Samvinnan - 01.11.1946, Blaðsíða 16
SAMVINNAN
9. HEFTI
hann sé frjáls ef hann hlýðir yfirboðarunum — í
þessu tilefni rússneska risanum.
Röggsamlegur blaðamaður bandarískur hefir fyrir
nokkru skrifað grein í blöð í Ameríku um hina yfir-
vofandi árás Rússa á Balkanríkin.
Honum farast þar orð m. a. á þessa leið:
„Um tveggja alda skeið hafa Rússar átt stærra land
en okkar þjóð (Bandar.) og jafn auðugt af málmum
og vel fallið til akuryrkju, en samt sem áður er rúss-
neska þjóðin fátækari en hinir fátækustu hafa nokkru
sinni verið í Ameríku. í þjóðskipulagi Rússa er stefnt
að því að taka auðæfin af framleiðendunum. í raun
og veru lifa menn á ránum þar í landi. Fyrst rændu
Bolsevikar yfirstéttirnar til að koma fótum undir sig
fjárhagslega, síðan var farið að ræna framleiðend-
urna og loks nágrannaríkin. Þeir báðu um og fengu
miljónir dollara með láns og leigu kjörum, að þvi er
kallað var til varnar, en var raunar aðeins til undir-
búnings árástarstyrjöld síðar. Þessari láns- og leigu-
hjálp hefir þó verið haldið dyggilega leyndri fyrir
rússneskri alþýðu, því ekki má vekja velvild í brjóst-
um alþýðunnar í Rússlandi í garð þess ríkis, sem þegar
hefir verið ákveðið að ræna næst. Þeir verða að halda
fólkinu í volæði og fáfræði — og skipa að herða nú
á sultarólinni til þess að hægt verði að hrinda næstu
fimm ára áætlun í framkvæmd. Sú áætlun er aöallega
gerð með tilliti til næstu ránsferðar. Margir okkar
skammsýnu stjórnmálamenn og prestar, menntaðir í
skólum nýtízkunnar, hafa reynt eftir megni að sefa
ótta Ameríkumanna með þeirri kenningu, að Rússar
muni hætta að sá illgresi sínu, setjast í helgan stein
og verða belgfullir umhyggju fyrir hag annarra þjóða.
En auðvitað hefir reynslan orðið önnur. Því það er
um þá eins og skrifað stendur: „Getur blámaður
breytt hörundslit sinum og pardusdýrið flekkjum sin-
um?“
Rússar eru nú að reyna að ná því marki, að verða
mesti ræningjaflokkur sem sagan getur um og verð-
launin sem þeir ætla að veita sjálfum sér fyrir það
afrek, er Norður-Ameríka.“
*
Ýmsum kann að þykja „strítt talað“ hér hjá hinum
ameríska blaðamanni, en höfuðgallinn á engilsax-
neskum og norrænum þjóðum er sá að þær reyna
í lengstu lög að koma sér hjá að horfa beint framan
í sannleikann. Þær eru í eðli sínu ótortryggnar og
friðsamar og trúa því ekki að flagð búi undir fögru
skinni. Þær vilja heldur láta undan en standa í ill-
deilum ef unnt er að komast hjá þeim.
Þess vegna mun nú fara fyrir þeim eins og oft áð-
ur, þær vakna ekki fyrr en þær standa einar og yfir-
gefnar einu sinni enn og eiga á engan að treysta,
nema forsjón, sem alltaf hefir verið að bjarga
þeim úr vargakjöftum. — Hina miklu sök á því
að svona getur farið, eiga hinir svonefndu „frið-
arsinnar," sem raunar eru sjaldan annað en leiguþý
yfirgangsseggjanna er láta hafa sig eins og dulur til
að breiða yfir hinn raunverulega illa tilgang árásar-
ríkjanna með lygi flærð og blekkingum. Blaðamað-
urinn, sem ég vitnaði til áðan, segir, að nú sé svo
komið í Bandaríkjunum að hið nýja stríð sé þegar
hafið. Hann segir: „Þetta stríð er háð á vinnustöðvum
okkar, það er háð innan ríkisstj órnarinnar, í Madison
Square Gai’den, þar sem öldungadeildarfulltrúinn
Pepper hélt nýlega uppi málstað Rússlands, og það er
háð hér innan ýmissa stofnana, þar sem nýtízku
prófessorar og jafnvel prestar boða fagnaðarerindi
kommúnismans kinnroðalaust.“
Kommúnistum er nú eins og nazistunum var það
áður, lífsnauðsyn að blekkja menn sem allra mest.
Þess vegna ofsækja þeir að vonum þá menn mest
sem reyna að svifta hræsnis- og lygablæjunni frá
augum fólksins. Einræðis agentunum verður sjaldan
mikið ágengt fyrr en þeim tekst að blekkja til fylgis
við sig óþroskaðar sálir, sem af einhverjum hvötum
— eigingjörnum eða óeigingjörnum — gerast svikarar
við sína eigin þjóð og ganga til samlags eða samstarfs
við erindreka hinnar erlendu ásælni. í augum hvers
óspillts manns eru slíkir menn fyrirlitlegri en agentar
árásarþjóðarinnai'. Agentai'nir eru að vinna íyrir
húsbónda sinn og búast við launum fyrir — uppskera
þau ef vel tekst til, en hinir uppskera aðeins í'yrír-
litningu sinnar eigin þjóðar hvernig svo sem til teksí.
Menn eins og Laval, Kvisling, Kúsinen o. fl. slíkir frá
dögum nazismans eru nærtækustu dæmin.
*
Með þessari grein læt ég af að skrifa í „Samvinn-
una“ pistla um utanríkismál — Það hefir verið
mér ánægja að skrifa þessar greinar en síðan ég hóf
útgáfu á tímaritinu Dagrenning hefi ég átt erfiðara
með að leysa þetta verk svo vel af hendi sem ég vildi.
Mörgum hafa eflaust mislíkað þessar greinar mínar
og er það vel farið, því það er vottur þess að þær hafi
vakið menn til umhugsunar, en engin gi'ein er góð
nema hún geri það, og þeim sem sofa fast þykir oft
vont að vakna.
Ég óska svo „Samvinnunni“ alls velfarnaðar í fram-
tíðinni.
J. G.
248