Samvinnan


Samvinnan - 01.11.1946, Blaðsíða 12

Samvinnan - 01.11.1946, Blaðsíða 12
SAMVINNAN 9. HEFTI stæða til að kynna öðrum þjóðum glímuna. Lagði hann af stað í eins konar víkingaferð, sem varð síð- ar bæði löng og viðburðarík. í fyrstu ferðina fékk hann með sér tvo unga glímumenn: Aðalstein Krist- insson og Pétur Sigfússon frá Halldórsstöðum í Reykjadal. Þóttu Jóhannesi þessir tveir ungu menn bera af öðrum um mjúkleika og snilld í glímunni. Fóru þessir þrír leiknautar víða um lönd og sýndu íslenzka glímu sem íþrótt í mörgum helztu borgum Norðurálfunnar. Höfðu íslenzkir menn ekki þreytt glímuíþróttina í öðrum löndum síðan í fornöld. Nokkru síðar skildi leiðir. Aðalsteinn og Pétur hurfu heim til íslands til að taka þar þá þegar þátt í lífs- baráttunni, en Jóhannes hélt áfram íþróttasýningum sínum lengi og vel í fjölmennustu stórborgum menn- ingarlandanna. Þegar Aðaisteinn kom heim, gerðist hann verzlun- armaður. Til þess hafði hann ágæta hæfileika. Hann var að eðlisfari mikill smekkmaður. Hann gerði öll verk fallega. Hann var listaskrifari, ágætur bókfærslu- maður, hafði hvern hlut þar sem hann var bezt kominn, og lét sér aldrei nægja annað en að sækjast eftir að hafa á boðstólum þá vöru, sem bezt var. Hann fékk síðar óvenjulegt tækifæri til að nota þessa yfirburði sína. Hallgrímur Kristinsson, elzti bróðir Að- alsteins, var um þessar mundir að gerbreyta hinu gamla pöntunarfélagi Eyfirðinga í nútíma kaupfélag. Aðalsteinn var stundum að starfi með bróður sínum, og fékk þá strax mikið orð á sig fyrir margháttaða yfirburði sem verzlunarmaður. Nathan & Olsen voru á þessum árum einna tilþrifamestir í hópi stórkaup- manna hér á landi. Þeir vildu stofnsetja deild á Akur- eyri og buðu Aðalsteini Kristinssyni forstöðuna. Hann tók því boði og stýrði fjölbreyttri heildsölu á Akureyri árin 1913—1920. Varð þessi heildsala á Akur- eyri vinsæl og vel metin, bæði fyrir verkhyggni og framkomu starfsmanna og fyrir vörugæði og góð skil gagnvart öllum viðskiptavinum. Þessi ár í þjónustu Nathan &: Olsen urðu Aðalsteini Kristinssyni heppi- legur æfingartími fyrir hið eiginlega ævistarf. Hall- grímur Kristinsson varð erindreki samvinnufélag- anna og setti á stofn skrifstofu í Kaupmannahöfn vorið 1914, fáum vikum áður en styrjöldin mikla skall á. En þegar Þjóðverjar hófu hinn ótakmarkaða kaf- bátahernað, flutti Hallgrímur Kristinsson skrifstofu sína til Reykjavíkur í ársbyrjun 1917. Færðist Sam- bandið svo í aukana að furðu sætti. Hafði aldrei komið slíkur fjörkippur í íslenzka verzlun, og var sú hreyfing öll einhver þýðingarmesti þáttur í sjálf- stæðis- og viðreisnarbaráttu landsmanna. Þurfti mik- ils við um mannafla til að hafa undan aðkallandi þörfum þessa hraðvaxandi fyrirtækis. Hallgrímur Kristinsson fékk yngsta bróður sinn til starfa, og fór hann alfarinn í þjónustu Sambandsins vorið 1920. Beið hans þar aldarfjórðungs starf. Aðalsteinn Kristinsson hefði gjarnan viljað halda áfram að starfa í átthögunum. Honum þótti Eyja- fjörður jafnan fegurstur allra byggða. Þaðan hafði hann fengið konu sína Láru Pétursdóttur frá Æsu- stöðum. Höfðu þau stofnað myndar heimili á Akur- eyri og nefndu húsið Æsustaði eftir æskumeimili frú- arinnar. En nú var deildarstjóri Nathan & Olsen á Akureyri kvaddur til mikilvægra starfa í höfuðstaðnum. Hann átti að standa fyrir innkaupum á flestöllum þeim vörum, sem þarf að nota í íslenzkum heimilum, handa hálfri þjóðinni. Mjög var kært með þeim bræðrum, Hallgrími og Aðalsteini, þótt nokkur væri aldursmun- ur. Þeir höfðu erft frá móður sinni mikið fjör og hvatleik, snöggar, fallegar hreyfingar, skapandi afl og glaðværð, sem erfiði og sjúkleikur gátu ekki yfir- bugað. En frá föður sínum höfðu þeir bræður allir festuna, viljastyrkinn og skylduræknina, sem jafn- an dugði þeim í hverri raun. Aðalsteinn og Lára gleymdu ekki Æsustöðum á Ak- ureyri, þar sem sá yfir allan bæinn, fjörðinn og mikið af byggðinni fram til fjalla. Þau reistu sér nýtt heim- ili sunnan og vestanvert í hæstu hæðinni í Reykjavík. Þaðan er víðsýnt í sólarátt. Nýja heimilið var rúm- gott, vandað og gætti fullkomins smekks í hvívetna. Garður stór með grasvöllum og margbreyttum trjá- gróðri umkringdi húsið. Þrátt fyrir miklar annir var Aðalsteinn sívinnandi á kvöldin í þessum garði, sem lengi mun bera góðan vitnisburð um landnámsfólk- ið úr Eyjafirði, sem gerði garð þann frægan. Aðalsteinn Kristinsson hóf sitt mikla starf fyrir sam- vinnufélögin á undarlegum og erfiðum tímamótum. Allan stríðstímann og fram á fyrsta friðarárið hafði verið hækkandi verðlag og batnandi efnahagur. Kaupgeta almennings var mikil, og ánægjulegt fyrir duglega verzlunarmenn að kaupa góðan og fjölbreytt- an varning og selja hann á sem skemmstum tíma. Á Akureyri hafði Aðalsteinn Kristinsson búið við þessi kjör. En svo að segja um leið og hann kom til Sam- bandsins breyttust skyndilega markaðshorfur og verzlunarkjör bæði úti í löndum og á íslandi. Undir stjórn Hallgríms Kristinssonar höfðu í stríðslokin og á fyrstu misserum friðartímans kaupfélög á Vestur-, Suður- og Austurlandi gengið inn í fylkingu með hin- um þrautreyndu norðlenzku samvinnumönnum. En flestöll þessi ungu félög áttu enga sjóði og höfðu litla reynslu við að starfrækja félagsverzlun. Vorið 1930 var geysihart. Fannfergi lá yfir byggðum langt fram á vor. Erlenda varan var rándýr, en um haustið voru 244

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.