Samvinnan - 01.11.1946, Blaðsíða 19
9. HEFTI
SAMVINNAN
Og oft öll starfsár sín. En enginn annar erlendur
listamaður hefur nokkurn tíma sigrað Rómaborg.
Enginn annar útlendur myndhöggvari hefur hlotið
Þá viðurkenningu í borginni eilífu eins og hann.
Sigrar Thorvaldsens voru að vísu miklir, en þó ekki
skuggalausir. Hann var svo ógæfusamur að vera uppi
á þeirri öld, þegar menntaþjóðir Vesturlanda höfðu
tekið upp óskynsamlega aðdáun á fornöld Grikkja og
Rómverja. Þegar Frakkar hrundu konungsætt sinni
úr hásæti, gerðu þeir æðstu valdsmenn sína að kon-
súlum, eftir rómverskri fyrirmynd. Frakkar reistu
kirkju inni í Parísarborg eftir grísk-rómverskri hof-
fyrirmynd. í höggmyndalist vildu menn endurskapa
fegurðarhugsjón Periklesaraldarinnar. Þessir tízku-
fJ ötrar urðu Thorvaldsen til mikillar ógæfu. Mikið af
listaverkum hans er eins og Magðalenukirkjan, of
rnikið í fornaldarstíl. Andstæðingar Thorvaldsens
feggja stund á að sanna, að hann hafi skort frumlega
Sáfu. Þessi ásökun er að mestu leyti ástæðulaus.
Thorvaldsen hafði stórkostlega mikla skapandi orku.
Mjög oft sigldi hann á þeim leiðum fram með Grikk-
landsströndum, er nálega ætíð gætti í verkum hans
stórlega skapandi anda. Skírnarfonturinn í Reykja-
vík, sem hann sendi hinu fátæka föðurlandi Gott-
skálks Þorvaldssonar, er gott sýnishorn um snilld
myndhöggvarans og einfaldleik listgáfu hans. Skírn-
arfonturinn er teningslagað marmarastykki. Á hlið-
únum eru höggnar rismyndir úr nýja testamentinu,
en ofan á skírnarfontinum er fagurlega gerður
úlómhringur úr marmara. Ljónið í Luzern, sem Thor-
valdsen lét höggva í helíi í berginu til minningar
svissneska hermenn, sem féllu í frönsku bylt-
ihgunni, er ódauðlegt listaverk, fornnorrænt hetju-
^væði ort í stein. Brjóstmynd Napoleons keisara,
borin til flugs á arnarvængjum, er náttúrleg, ein-
falt og glæsilegt listaverk.
Útgefandi og höfundur þessarar ævisögu hafa gert
landinu stórmikið gagn með útgáfu þessarar bókar.
Úún er fræðandi og skemmtileg, og hún hitar íslend-
fhgum um hjartarætur, því að við lestur þessarar
öókar sannfærast þeir um, að maður af íslenzku bergi
örotinn og með íslenzka snilligáfu vann Rómaborg og
Sat Þar í hásæti höggmyndalistarinnar hálfa manns-
ævi Sú staðreynd á að geta vakið skynsamlegan stór-
húg og metnað í brjóstum íslendinga.
I hinum öra vexti bókagerðar á íslandi hafa verið
stofnsettar margar nýjar prentsmiðjur hér á landi.
^fun lítill vafi leika á, að íslendingar hafa á stríðsár-
únum og það sem af er friðaröldinni, sett alheims-
^het í bókagerð og útgáfustarfsemi. Hitt er aftur á
^hóti vafamál, hvort íslenzkri menningu hefir farið
fram að sama skapi, sem nýprentuðu bókunum hefur
fjölgað. Ein af þessum nýju prentsmiðjum heitir
„Prentsmiðja Austurlands" og starfar á Seyðisfirði.
Frá jafnvægissjónarmiði er mikill ávinningur að
hverju atvinnufyrirtæki, sem dafnar í hinum minni
kaupstöðum, sem eiga erfitt með að þrífast við hlið
Reykjavíkur, sem er orðin miklu stærri en hún má
vera. Frá prentsmiðjunni á Seyðisfirði kom á bólca-
markaðinn fyrir jólin bók, þýdd úr frönsku, um dag-
legt líf Napóleons keisara. Magnús Magnússon hefur
þýtt bókina. Útgáfan er vönduð, pappír og prentun
í bezta lagi og bókin fræðandi og skemmtileg, enda
eftir snjallan sögufræðing. Þýðingin er víðast hvar
snjöll og málið gott, en á einstaka stað koma fyrir
hirðuleysisleg orð, sem lýta bókina. Allir sem gefa
út bækur, sem Magnús Magnússon hefur þýtt, ættu
að láta smekkgóðan mann fara yfir handritið áður
en það fer í hendur setjarans. Gallarnir á stíl
Magnúsar er fáir, og auðvelt að bæta úr þeim.
Napóleon er einn af þeim mönnum, sem vekja á-
huga lesanda í öllum löndum, öld eftir öld. Senni-
lega er það af því, að samhliða stórbrotnum yfirburð-
um var keisarinn gæddur svo miklu af mannlegum
ófullkomleika, að það tengir hann við hversdagslíf-
ið. í þessari bók er geysimikill fróðleikur um einhvern
merkilegasta viðburð sögunnar, stjórnarbyltinguna
miklu og um þann þjóðhöfðingja, sem hefur haft til
að bera mesta hæíileika til að hafa mannaforræði,
bæði í stríði og friði. Þar geta lesendur fengið óvenju
góða sönnun fyrir því, að „ekki er holt að hafa ból,
hefðar upp á jökultindi“. Engum lyfti gæfan hærra
eða með meiri hraða upp á valdatindinn. Engum
brugðust fleiri vonir. Lesandinn sér ævi keisarans í
átakanlegum skuggamyndum.
ísafoldarprentsmiðja gaf út snemma í vetur heild-
arútgáfu af ljóðum Einars Benediktssonar, í þrem
bindum, með yfirlitsritgerð um skáldskap Einars eftir
Guðm. Finnbogason. Henni fylgja skýringar eftir
Pétur Sigurðsson háskólaritara. Vegur Einars Bene-
diktssonar, sem skálds, var i fyrstu ekki ýkja mikill.
Söfnuður hans var i fyrstu ekki ýkja stór, en hefur
farið mjög vaxandi, og öllu mest á síðustu árum, eftir
að hann hvarf sjónum samborgara sinna til Herdís-
arvíkur og síðar til æðri heima. Að öllum líkindum
verða Ijóð hans ætíð metin til jafns við það, sem
bezt og fagurlegast hefur verið sagt á íslenzka tungu.
Einar Benediktsson gaf út fimm ljóðabækur, með
nokkurra ára millibili. Fjórar síðari ljóðabækur hans
voru allar í fremur litlu broti, en undarlega fagur- ,
gerðu. Formið var á þann veg sem Guðm. Finnboga-
son nefndi „gullinsnið“, pappírinn prýðilegur, letrið
fallegt, og niðurröðun kvæðanna með þeim hætti, að
251