Samvinnan - 01.06.1969, Síða 3

Samvinnan - 01.06.1969, Síða 3
Hlíð, Ljósavatnshreppi. Hr. ritstjóri. Mörgum samvinnumönnum hefur orðið ærið umhugsunar- efni, hversu miklum breytingum ritið Samvinnan hefur tekið á seinni árum. Frá því að vera fræðslurit um hugsjónamál sam- vinnustefnunnar og varnarrit gegn árásum á hana, er nú helzt ekki minnzt á þessi mál í blað- inu. -— Að öðru leyti skal ekki lagður dómur á efni það, sem Samvinnan flytur nú. Finnst útgefendum og lesend- um Samvinnunnar ekki þörf á að hugsa í alvöru um kynningu á hugsjónum samvinnustefnunn- ar og jafnframt gefa gaum að því, hvað er að gerast í herbúð- um andstæðinga hennar? Allt, sem mennirnir þurfa til að lifa af hér á jörð, verða þeir að vinna úr skauti náttúrunnar. Þetta vita hinar vinnandi stéttir, og þær myndu byggja mannlegt samfélag upp á grundvelli sam- vinnuhugsjónarinnar, ef þær mættu ráða. Hugsjón samvinnustefnunnar á viðskiptasviðinu hefur alltaf verið: að framleiða sem ódýrast- ar og beztar nauðsynjavörur og selja þær sem beinast til neyt- enda með sem allra minnstum milliliðakostnaði. Samkvæmt þeirri hugsjón voru fyrstu kaupfélögin og S.Í.S. stofnuð. Tilgangurinn var að vinna gegn erlendu kaupmanna- valdi. Almenningur hefur til þessa gert sér grein fyrir til- gangi og afleiðingum einokunar- verzlunarinnar. Margir álíta, að samvinnu- stefnan hafi orðið þjóðinni til blessunar. Hörðustu andstæðing- ar samvinnustefnunnar eru hinir svokölluðu einstaklingshyggju- menn. Margir telja aðaleinkenni ein- staklingshyggjumanna, að þeir trúi á sjálfa sig, peninga og völd, og svífist einskis til að ná þessu og halda því. Þessir menn verða oft að ræn- ingjum. Allir þekkja sögur af ræningj- um. Fljótfarnasta leið til auðsöfn- unar og valda mun vera sú að ná yfirráðum yfir náttúruauðlind- um, iðnaði og vei’zlun. Um þetta berjast einstaklingshyggjumenn- irnir gegn samvinnumönnum og einnig innbyrðis. — Hjá þeim gildir aðeins hnefaréttur hins sterkasta. Hjá samvinnumönnum jafn réttur allra til náttúruauð- æfanna. Margt hefur breytzt síðan samvinnustefnan varð til, en enn stendur yíir baráttan milli henn- ar og einstaklingsgróðahyggju- manna. í fyrstu börðust samvinnu- menn gegn einokunarvaldi kaup- manna, verzlun þeirra, oft með sviknar vöi'ur, og einræði þeirra á vöruverði. Er nú ekki kominn tími til að hugsa í alvöru um fleiri svið viðskiptalífsins? Sterkasta vald einstaklings- gróðahyggjunnar er auðhringar, sem fáeinir menn eiga. Þessir hringar teygja klær sínar um allan heim í skjóli auðs og valda. — En hvernig er þetta vald og þessi auður fenginn? — Sumir segja: Aðallega með ránum og mútum. Hvernig getur slíkt þrifizt hér á landi? Farísear og skriftlærðir hafa lengi verið til um allan heim, en sjaldan hlotið lof hinna vinnandi stétta. Hinir skriftlærðu eru nefndir ýmsum nöfnum: Blóðsugur, víxl- arar, braskarar. Peningamenn rnundi sæmilegt samheiti á þeim; þó þeir eigi e. t. v. ekki allir peninga, þá ráða þeir þó yfir pgningum. Hvernig er svo ráðsmennska þessara manna? Það er sagt, að æðstuprestar hinna skriftlærðu séu bankastjórar, hagfræðingar og braskarar í verzlun, bygginga- málum o. fl., studdir af lögfræð- ingum, sem þó hafi mestar tekj- ur af því að kenna þeim skatt- greiðendum, sem vilja læra, svik og pretti. Hinir skriftlærðu ná dralon dralon peysan í daglegri notkun er slitsterk auðveld í þvotti litekta hleypur ekki þorrnar fljótt Urval af fallegum litum og munstrum á telpur og drengi aummuiuuiiM HEKLA AKUREYRI 3

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.