Samvinnan - 01.06.1969, Qupperneq 28

Samvinnan - 01.06.1969, Qupperneq 28
mg frá flokki atvinnurekenda? Hvers vegna á hinn öflugi um- bótaflokkur Jónasar frá Hriflu nú svo erfitt með að gera upp við sig, hvað hann ætlar að vera: vinstri eða hægri, launþegaflokk- ur eða atvinnurekendaflokkur eða bændaflokkur eða frjálslynd- ur milliflokkur eða sósíaldemó- krataflokkur eða hvað? Og hvar eru fuglar er á sumri sungu svo sætan óð um félaga Stalín og sæluríkið mikla: Hvers vegna hafa þeir þagað þunnu hljóði um sæluríkið og sósíalismann í a. m. k. hálfan annan áratug, í ei- lífum pólitískum feluleik bak við ný og ný gerfi? Sannleikurinn er sá, að það flokkakerfi, sem við nú búum við, er til orðið fyrir röð sögu- legra tilviljana. Það var orðið mótað að stofni til um 1930, en árangursríkt upphlaup kommún- ista á fjórða áratugnum gegn Al- þýðuflokknum skekkti það svo á grunninum, að síðan hefur það eiginlega hvorki haldið veðri né vindum. Alvarlegasta afleiðingin var klofningur verklýðshreyf- ingarinnar. Það er alltaf að koma betur á daginn, hversu víð- tækar afleiðingar hann hafði. Oft er til þess vitnað, hvílíkt stórvirki verklýðshreyfingin og flokkar hennar annars staðar á Norðurlöndum hafi unnið í fé- lagslegri umsköpun þessara þjóð- félaga, þannig að þau eru viður- kennd fyrirmynd um traust stjórnarfar og lýðræðislega stjórnarHætti. Um skeið virtist þróunin stefna í sömu átt hér á landi, en sundrung verklýðs- hreyfingarinnar og heiftúðugir flokkadrættir alla tíð síðan komu í veg fyrir, að svo gæti orðið. ís- lenzk verklýðshreyfing hefur ekki orðið það félagslega um- bótaafl, sem vonir stóðu til í upphafi. Það hefur hlaupið kyrk- ingur í vöxt hennar og þroska. Hún er ekki myndug um- bótahreyfing af sjálfri sér; ekki sú uppeldismiðstöð félagslegs þroska meðlima sinna, né skóli í lýðræðislegri ábyrgð, sem hún þarf að verða. Þess í stað hefur hún orðið bitbein stjórnmála- flokkanna og útsendara þeirra. Þar með hafa umbótaöfl þjóð- félagsins misst þá pólitísku kjöl- festu og þau lifandi tengsl við fólkið í landinu, sem er afl þeirra hluta, sem gera skal. Þessi þróun hefur haft í för með sér miður heppilegar pólitískar af- leiðingar, auk þess sem hún hef- ur rofið samhengið í uppbygg- ingu launþegasamtakanna sem faglegrar heildar; nauðsynlegar umbætur á skipulagi, starfshátt- um og félagslegu fræðslu- og uppeldisstarfi hafa legið í lág- inni áratugum saman. Hina politisKu keðjuverkun þessarar þróunar má rekja áfram. Sjálfstæðisflokkurinn náði lykilaðstöðu í íslenzkum stjórn- málum. Honum hefur tekizt að byggja upp fjöldafylgi meðal launþega, sem að öðru jöfnu hefðu fylgt öflugum sósíaldemó- kratískum verklýðsflokki. Al- þýðuflokkurinn reyndist ekki fær um að taka upp stríðshanzka kommúnista innan verklýðshreyf- ingarinnar. Hann hefur látið æ meir undan síga til hægri og leitað athvarfs undir verndar- væng Sjálfstæðisflokksins, bæði innan verklýðshreyfingarinnar og á stjórnmálasviðinu, einkum á síðasta áratug. Flokkurinn er fyrir löngu orðinn allur annar en hann var. Hann er umskipt- ingur. Það hefur aftur leitt til þess að verulegur hluti jafn- aðarmanna