Samvinnan - 01.06.1969, Qupperneq 35

Samvinnan - 01.06.1969, Qupperneq 35
um. Orðið aldimmt inni, en hann var hvergi smeykur, hugsaði til mömmu sinnar og pabba. Óljóst atvik rifjaðist upp fyrir honum. Sybilla frænka og vinkona hennar sitjandi við eldhús- borðið, hann átti að \era í rúminu í refsingar- skyni en læddist að dyrunum hleraði. „Það ætla ég að vona Guð gefi hann verði ekki eftir- myndin hans föður síns.“ ,,Ó nei, það er ekkert að marka þessa óþægð í barninu, það þarf alls ekki að vera slæmt upplag."-------- Var pabbi hans þá vondur? Því gat hann ekki trúað. Mamma hans hlaut að hafa verið svo góð. Pabbi hans hefur áreiðanlega verið henni góður. Velti fyrir sér hvort bláu augun hennar — þau hlytu hafa verið blá — hefðu nokkurn tíma fengið að gráta einsog þau vildu. Það hlaut að vera gott að mega gráta einsog maður vildi. Þurfa ekki að brosa, þurfa ekki að þurrka framan úr sár og þvo áður en Sybilla frænka kæmi og spyrði mæðulega af hverju hann gæti aldrei verið glaður einsog önnur börn. Skildi augu móður sinnar. Ætlaði að vera reglulega góður og biðja Sybillu frænku fyrir- gefningar á því hversu lengi hann hafði verið. Ætlaði að hafa Ijós í herberginu sinu lengi og hugsa reglulega vel um pabba og mömmu. Hann hlaut að hafa átt pabba og mömmu eins- og allir aðrir. Reyndi líka að skilja Krist, þótt hann hefði ekki sýnt sér pabba sinn. Kannski átti hann annríkt. Kannski var heldur ekki rétt að fá að sjá pabba sinn, úr því Sybilla frænka vildi ekki segja frá honum. Pabbi hans hlaut að hafa verið góður við mömmu hlaut að hafa verið hamingjusam- ur yfir þessum augum, ef til vill skilið þau vel og leyft þeim að gráta sem þau vildu. Eitthvað í brjósti hans fullvissaði hann um það í myrkri kirkjunni, eitthvað gaf honum þá vissu og hann gladdist innilega. Þessi bláu augu, sem hann skildi svo vel. Brot 28. Hey, bíddu! Og ég bíð, enda liggur mér ekkert á. Hún er með sítt svart hár, dálítið langleit með stór augu. Falleg. Ljós kápan frá- hneppt og slæst lauslega um hana sem hún gengur mót mér friálsleg og bein í baki, ekki laust við hún stiki og sveiflar töskunni í takt við ganginn. — Hvað? — Ertu á leið heim? Jú — og við göngum af stað. 56. Afturljósin snöggroðna og dekkjast og greypast inní vitund mína hjólin ýlfra líkt og af sársauka dynkur og síðan rykkur þögn. Geislarnir skera mvrkrið baða svell- bunka götunnar og malbik og hana sem hún liggur teygður skakkur fótur hönd undir andliti lukt því og svörtu hári hand- leggur útá svellbunkann sperrtir fingur Ijós kápan skór peysa blóð og snöktandi maður hallast uppað brettinu ég gat ekki bremsað ég gat ekki gat ekki bremsað Guð minn ég gat ekki bremsað. Hún hafði fengið slæmt líkþorn um morg- uninn. 20. Sól lágt á lofti enda janúarvatnið grátt og bærist ögn af vindi og uppaf því dökku gljáandi rísa sinaberir bakkar og tré hand- an þeirra langt útvið sjóndeildarhring rautt við frostbláan himin fjallið þangað sem för minni er heitið og gamall síðskeggi vísar mér veginn eða spáfugl eða kona á hvítum hesti eða Jónmundur Jónmundsson stórfisker og beitingsmaður. Sitjandi á kassa við veðraðan eitt sinn brúnan skúrinn og fisklykt og þanglykt og sævarlykt og net og bátur á hlið og annar á hvolfi ryðgaðar trissur og rauður skúr og einn enn og á milli hanga netatjásur. Takandi í nefið með hægri hönd á vinstra læri og þvi eilítið skakkur derhúfa á höfði gallabuxur svört peysa slitinn jakki grænn trefill um háls og það jafnvel í mestu hit- um. Horfandi útá hafið fyrir framan sig fjörugrjót og himinn Ófelía. Á þessum slóðum hittust þau og leituðu þangs elsk- uðust giftust og lifðu farsælu hjónabandi í 30 ár og er mikill harmur kveðinn að þeim Jónmundi og kettinum svo og þörn- um. Siðan eru fimm ár og hann einn (bók- staflega allir gamlir sjómenn eru ekklar eða eiga karlæga konu og allavega dúsín af vanþakklátum þörnum sem stokkin eru til andskotans án þess svo mikið sem hysja upp um sig brækurnar og þakka gamlar samvistir mörg er heimsádeilan) — Börnin? ojæia, Ófelía, jú það er frið- urinn, verst með köttinn hann fékk matar- eitrun og lézt, ekki taka í nefið við mat- borðið Jónmundur, ekki slefa í kaffið Jón- mundur, þurrkaðu þér á fótunum Jón- mundur, notaðu klósettið Jónmundur, pabbi lestu fyrir mig pabbi hver var Pýþa- góras pabbi gemmér pening mjá Jón- mundur þegiðu Jónmundur alltaf ylja þær minningarnar minn drottinn. 