Samvinnan - 01.11.1946, Blaðsíða 46
SAMVINNAN
9. HEFTI
var haldinn almennur sýslufundur um málið og urðu
málalok þau, „að 5 austustu hreppar sýslunnar vildu
semja fyrir milligöngu Eiríks Magnússonar." En þar
sem Húnvetningar töldu sig ekki geta haft nægilega
marga sauði, var samið við Skagfirðinga vestan Vatna
á fundi á Geitaskarði 21. júní 1866 um að þeir legðu
til 500 sauði. Tókust samningar við Englendinga á
þeim grundvelli, að þeir tækju sauðina á Sauðárkróki
20. sept. 1866 og greiddu þá um leið með 11 rd. hvern
sauð, en það var 2 rd. hærra en Þorlákur Johnson,
umboðsmaður enskra fjárkaupmanna hér, vildi gefa
fyrir sauðina hér.
Óhöpp urðu þó því valdandi, að ekkert varð úr þess-
ari sauðasölu. Skip, sem Englendingar sendu eftir
sauðunum, fórst í hafi og annað skip, sem sent var
síðar, komst ekki nema til Austfjarða. Urðu bændur
fyrir miklu tjóni við mistök þessi, því að þeir biðu með
sauði sína á Sauðárkróki í fulla viku.
Grein um þetta, undirritaðri: „Nokkrir Húnvetn-
ingar,“ sem birtist í Þjóðólfi 8. febr. 1867, lýkur með
þessum orðum „.... og vonum við að seinna muni
betur takast, ef vér ekki leggjum árar í bát við svo
búið.“
Skömmu eftir 1850 byrjuðu Englendingar að kaupa
hér hross. Mikið kvað þó ekki að þessum viðskiptum
fyrr en eftir 1870, en þá færast þau mjög í aukana.
Auk hrossa fóru Englendingar að kaupa hér sauði
til útflutnings og jafnvel nautgripi. Urðu viðskipti
þessi íslenzkum bændum til mikilla hagsbóta.
Kunnasti fjárkaupamaðurinn í Húnavatnssýslu var
John Coghill. Keypti hann hér bæði sauði og hross og
reyndist góður viðskiptis.
Um 1880 fóru bændur að panta hjá Coghill ýmsar
vörur, sem hann flutti upp á skipum þeim, sem önn-
uðust útflutning hrossa þeirra og sauða, er hann
keypti hér.
Mynduðust þá í einstökum hreppum félagsleg sam-
tök um þessi viðskipti, sem leiddu til þess, að 15. ág.
1884 er á fundi á Sauðárkróki myndað pöntunarfélag
Húnvetninga og Skagfirðinga.
Erlendur Pálmason í Tungunesi var lífið og sálin í
þessum félagsskap og formaður þess til dauðadags
1888. Átti Erlendur uppástunguna að því, að félags-
samtökum þessum voru sett lög. Samdi hann sjálfur
uppkast að félagslögum og fékk þau samþykkt á full-
trúafundi á Sauðárkróki 22. júní 1885.
Við Vörupöntunarfélagið skiptu fjórir hreppar í
Húnavatnssýslu: Engihlíðarhreppur, Bólstaðarhlíðar-
hreppur, Svínavatnshreppur og Torfulækjarhreppur.
Var John Coghill umboðsmaður félagsins.
Árið 1895 var verðhæð pöntunarviðskipta félagsins
kr. 53728.41. Skiptu þá við félagið húnvetnsku deild-
irnar 4 og 9 deildir í Skagafirði. Langmest voru við-
skipti Bólstaðarhlíðarhreppsdeildar, rúmar 9 þúsund
krónur, eða tæpur sjöttungur allra viðskiptanna.
Við fráfall Erlends í Tungunesi lagðist Vörupönt-
unarfélagið niður, en á rústum þess er svo Kaupfélag
Skagfirðinga stofnað 23. apríl 1889. —
Forgöngumennirnir.
Mánudagurinn 28. okt 1895 er merkisdagur í sögu
samvinnumálanna í Húnavatnssýslu. Þann dag er
fundarboð að stofnfundi Kaupfélags Húnvetninga
dagsett.
Fundarboðendurnir eru tveir bændur í Blönduhlíð,
Jón Guðmundsson á Guðlaugsstöðum og Þorleifur
Jónsson alþm. á Syðri-Löngumýri, niðjar frumherj-
anna, sem hófu merki samvinnunnar á loft í Húna-
vatnssýslu nokkurum áratugum fyrr.
Jón (f. 10. okt. 1844, d. 4. maí 1910) var sonur Guð-
mundar Arnljótssonar á Guðlaugsstöðum, forvígis-
manns félagssamtaka þeirra, sem stofnuð voru í
Blöndudal milli 1840 og 1850 og lýst er í upphafi
greinaflokks þessa.
Þorleifur (f. 26. apr. 1855, d. 2. apr. 1929) var sonur
Jóns bónda og alþm. í Stóradal, Pálmasonar í Sól-
heimum og því bróðursonur Erlends Pálmasonar í
Tungunesi.
Jón Guðmundsson var kvæntur Guðrúnu Jóns-
dóttur systur Þorleifs.
Þe,ir mágar höfðu alizt upp við þá þróun, sem átt
hafði sér stað í verzlunarmálunum í Svínavatns-
hreppi, og annar þeirra, J. G„ tekið beinan þátt í því
starfi.
Við fráfall Erlends Pálmasonar hafði Jón Guð-
mundsson tekið við forustu í Svínavatnshreppi, enda
var hann vel til foringja fallinn, gæddur góðum gáf-
um, stilltur vel, fastur fyrir og öruggur til úrræða,
ef vanda bar að höndum.
Undir forustu Jóns höfðu Svínvetningar haldið
uppi pöntunarviðskiptum við John Coghill, eftir að
Vörupöntunarfélagið leið undir lok og loks 1893 mynd-
að deild í Kaupfélagi Skagfirðinga, en þar höfðu
Bólhlíðingar haft verzlunarviðskipti frá stofnun fé-
lagsins 1889.
Viðskiptin við Sauðárkrók voru að sjálfsögðu ýms-
um örðugleikum bundin, sérstaklega fyrir hreppana
vestan Blöndu.
Hafnleysið á Blönduósi hafði tafið fyrir, að verzlun-
arsamtök mynduðust meðal Húnvetninga með vöru-
afgreiðslu á Blönduósi.
Blönduós hafði verið löggiltur verzlunarstaður 15-
okt. 1875 og kaupmannaverzlun nokkur rekin þut
síðan.
278
Framhald.