hefur ekki talið sig eiga samleið með flokknum. Rit- stjóri Alþýðublaðsins hefur gert þá játningu fyrir hönd flokksins, að líklega sé fleiri jafnaðar- menn að finna utan Alþýðu- flokksins en innan. Eitthvað sýn- ist rotið í ríki Dana. Niðurstaðan er sú, að ríkjandi flokkaskipun, sem mótaðist á svo afdrifaríkan hátt á fjórða ára- tugnum, er fjarri því að endur- spegla raunverulega pólitíska skoðanamyndun, eins og hún er í dag. Mikill meirihluti framsókn- armanna, Alþýðuflokksmanna og svokallaðra Hannibalista, innan og utan Alþýðubandalagsins sál- uga, svo ekki sé talað um drjúg- an hluta af launþegafylgi Sjálf- stæðisflokksins, ætti með miklu eðlilegri hætti heima í sameigin- legum stjórnmálaflokki en í nefndum flokkum. Ætla mætti, að slík nýskipan gæti skilað meiri pólitískum árangri og skapað meiri festu í stjórnarfari en nú er. Flokkakerfið mótast með öðr- um orðum allt of sterklega af fortíðinni; það hefur ekki aðlag- azt breyttum tímum. Menn láta draga sig í andstæða dilka af gömlum vana, þrátt fyrir það að markalínur milli flokka eru orðnar svo óskýrar, að erfitt er að finna þeim skynsamlega rétt- lætingu. Þetta birtist meðal ann- ars í því, að stjórnmálakarpið snýst nær einvörðungu um dæg- urmál. Grundvallarsjónarmið heyrast varla nefnd. Kjósendum bjóðast sjaldnast ótvíræðir val- kostir. Niðurstaðan er orðin al- ger stjórnmálakreppa. Kjósend- ur, sem eru óánægðir með nú- verandi stjórnarsamstarf, hafa í tvennum kosningum reynzt ófá- anlegir til að fela stjórnarandstöð- unni að taka við. Ástæðan er sú, að kommúnistar og framsóknar- menn líta ekki út fyrir að vera traustvekjandi eða sannfærandi stjórnarsamstaða, eins og allt er í pottinn búið. Kerfið virkar ekki lengur. Það þarf að breyta kerfinu. —O— Öflug, pólitískt samstæð og fé- lagslega upplýst verklýðshreyf- ing er það þjóðfélagsafl, sem hefur mótað hið norræna vel- ferðarríki í grannlöndum okkar. Verklýðshreyfingin og sósíal- demókrataflokkarnir eru ein skipulagsleg heild. Verklýðs- hreyfingin í þessum löndum er fjárhagslega öflug og sem slík stoð og stytta þeirra flokka, sem eru hennar pólitíska baráttutæki. Pólitískt forræði annarra aðila innan verklýðshreyfingarinnar er hverfandi, nema í Finnlandi, þar sem kommúnistar eiga enn tals- verð ítök, og í einangruðum og afræktum landshlutum. Tilraun- ir kommúnista til að afla sér fjöldafylgis og áhrifa innan verk- lýðshreyfingarinnar runnu brátt út í sandinn, eftir að sýnt var, á þriðja og fjórða tug aldarinnar, að hverju stefndi í Sovétríkjun- um. Atvinnurekendaflokkar og kristilegt afturhald af ýmsu tagi hafa ekki fengið tækifæri til að afla sér fjöldafylgis meðal laun- þega á Norðurlöndum, eins og sums staðar á meginlandinu. Þessi samheldni verklýðshreyf- ingarinnar á stjórnmálasviðinu hefur haft úrslitaáhrif á þjóð- félagsþróunina í þessum löndum. Sósíaldemókrataflokkunum hefur tekizt að mynda traust bandalag milli verklýðshreyfingarinnar og menntamanna, með þeim árangri, að tekizt hefur að virkja hug- myndir hinna síðarnefndu í póli- tísku umbótastarfi. Reynslan sýn- ir, að þessu pólitíska bandalagi hefur auðnazt að móta