Samvinnan


Samvinnan - 01.11.1946, Blaðsíða 15

Samvinnan - 01.11.1946, Blaðsíða 15
9. HEFTI SAMVINNAN eru að verki mennirnir, sem leiða munu nýtt stríð °g nýja ógæfu yfir mannkynið. Væri Rússum sýnd íull festa og aldrei slegið undan fyrir heimsveldis- kröfum þeirra mundi ástandið vera annað í veröld vorri en það er nú. Hvert sem litið er blasir ömurleikinn við. í Kína hefir nú öllum tilraunum til að afstýra borgarastyrjöld verið hætt, og nú er hafin þar borg- arastyrjöld milli tveggja innlendra 'stjórna, annarri stýrir Cang Kai-Shék en hinni kommúnistar. Rússar ieggja kommúnistahernum allt það er þeir geta og láta blöð sín um heim allan og áróðursverkfæri sví- virða baráttu Chang Kai-Shéks. Bandaríkin slá und- an og hafa nú kvatt heim sendimann sinn hjá Kín- verjum og flytja sem óðast liðstyrk sinn frá Kína. Það er eins og þeir sem þarna stjórna séu slegnir blindu. Þeir virðast halda að við kommúnista sé hægt að semja. En Kína er ekki fyrsta landið sem Eng- ilsaxar afhenda kommúnistunum síðan „friðurinn“ var saminn. Þegar þau öfl hafa gefizt upp í Kína, sem vilja vinna með hinum vestrænu þjóðum, munu kommúnistarnir ná þar algjörum yfirráðum og þá fyrst verður tilveru Bandaríkjanna ógnað fyrir al- vöru. í Indlandi geisar borgarastyrjöld þó reynt sé að gera sem minnst úr því. Mörg hundruð manns eru drepnir þar á hverri viku. Múhameðstrúarmenn bíða átekta en undirbúa í kyrrþey sókn sína á hendur þjóðþings- flokknum. Bretar tvístíga og vilja hvorugan af sér brjóta Nehru eða Jinna. Rússar bíða á bakvið. Þegar Sretar loks taka afstöðu leita hinir til Rússa. Taki Bretar afstöðu með Nehru og þjóðþingsflokknum, sem nokkrar líkur eru til að þeir geri, munu Múhameðs- frúarmenn gera bandalag við Rússa og hleypa af stað borgarastyrjöid, sem snýst um stofnun Pakistan, hins nýja ríkis er þeir vilja stofna í Indlandi. Bretar eiga hér úr vöndu að ráða því slík afstaða myndi sameina afia Múhameðstrúarmenn í löndunum fyrir botni Miðjarðarhafs í eitt bandalag gegn Bretum og þá hefðu Rússar eignazt þar nýjan og öflugan banda- mann þar sem Múhameðstrúarmannaríki þessi eru. Taki Bretar hins vegar þann kostinn að styðja Múhameðstrúarmenn verða þeir að skipta Indlandi og þá þýðir það borgarastyrjöld af hálfu Hindúa og það sem verst er fyrir Breta í því sambandi, a® þá mundi þjóðþingið indverska lýsa yfir fullum skilnaði við Bretland. Upp úr þessum potti á eftir að s3óða betur áður en langt um líður. I Palestínu ríkir ógnaröld. Mönnum er rænt og hernaðarástand ríkir í höfuðborginni Jerúsalem og fleiri borgum þess lands. Ólöglegir innflytjendur flykkjast til landsins og á bak við þann innflutning stendur „vel skipulagður félagsskapur sem ræður yfir nógu fjármagni.“ Flóttamennirnir koma frá lepp- ríkjum Rússa og er safnað saman í höfnum Frakk- lands, Ítalíu og Júgóslavíu. Hinn eiginlega sökudólg — ráðamennina í Rússlandi — má ekki nefna í þessu sambandi, þó vita það allir að b^k við þenn- an innflutning standa Rússar, til þess eins að skapa sem mest öngþveiti umhverfis Miðjarðarhafið. Auð- vitað endar þetta á þann hátt að Rússar fá hern- aðarbækistöðvar við Miðjarðarhaf og þá er þeirra tilgangi náð í bili. Egiptaland sem Bretar hafa verndað og gætt um nærfellt eina öld og hafið upp úr niðurlægingu og lítilsvirðingu er sem óðast að snúast gegn þeim og hverfa í náið samband við Rússa. Allar þessar þjóðir vita, að í kröfum sínum á hendur Bretum eiga þær öruggan stuðningsmann þar sem Sovétríkin eru. Bret- ar hafa veitt þessum ríkjum öllum vernd og haldið uppi innanlands friði — oft með harðri hendi og vopnavaldi. Nú er þeir hverfa á brott munu þar brjót- ast út blóðugar byltingar unz fulltrúar Rússa hafa náð yfirráðum í löndunum og ný ógnaröld hefst þar undir stjórn Rússa, líkt og nú er í þeim löndum Evrópu sem Rússar hafa „frelsað“ undan fasisman- um. í Evrópu er ástandið ekki síður alvarlegt. Komm- únistar eru orðnir stærsti stjórnmálaflokkur Frakk- lands og Ítalíu og á Spáni bíða þeir tækifæris að ná völdum úr höndum Franco fasistahöfðingja. í hinum „rómverska heimi“ getur því kommúnism- inn náð algjörum yfirráðum hvenær sem Rússar gefa fyrirskipun um að „hefja byltinguna.“ Stefnuleysi Breta og Bandaríkjamanna og undan- látlátssemi þeirra á öllum sviðum fyrir Rússum, hefir leitt til þess að flest allar þjóðir í austur- hluta Evrópu hafa leitað skjóls undir verndar- væng Rússa. — Er ástandið í veröldinni ekki ólíkt því sem stundum verður á knæpum í stór- borgum þar sem tveim kraftajötnum lepdir saman, að hinir hálfdrukknu aumingjar leita skjóls að baki þeim, sem sterkari sýnist til þess að reyna að bjarga eigin skinni. Vesturveldin hafa nú þegar kastað eftir- töldum Evrópuríkjum í gin hins rússneskja bjarndýrs: Póllandi, Finnlandi (sem ætlar að berjast með Rúss- um að eigin sögn), Búlgaríu, Tékkóslóvakíu og Rúm- eníú. Áður voru gleypt með samþykki Hitlers „sáluga," Eistland, Lettland og Litháen. Öllum þessum ríkjum var lofað frelsi á ráðstefnum hinna „þriggja stóru“. Frelsið sem þau hafa fengið er hræðslu frelsi aumingjans, sem ímyndar sér að 247

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.