Samvinnan - 01.06.1969, Qupperneq 11

Samvinnan - 01.06.1969, Qupperneq 11
3“ SAM VINNAN EFNI: HÖFUNDAR: 3 Lesendabréf og smælki 10 Ritstjórarabb 12 MENN SEM SETTU SVIP Á ÖLDINA: Maó Tse-tung 19 FLOKKSRÆÐI Á ÍSLANDI 19 ,,... vér trúum á spillingu / nærum og nærumst á spillingu" Hjalti Kristgeirsson hagfræðingur 21 Flokksræði í menningarmálum Ólafur Jónsson ritstjóri 26 Verklýðshreyfing og flokkavald Jón Baldvin Hannibalsson hagfræðingur 29 Stjórnmálaflokkarnir og lýðræðið Indriði G. Þorsteinsson rithöfundur 32 Vort daglega blað Gísli J. Ástþórsson rithöfundur 34 LÝÐVELDISKYNSLÓÐIN: SÖGUR OG LJÓÐ 34 Einskonar nafnlaus saga Björn Sigurbjörnsson 35 Brot Björn Sigurbjörnsson 35 Sigurverksins gangur Jón Benedikt Björnsson 36 Fjórar stuttar sögur Ólafur H. Torfason 37 Þegar Runólfur Runólfsson myrti ráðskonu sína... Gunnarr Runólfr 38 Kristín helvíti Ásgeir Sigurgestsson 38 Gönguhugleiðingar rónans Eiríkur Brynjólfsson 39 Skammdegi, Dagstund, Kvöld (3 Ijóð) Arthúr Björgvin 39 Fimm Ijóð Kristinn Einarsson 39 Að austan (Ijóð) Sigurður Jón Ólafsson 40 ERLEND VÍÐSJÁ: Bréf til allra góðra manna Amos Kenan 44 BÓKMENNTIR: Marxísk bókmenntakönnun Eysteinn Sigurðsson 46 MYNDLIST: Málaður skúlptúr Hallsteinn Sigurðsson 48 BORGRÍKI IV: Félagsmál Þorsteinn Antonsson 50 SAMVINNA: Er ísland of stórt? Hjalti Pálsson 52 Versalasamningarnir — unnið strið, glataður friður Sverrir Kristjánsson 55 Nú' eru allir listamenn súrrealistar Martin Esslin 60 Heimilisþáttur Bryndís Steinþórsdóttir TIL ÁSKRIFENDA Einsog fram hefur komið áður, hefur öflun nýrra áskrifenda gengið vel á Reykjavíkursvaeðinu, og í lok maí var gert sérstakt átak á Akur- eyri, Húsavík og víðar norðanlands með allgóðum árangri. Er heitið á alla velunnara Samvinnunnar að leggja sitt af mörkum á þessu sviði, því takmarkið er 2000 nýir áskrifendur á þessu ári. En öflun nýrra áskrif- enda er aðeins einn þáttur þeirrar viðleitni að tryggja fjárhagslegan grundvöll ritsins; annar mikilsverður þáttur er innheimta áskriftargjalda. í því skyni að örva áskrifendur til að greiða gjöld sín sem fyrst verð- ur efnt til happdrættis, þar sem í boði er tveggja vikna ferð fyrir tvo til Mallorca, og verður þeim séð fyrir íbúð með baði og svölum meðan þar er dvalizt. Geta menn valið hvort heldur þeir vilja fara 8. eða 23. október eða fyrstu ferðir á næsta ári (vorferðirnar) með Ferða- skrifstofunni Sunnu. í þessum ferðum er tveggja daga dvöl í Lundúnum. Allir áskrifendur Samvinnunnar, gamlir og nýir, sem greitt hafa áskrift- argjaldið fyrir 30. september næstkomandi, eru sjálfkrafa þátttakendur í þessu happdrætti. Verða áskrifendum sendir númeraðir reikningar fyrir áskriftargjaldi ekki siðar en í ágústmánuði, og geta þeir innt af hendi greiðsluna beint, með póstávísun, i nálægu kaupfélagi eða á eftirtöldum stöðum á Reykjavíkursvæðinu: Samvinnubankinn, Banka- stræti 7 og útibúin í Hafnarfirði og Keflavík. Búnaðarbankinn, Austur- stræti og útibú á Laugavegi 114, Vesturgötu 52, Bændahöllinni og Ármúla 3; Landsbankinn, Austurstræti og útibú á Laugavegi 77 og Lang- holtsvegi 43. Eru áskrifendur beðnir að hafa þetta í huga, þegar þeim berast hinir númeruðu reikningar, sem jafnframt eru happdrættismiðar. Höfunda greinaflokksins um flokksræði á íslandi þarf væntanlega ekki að kynna. Um „lýðveldiskynslóðina“ er það að segja, að allir höfundarnir eru fæddir eftir 1944 og flestir þeirra enn við nám, ýmist í menntaskólum, háskólum eða öðrum menntastofnunum, þrír erlendis, þeir Ásgeir Sigurgestsson, Björn Sigurbjörnsson og Kristinn Einarsson. Þessi níu manna hópur, svo sundurleitur sem hann er, gefur senni- lega allgóða hugmynd um hvernig ,,lýðveldiskynslóðin“ hugsar, finnur til og tjáir sig, og ætti það að vera eldri kynslóðum forvitnileg kynning. Amos Kenan er kunnur vinstrisinnaður blaðamaður í ísrael og áhrifa- mikill rithöfundur í léttum dúr. Hallsteinn Sigurðsson er við nám í högg- myndalist í Lundúnum. Hann er bróðursonur Ásmundar Sveinssonar myndhöggvara og bróðir Eysteins blaðamanns. Hjalti Pálsson er fram- kvæmdastjóri innflutningsdeildar S.Í.S. Martin Esslin er kunnur leik- stjóri hjá B.B.C. í Lundúnum og hefur m. a. samið tvær bækur um leiklist sem vakið hafa heimsathygli: „Brecht: The Man and His Work“ og „Theatre of the Absurd". Maí—júní 1969 — 63. árg. 3. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Sigurður A. Magnússon. Blaðamaður: Eysteinn Sigurðsson. Afgreiðsla og auglýsingar: Reynir Ingibjartsson. Uppsetning: Teiknistofa Torfi Jónsson, Peter Behrens. Útgefandi: Samband fslenzkra samvinnufélaga. Ritstjórn og afgreiðsla í Sambandshúsinu, sími 17080. Verð: 350 krónur árgangurinn; 75 krónur í lausasölu. Gerð myndamóta: Prentmyndagerðin Hverfisgötu 4. Prentverk: Prentsmiðjan Edda hf.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.