þjóðfé- lagsþróunina af meira viti og fyrirhyggju, í krafti sósíalískra hugmynda, en atvinnurekenda- flokkum, sem bundnir eru á klafa úreltrar hugmyndafræði og þröngra sérhagsmuna, er treyst- andi til. Verklýðshreyfingin í iðnþróuðu þjóðfélagi er eðli sínu samkvæmt annað og meira en þröng hagsmunasamtök. Hlut- verk hennar er miklu víðtækara en að semja um kaup og kjör. Menn mega ekki gleyma því, að efnahagslegt og pólitískt vald eigenda framleiðslutækjanna er gífurlegt í nútímaþjóðfélagi, án þess því fylgi samsvarandi lýð- ræðisleg ábyrgð. Án mótvægis frjálsrar verklýðshreyfingar við ofurvald fjármagnsins, fá lýð- ræðislegir stjórnarhættir ekki þrifizt. Frjáls verklýðshreyfing er því einn af hornsteinum lýð- ræðisins, jafnframt því sem hún er það afl, sem verður að virkja, ef tryggja á stöðugum þjóðfé- lagsumbótum framgang. Afrek verklýðshreyfingarinnar á Norð- urlöndum er helzt það, að hafa tryggt sósíalískum hugmyndum um efnahagslegt jafnrétti, félags- legt öryggi og lýðræðislegt stjórnarfar framgang, án þess að útrýma persónulegu frelsi, eða hneppa meirihluta þegnanna í nauðungarvinnubúðir. —O— Þetta er mikið afrek, og ekki minna fyrir það, hversu margir eru tregir til að meta það að verðleikum, enda fáir leikið það eftir. Þetta hefði aldrei tekizt, nema vegna þess að verklýðs- hreyfingin hefur verið lifandi fjöldahreyfing fólksins og póli- tískt samstillt. Á bak við þetta býr þrotlaust starf tuga og hundr- aða og þúsunda. Nútímalegt skipulag og víðtæk skólun og uppeldi meðlimanna hefur gert þessa hreyfingu þroskaða og á- byrga, þ. e. gert hana færa um að gegna forystuhlutverki í flóknu nútímaþjóðfélagi. Sú gagnrýni, sem í seinni tíð hefur verið beint gegn stjórnar- fari í þessum löndum, er harla léttvæg, ef við til samanburðar lítum í eigin barm. Það er auð- vitað talað um skrifstofuveldi, hugsjónadoða, sjálfsánægju með unnin afrek (status quo), firr- ingu fjöldans og mónótón leið- indi hins velskipulagða velferð- arríkis. Einkum er Ameríkönum, sem hefur gengið böslulega að hemja sinn morðóða kapitalisma, tamt að bera sér slíkt í munn. Ef Skandinavía er leiðinleg, þá er það vegna þess að hún er út- kjálki og Skandínavar eru Skandínavar, ekki vegna þess að hún er velferðarríki. Borið sam- an við martröð kommúnistaríkj- anna er hún fjarlæg útópía. Hlutskipti þrælsins eða fátækl- ingsins verður ekki eftirsóknar- verðara, þótt sagt sé, að ríku fólki leiðist stundum. Ef hug- myndafátækt og lífsstíll smá- borgarans, sem að vísu er helzt til ríkjandi fyrirbæri í Skandí- navíu, hefði frá upphafi hrætt menn frá að berjast fyrir bætt- um lífskjörum fólks, þá hefðu menn jú aldrei barizt; þá væri ekki annar grænni en að gerast heilagur maður i múnklegu ein- lífi. Mannkynið er búið að dreyma svo lengi um að verða smáborgari, að það þarf drjúgan tíma enn til að komast á hærra plan. . —O— Þótt við tölum fagurlega um íslenzka verklýðshreyfingu, sam- takamátt fólksins etc. fyrsta maí og stundum ella, þá er það sann- ast sagna, að þessi hreyfing hef- ur nánast ekki verið til nú um hríð. Það sem gengið hefur und 28
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.