Samvinnan


Samvinnan - 01.11.1946, Blaðsíða 39

Samvinnan - 01.11.1946, Blaðsíða 39
9. HEFTI °g var þá sú skáldsaga búin til, að hann væri ekkert riðinn við Ráðstjórnina. Ráðstjórnin hélt því fram Þar til 6. maí 1941, er Stalin gerðist opinberlega for- seti Æðstaráðs Sovétríkjanna. Engin ríkisstjórn í veröldinni lét blekkjast af þess- um hráskinnaleik. Og andúð lýðræðisríkjanna á starfsemi fimmtuherdeildanna tafði mjög viðurkenn- ingu þeirra á stjórn Sovétríkjanna. Bandaríkin neit- uðu að viðurkenna hana í 16 ár. En í september 1933 ákvað Roosevelt forseti að viðurkenna Ráð- stjórnina, ef hún skuldbyndi sig til þess að hætta að stjórna ameríska Kommúnistaflokknum og viður- kenna trúfrelsi fyrir Ameríkumenn, sem dveldu í Sovétríkjunum. 16. nóv. 1933 undirritaði Litvinov fyrir hönd Sovét- uíkjanna skuldbindingu um það, að „láta innanríkis- uiál Bandaríkjanna afskiptalaus með öllu.“ Þessi skuldbinding var ekki haldin. Sumarið 1933 Var 7. alþjóðaþing Kommúnista haldið í Moskvu. Þar voru gefin út fyrirmæli um það, hvaða aðferðum ameríski Kommúnistaflokkurinn skyldi beita til þess að ná valdaaðstöðu í stjórn Bandaríkjanna. Roosevelt forseti lét sendiherra sinn í Moskvu þegar bera fram Þörð mótmæli við Ráðstjórnina gegn þessu broti á loforðinu um að blanda sér ekki í amerísk málefni, °g benti á, að það mundi hafa hinar alvarlegustu af- leiðingar, ef Ráðstjórnin héldi áfram að brjóta skuldbindingar sínar. Stalin lét sig þessi mótmæli engu skipta, og hélt áfram að stjórna bæði Ráðstjórninni og Alþjóða- sambandinu og þar með Kommúnistaflokki Ameríku. vegna yfirvofandi friðrofa af hálfu Hitlers áleit Roosevelt það heppilegast fyrir Bandaríkin að skeyta ekki meir um samningsrof Stalins. Forsetinn viður- kenndi þó aldrei rétt Ráðstjórnarinnar til þess að ráða yfir Kommúnistaflokki Ameríku, og þegar Sovétríkin óskuðu þess seinna að verða talin „frið- ^lskandi lýðræðisríki“ var Alþjóðasambandið lagt niöui í orði kveðnu. Ári seinna hafði Kommúnista- Hokkur Ameríku breytt nafni sínu og kallaðist nú Stjórnmálasamband kommúnista (Communist Poli- Hcal Association) og studdi Roosevelt til íorseta- lignar í kosningunum 1944. En jafnframt þessu hafði Plofintern og fleiri slíkum yfirskynsstofnunum verið komið á laggir til þess að auðvelda Stalin stjórn kommúnistaflokkanna víðs vegar um heim. Lftir borgarastyrjöldina réð rússneska stjórnin yfir einum sjötta af yfirborði jarðar og óþrjótandi nátt- Uluauðæfum. En af völdum styrjaldarinnar var öll Iramieiðsla í kalda koli. „Fátækt okkar og getuleysi iramieiðsunnar, bæði meðal verkamanna og bænda er svo mikið, að allt verður að gera til að koma fram- _________________________________S A M V I N N A N leiðslunni á réttan kjöl“, segir Lenin á þingi komm- únista 1921. Vegna þessarar brýnu nauðsynjar tók Lenin upp nýja stefnu í atvinnumálum og hvarf að nokkru leyti frá stefnu kommúnista frá 1917, Ráðstjórnin hafði tekið af bændum allt korn þeirra nema það, sem þeir þurftu til eigin neyzlu. En til þess að örva framleiðsl- una ákvað stjórnin að taka aðeins ákveðinn hluta kornsins, en leyfa þeim að selja afganginn á frjálsum markaði. En einokun stjórnarinnar á allri utanríkis- verzlun var haldið. Þetta var aðeins bráðabirgða- ráðstöfun til að auka framleiðsluna. En margir fá- fróðir útlendingar litu á þetta sem afturhvarf til „auðvaldsstefnunnar.“ En hvorki Lenin né aðrir kommúnistar höfðu stefnubreytingu í huga. Jafnframt þessu breyttu Rússar um stefnu í utan- ríkismálum. Sovétríkin urðu nú að beita varúð í utan- ríkismálum og breyta um starfhætti. Þó var hið dulda markmið þeirra hið sama. Og það mátti ganga að því sem visu, að þegar Ráðstjórin þættist nógu sterk til að efla kommúnisma bæði heima fyrir og erlendis, mundi hún hefja atlögu á ný. Hin nýja stefna í atvinnumálum reyndist svo vel, að framleiðslan óx jafnt og þétt, unz hún var orðin jafn- mikil og hún hafði mest verið á dögum keisarans. Árið 1927 ákvað Stalín því að hefja atlögu á „heima- vígstöðvunum,“ færa landbúnaðinn á samyrkjugrund- völl og skipuleggja framleiðsluna samkvæmt „fimm ára áætlun.“ En með þesari áætlun beindi Stalín framleiðsluöflunum ekki til framleiðslu á neyzluvör- um heldur að iðnaði í þágu styrjaldar. Framleiðslu neyzluvara var haldið í lágmarki, en hergagna- og skotfæraiðnaður aukinn sem mest. Fimm ára áætlun Stalins var fyrirmyndin að kjörorði Görings: „Byssur í brauðs stað.“ Til þess að koma samyrkjubúskapnum á, varð að svipta miljónir smábænda búum sínum, en smá- bændabúskapur hafði verið undirstaða í rússnesku þjóðlífi frá alda öðli. Fátækustu smábændurnir voru hlynntir breytingunni, en hinir sjálfstæðari voru henni andvígir. Margir þeirra höfðu verið hermenn í Rauða hernum á dögum byltingarinnar, en það kom þeim ekki að haldi. Býli þeirra og eignir voru gerð upptæk. Ef þeir veittu viðnám — og það gerðu milj- ónir manna — voru þeir annað hvort skotnir eða reknir í útlegð til Síberíu. Fyrsta afleiðing þessara ráðstafana var hungurs- neyð. Bústofn þjóðarinnar minnkaði meir en helming, og veturinn 1932—33 tók stjórnin svo mikið korn af bændum nauðugum í Úkrainu- og Kúban, að 4—5 miljónir þeirra hrundu niður í þessari tilbúnu hung- ursneyð stjórnarinnar. En með þessum aðförum tókst 271

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.