Samvinnan


Samvinnan - 01.11.1946, Blaðsíða 3

Samvinnan - 01.11.1946, Blaðsíða 3
SAMVINNAN 9. liefti NÓVEMBEU 1946 XE. árg. JÓNAS JÓNSSON: Dægurmál Islenzka samvinnuhreyfingin stendur nú á vega- hiótum. Hún hefur fest rætur hvarvetna í landinu. Nú er kaupfélag við hverja höfn, og flestöll þessi fé- lög hafa me,ð sér samband. Þetta samband kaupir inn °g selur vörur fyrir meir en helming þjóðarinnar. Auk þess hafa samvinnumenn með höndum stórfelld- an iðnað, næstum alla sameiginlega mjóllturiðju, kjötiðnaðinn, verksmiðju til að gera margháttuð fataefni og skó á landsmenn. Auk þess hafa sam- vinnumenn beitt sér fyrir ýmiss konar félagsfram- kvæmdum við flutninga á sjó og landi, starfrækja við- gerðarverkstæði, frystihús o. m. fl. Þróun samvinnu- stefnunnar hefur verið óslitin síðan um 1870. Og sú byrjun, sem þá var hafin, var beinlínis fyrir áeggjan °g hvatningu frá Jóni Sigurðssyni forseta. Á þeim rúmlega 70 árum, sem liðin eru síðan Tryggvi Gunn- arsson og Pétur Eggerz hófu fána samvinnunnar fyrst á loft hér á landi, hafa samvinnumenn mætt margs konar andófi, sífellt í nýjum myndum. Fyrst voru dönsku kaupmennirnir innan lands og utan aðaland- stæðingarnir. Þar næst komu margir íslenzkir kaup- menn og þeirra fylgilið. Þeir vildu erfa Dani en ekki láta verzlunina lenda í höndum fólksins sjálfs. Sókn Kr. 1922 var næsta átakið frá hálfu íslenzku verzlunarstéttarinnar. Þá komu kommúnistar til leiks á þessum vettvangi 1942. Gerðu þeir flokkslega ályktun um, að þeir vildu kljúfa samvinnufélögin eftir stéttum, og töldu þeir skipti í þrennt einna á- utiegust. Fyrir og um áramótin 1946—1947 hefur sami flokkur sótt á að þjóðnýta alla kaupmannaverzlun, en þá vildu kaupmenn bjóða betur og láta leggja kaupmenn og kaupfélög í sömu gröf. Það er aikunn- ugt, að einræðisflokkar erlendis og þar á meðal vald- Aafar Rússlands þola ekki frjáls kaupfélög og láta einoka alla verzlun, þar sem veldi þeirra nær til. Það er þess vegna sennilegt, að ef nokkur aðili byrjar stór- felldan ófrið hér á landi við samvinnumenn, þá verði það kommúnistar, með því að fyrir þeim er stefnu- skráaratriði, að öll atvinna í landinu sé starfrækt af ríkinu. Má þess vegna búast við að á komandi árum verði, ef til vill, harðari barátta við kommúnista um tilveru samvinnuhreyfingarinnar, heldur en áður var við kaupmenn. Kaupfélög og kaupmenn. Ef landsverzlunarstefnunni vex fiskur um hrygg, verður sú þróun til þess að gera kaupfélög og kaup- menn að eins konar bandamönnum á takmörkuðu sviði. Kom þetta glögglega fram bak við tjöldin nú í vetur, þegar skynsamir samvinnumenn og hyggnir kaupmenn sáu, að þeir urðu að snúa bökum saman móti andstæðingi, sem vildi báða feiga. Uggur um vax- andi ríkisverzlun getur leitt til sameiginlegrar varnar frá samkeppnis- og samvinnumönnum. En um flest önnur viðskiptamálefni mun samkeppni milli kaup- manna og kaupfélaga haldast og vera eðlileg og ó- hjákvæmileg. Nú skipta kaupmenn og kaupfélög verzl- uninni milli sín og hafa báðir aðilar sterka aðstöðu og gæta hófs um meiriháttar deilur. En þó að friður sé á yfirborðinu, lifir samkeppnin um verzlunar- magnið og verzlunarveltuna. Þar koma fram beztu kostir samkeppninnar. Þar reynir á, hvor aðilinn er snjallari að kaupa og selja, hvor hefur betri vörur, betra verð og betri starfsskilyrði við verzlun. Sam- keppni um verzlun veldur því, að stöðugt er unnið að því að bæta húsakynni þau, sem notuð eru við verzl- unina. Kaupfélög og kaupmenn keppa um að taka í notkun sem allra bezt tæki og sem fullkomnasta tækni Er nú mikill munur á snyrtileik búðanna, gæðum varanna og kurteisi starfsfólksins, ef miðað er við á- standið fyrir 50—60 árum, þegar dönsku verzlanirnar byrjuðu að lækka seglin. Sambandið hefur nú í þjón- 235

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.