Samvinnan - 01.11.1946, Blaðsíða 35
9. HEPTI
SAMVINNAN
stönzuðu á hæð nokkurri, og stigu af baki og fóru
út úr vögnunum, og söfnuðust í hóp efst á hæðinni.
Höfðinginn gekk til Pakhoms og benti með hendinni
út yfir sléttuna og sagði. „Allt þetta eigum við eins
langt og séð verður. Veldu það sem þér þóknast."
Augu Pakhoms ljómuðu af gleði. Þetta land var
ein marflöt grasslétta, dökkleit eins og valmúafræ,
°S í dældum náði grasið manni í geirvörtu. Höfðing-
inn tók húfuna ofan, og lagði hana á jörðina. „Sjáðu,“
sagði hann. „Þetta höfum við fyrir merki. Leggðu af
stað héðan, og komdu svo hingað aftur, og allt sem
gengur umhverfis, verður þitt.“
Pakhom tók upp hina umsömdu peningaupphæð,
°g lét þá í húfuna. Síðan fór hann úr yfirhöfninni,
gyrti að sér beltið, stakk böggli með nokkrum brauð-
sneiðum í barm sér, og vatnspela í vasa sinn, bretti
UPP stígvélunum, tók skófluna í hönd sér, og var þá
tilbúinn að leggja af stað. Hann beið, og gat ekki
ákveðið hvaða stefnu skyldi taka. Það var sama
hver var, þær voru allar jafngóðar.
„Það er alveg sama,“ hugsaði hann. Ég geng bara
beint á móti sólarupprásinni.
Að svo mæltu sneri hann sér í átt til sólar,' og
teygði úr sér, og beið eftir fyrstu geislum hennar.
Eg má ekki tapa sekúndu, hugsaði hann, því það er
auðveldara að ganga meðan svalt er.
A sama augnabliki og fyrstu sólargeislarnir skinu
yfir sléttuna, sveiflaði Pakhom skóflunni á öxl sér,
°g hélt niður hæðina.
í fyrstu gekk Pakhom hæfilega hratt. Þegar hann
hafði gengið % úr mílu, gróf hann holu, og hrúgaði
UPP moldinni til að merkja staðinn. Síðan hélt hann
áfram. Smá saman lengdi hann skrefin, og hraðinn
óx. Eftir nokkra stund gróf hann aðra holu, og svo
Þannig koll af kolli. Allt í einu leit hann til baka.
Hóllinn sást greinilega, og mennirnir sem stóðu á
honum, og vagnhjólin glömpuðu í sólskininu.
Pakhom reiknaðist til að hann hefði nú gengið
rúmar þrjár mílur. Honum var nú farið að verða
heitt, og fór því úr stakknum og setti hann á öxl sér
°g hélt áfram. Eftir nokkurn tíma leit hann upp, og
horfði til sólar, og sá að kominn var morgunverðar-
tími.
Pjórði partur dagsins er liðinn, hugsaði hann, en
Þrír fjórðu partar eru eftir. Ennþá er of snemmt að
heygja. Ég ætla heldur að fara úr stígvélunum. Hann
settist niður, og færði sig úr þeim, festi þau undir
helti sér, og hélt áfram.
Nú er létt að ganga, hugsaði hann með sér. Ég
geng beint áfram þrjár mílur í viðbót, og þá sný ég
til vinstri. „Þetta er svo indælt land, að ég á erfitt
Weð að slíta mig frá því, og því lengra sem ég geng,
því betra verður það.“ Hann þrammaði áfram löng-
um skrefum. Loks sneri hann við og leit í áttina til
hólsins. Hann sá hann varla, og mennirnir þar sýnd-
ust ekki stærri en maurar, og það var rétt hægt að
greina glampann af vagnhjólunum. Gott og vel,
hugsaði Pakhom. Þetta er nú nægilegt í þessa átt-
ina, nú er bezt að beigja til vinstri, ég er orðinn
heitur og þyrstur.
Því næst grefur hann væna holu, hrúgar upp gras-
sverðinum, tekur upp vatnspelann og drekkur, og
heldur svo af stað aftur og beygir þvert til vinstri.
Og áfram þrammar hann, grasið verður hærra og
hitinn er mjög mikill. Hann er farinn að finna til
þreytu. Hann lítur upp til sólar, og sér að nú er
komið um hádegi.
Ég ætla að fá mér ofurlitla hvíld, hugsaði hann.
Hann sezt niður, og borðar svolítið af brauði, og
drekkur dálítið vatn, en hann þorir ekki að halla sér
útaf. Ef ég gjöri það sofna ég óðar, hugsaði hann.
Hann hvílir sig dálitla stund, en heldur síðan áfram
leið sína.
Fyrst gengur hann léttilega, maturinn hefir styrkt
hann, en nú er að verða mjög heitt, og hann er að
verða bæði þreyttur og syfjaður. Og ennþá heldur
hann áfram og hugsar með sér. Þetta er aðeins stund-
arþjáning: Lífið brosir líka við mér á eftir.
Hann gengur nú beint áfram langan spöl, og ein-
mitt þegar hann ætlar að fara að snúa til vinstri, sér
hann beint fyrir framan sig raka dæld. Það væri
synd að skilja þetta land eftir, hugsaði hann. Hör
myndi spretta bærilega hérna. Hann gengur því fyrir
dældina, grefur þar holu, og beygir þar í annað sinn.
Ennþá horfir hann í áttina til hólsins. Tíbráin
iðar, og hann getur tæplega greint mennina efst á
hólnum vegna hitamóðu. Gott og vel, hugsar hann,
ég hefi gjört þessar tvær hliðar of langar, en þessi
verður að vera styttri.
Nú herðir hann gönguna eins og hann getur. Þeg-
ar hann lítur til sólar, sér hann að komið er fram
yfir nón, og að hann hefir aðeins gengið rúma mílu
af þriðju hliðinni, og að það eru um 10 mílur á
milli hans og hólsins.
Ég get ekki gengið lengra í þessa áttina, hugsar
hann. Landið mitt verður ekki rétthyrndur fer-
hyrningur, því nú verð ég að stefna beina leið á
hólinn, svo að ég hafi nógan tíma. Ég hefi líka orðið
alveg nóg land eins og er. Svo grefur hann holu,
beygir og stefnir beint á hæðina.
IX.
Honum er nú orðið erfitt um gang. Hann er kóf-
sveittur, og berir fæturnir eru skornir og rispaðir,
267