Samvinnan - 01.06.1969, Page 12

Samvinnan - 01.06.1969, Page 12
Kína á um það bil fimmþúsund ára sam- fellda sögu — og á engin þjóð lengri sam- fellda menningarsögu. Á þessum tíma hafa keisaraættir komið og horfið; innrásarherir hafa flætt yfir frjósamar slétturnar, brotið undir sig landið og runnið saman við landsmenn. Að minnstakosti þrennskonar trúarbrögð hafa gagnsýrt kínversku þjóð- ina: Búddhadómur, Taóismi og umfram allt kenningar Konfúsíusar. Fagrar og nytsam- ar listir hafa blómgazt, hrörnað og blómg- azt á ný æ ofaní æ. Það væri hæpið að halda því fram, að síðan 1949 hafi ný menning umbreytt öllu og upprætt alla forna siði í Kína. Hinsvegar virðist margt benda til þess, að hið nýja skipulag komm- únista hafi ekki einungis hafið til valda nýja „keisaraætt“, sem fái sinn sess í sög- unni við hliðina á Tsjin-, Han-, Tang-, Sung- og Ming-keisaraættunum, ásamt öll- um hinum, heldur hafi komið til sögunnar alný menning, reist á þesskonar bænda- kommúnisma sem Marx hefði aldrei dreymt um. Kínverjar eru nú um 760 milljónir talsins eða um fjórðungur jarðarbúa. Áður en langt um líður verða þeir þriðjungur jarðarbúa. Það virðist því ótvírætt, að það sem gerzt hefur í Kína eftir seinni heims- styrjöld sé langsamlega merkilegast og for- vitnilegast alls sem átt hefur sér stað á seinni tímum. Þó kínversk menning væri voldug og óhagganleg, þegar bezt. lét, var stærð ríkis- ins slík, að jafnan gat komið til uppreisna í aískekktum héruðum. Ef satt skal segja var ,,Kína“ fremur óákveðið hugtak: fyrst og fremst var um að ræða hið eiginlega Kína með hinum frjósömu dölum við Jang- tsefljót og Gulafljót, sem miðstjórn ríkis- ins hefur haft full yfirráð yfir um það bil helming síðustu tuttugu alda; þarvið bætt- ust hin víðáttumiklu úthéruð einsog Man- sjúría, Mongólía, Sinkíang og Tíbet, sem stundum voru laustengd ríkinu og öðrum stundum óháð því með öllu, jafnvel öldum saman. Stundum komu herkonungar frá út- héruðunum, brutu undir sig Kínaveldi og stofnuðu eigin keisaraættir, einsog til dæm- is Mongóla- og Mansjú-ættirnar, en þær runnu síðan saman við menninguna sem þær höfðu lagt undir sig. Allt hið mikla landflæmi kínverska heimsveldisins var í rauninni sérstakur heimur; utan hans bjuggu „óþjóðirnar“. Það var engu líkara en Kína væri sérstök pláneta. Þeir fáu „geimfai'ar" sem heimsóttu þessa plánetu, einsog til dæmis Marco Polo, sneru aftur með sögur, sem Evrópumenn lögðu lítinn trúnað á. Á 17. og 18. öld kom á vettvang ,,óþjóðalýður“ frá Bretlandi og öðrum Vesturlöndum til að eiga kaupskap við Kínverja, en það var ekki fyrr en snemma á 19. öld, sem evrópskir (einkan- lega enskir) kaupmenn tóku að hafa svo víðtæk áhrif á líf Kínverja, að stjórn Mansjú-ættarinnar greip í taumana og kom á eftirliti með verzlun við önnur lönd, eink- anlega þó ópíumsölu. Öll viðskipti urðu að eiga sér stað um Kanton og voru háð ýms- um höftum sem fóru ákaflega í taugarnar á brezkum kaupmönnum. Afleiðingin varð nokkrar styrjaldir þar sem Bretar og Frakkar þvinguðu Kínverja til að semja við sig og veita sér margskonar víðtæk fríð- indi. Ósigurinn fyrir Evrópumönnum tákn- aði upphafið að endalokum Mansjú-ættar- innar. Uppúr 1850 urðu uppreisnir æ tíð- ari, eftir því sem Evrópumenn náðu sterk- ari tökum á landinu, unz þar kom að land- ið varð hálfgildings nýlenda. Margir ungir Kínverjar lærðu að fyrirlíta stjórn lands- ins, hagnýta sér vestrænar hugmyndir um framfarir og lýðræði og horfa öfundaraug- um yfir sundið til Japana er voru í óða önn að apa Vestur-Evrópu. Þeir auðmýktu Kín- verja með því að sigra þá í stríði 1895. Hati'ið á hroka útlendinga og kristinna Kín- 12

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.