32. Áttu sexkall? Miða. Lána mér? Auðvitað. Bros. Ruðzt inn. Setzt. Andað diúpt. Settur upp ópersónulegi svipurinn. Horft útum gluggann. Kona að koma bíl- stjóri kona að koma. Snögghemlað. Opnað. Inn paufast rautt sveitt feitt þakklátt gljá- andi ferlíki með gyllt gleraugu h'assast I sætið kastar mæðinni borgar gióir augun- um aftur f vagninn menn líta undan vertu róleg enginn læzt taka eftir þessu frum- hlaupi þínu þessum svita þessum blæstri nei. Við tölum saman Hún og ég göngum svo síðasta spölinn begiandi stönzum andartak fvrir utan hiá Henni eigum við að skreppa í bíó á eftir passaðu köttinn Jónmundur. 7. Síðan önnur kvöld og allt hvert öðru líkt og þó ekki og í liósi margra nátta leidd- umst við heimleiðis og ég fann líkama þinn í örmum mér kyssti þig elskaði gældi við svart hár þitt og angan þín í vitum mér ekkert slæmt svo lengi sem þú varst hjá mér gat ekki gat ekki bremsað Guð, gat ekki bremsað. Passaðu samt köttinn Jónmundur. Mussorgsky Daginn sem hann var jarðaður rigndi. Kistan svört með gylltum krossi haust og trén drúptu höfði. Svo voru fáein blóm möl á gangstígnum og fátt fólk. Þegar köðlunum hafði verið sleppt lá kistan eyðilega á grafarbotninum brún mold í kring og grísk-kaþólskur presturstóð og þuldi bænir fyrir sálu hins friðvana manns. Einnig nokkrir menn í svörtum loðfrökkum og með húfur kannski tvær konur og eitt barn. Ég man það ekki. Þann dag Ég stóð ein eftir á hlaðinu. Sólin skein og sléttan opnaði sig gul fyrir neðan og moldryk steig uppaf hjólförunum meðan óhreinn bíll- inn hvarf í fjarskann. Á þessum tíma voru trén laufguð og himinninn heiður og blár og ég sneri við með minninguna um þig á vörum mér en gat ekki grátið þó ég vissi þú kæmir aldrei aftur. Tærblá lind í rjóðri Tærþlá lind í rjóðri. Lokkar stúlkunnar hrynja um vanga og hverfa þannig mynd hennar. og þá sól sezt roðna gárarnir við gælur hennar lítillega og hársins. Haust Vetur framundan kalt og þrátt fyrir Ijóðræna fegurð margra kvölda og daga með litadýrð á trjám og lyngi býr kvíðinn og þrúginn í hverjum drætti þessara vikna sem senn eru liðnar einsog angurvært lag eitt sinn leikið eða orð sem seinna gleymdust. Stef Ég spurði aldrei hvern ég elskaði eða hvers vegna það var bara einsog blámi nætur og rautt vín og Ijós sem féll á vanga og augu sem þá blikuðu skærast Hverjum? Jón Benedikt Björnsson: Sigurverksins gangur Já, nærri má geta. Vitaskuld er yður meira en heimilt að virða fyrir yður þessa klukku. Gerið svo vel að fvlgja mér upp stigann. Sann- ast sagna eruð þér ekki eini ferðalangurinn, sem dettur ofan á þá afþreyingu. Þorpið hefur fátt markvert að bióða, eins oq þér hafið þegar uppgötvað. Og þessi gamla klukka hérna uppi í turninum er raunar mjög athyglisverð. Klukku- turninn sjálfur er þrjátíu fet og þrem þumlung- um betur, og efst á honum er klukkuskífa með rómverskum tölum og stórheiðarlegum kooar- vísum. En það er samt ekki það merkasta, heldur sigurverkið, sem er í skonsu uppundir ræfrinu. Þar fer allur aaldurinn fram. Verkið er orðið fiörgamalt, slitið og eytt og okkar í milli sagt ofboð Iftið vangæft í umgengni seinasta áratuginn. En með fortölum og fingrafimi má halda því gangandi oq þar á ofan hárréttu. Lengi? Já, mikil býsn. Ég hef verið lengi við þennan starfa. Því nær alla tíð. Að vísu dreymdi mig um einhver strandhögg i ríki fram- ans, þegar ég var unglingsskjatti. En það voru ungs manns órar og fánýtishugsun mesta. Ég vildi sigla og semia einhverja þá hljómkviðu, sem lifði eilífðina. Þá bauðst mér þessi klukku- varzla. Mig vanhagaði um farareyrinn til að komast burt úr þessu þorpi út f heim og tók 35
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.