússmálinu. Á öllu landinu eru ekki til nema tvö gistihús, sem þola samanburð við eriend fyrirtæki af sama tagi. Það eru Hótel Borg og Hótel Kea. Hótel Borg varð til fyrir hugsjón, dirfsku og þjóðrækni eins áhugamanns, Jóhannesar Jósefssonar. Hótel Kea á Akureyri er byggt fyrir brot af tekjuaf- gangi félagsmanna í Kaupfélagi Eyfirðinga. Alstaðar annars staðar hefur skort fé og heppilega aðstöðu til að koma á fót viðunandi gistihúsum. Einstaklings- framtakið telur sér ekki fært að ráða fram úr þessu vandamáli. Kaupfélögin geta fremur öllum öðrum að- ilum í landinu reist og starfrækt góð gistihús, ef þau fá að nota tekjuafgang af verzlun félagsmanna til annars en að greiða skatta. Eitt af yngstu en stærstu kaupfélögum landsins er félagið á Selfossi. Það hefur komið á stórverzlun við Ölfusárbrú, skipulagt sam- göngur um allt Suðurland og frá Selfossi til Reykja- víkur, og hefur í því skyni um 40 bifreiðar til þessara flutninga. Það hefur stofnað og starfrækt eina stóra verkstæðið á landinu, sem er miðað við þarfir sveita- manna um aðgerð á búvélum. Félagið hefur auk þess komið á fót bezta ullarþvottahúsi, sem hér er til, bar- izt með góðum árangri fyrir hafnargerð í Þorláks- 260

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.