Samvinnan - 01.06.1969, Page 44

Samvinnan - 01.06.1969, Page 44
Eysteinn Sigurðsson: MARXÍSK BÓKMENNTAKÖNNUN Það er kunnara en svo, að frá þurfi að segja, að marxisminn eða kommúnisminn er sú þjóðmálastefna, sem einna áhrifa- mest og umdeildust hefur verið innan hins vestræna heims undangengna hálfa öld eða svo. Hafa áhrif hennar spannað yfir flest svið mannlegs lífs, og þar á meðal bók- menntirnar. Hér á landi hefur þessi stefna vafalaust haft sín áhrif jafnt á almenna þjóðfélags- þróun sem bókmenntirnar, þótt enn sé það efni að miklu leyti órannsakað, og má t. d. benda á, að margir af fremstu rithöfundum þjóðarinnar eru eða hafa verið um tíma í hópi fylgjenda hennar, svo sem Halldór Laxness, Þórbergur Þórðarson, Gunnar Benediktsson, Jóhannes úr Kötlum og fleiri. Marxískir þættir í skáldskap þessara manna eru vafalaust fyrir hendi í einhverj- um mæli, t. d. er sennilegt, að áhugi Hall- dórs Laxness fyrir lítilmagnanum í þjóð- félaginu, eins og hann birtist einkum í fyrstu verkum hans (t. d. Sölku Völku, Sjálfstæðu fólki og Heimsljósi), eigi að einhverju leyti rætur að rekja til þessa, og af klassískum verkum okkar frá þessu tíma- bili má einnig nefna Bréf til Láru, sem beinlínis er marxískt áróðursrit. í Rússlandi, þar sem boðskapur marx- ismans hefur verið framkvæmdur til hvað mestrar hlítar, hafa bókmenntirnar hins vegar átt vægast sagt heldur erfitt upp- dráttar mestan þann tíma, sem hann hefur verið þar ríkjandi þjóðmálastefna. Fyrst eftir byltinguna lét Sovétstjórnin bók- menntir sem og aðrar listir að vísu að mestu afskiptalausar, bæði vegna þess að aðkallandi innanríkismál urðu að sitja í fyrirrúmi. og eins höfðu flestir listamenn þráð þjóðfélagsumbætur í áratugi, svo að úr hópi þeirra var naumast að vænta hættu- legra andstæðinga byltingarinnar. Á næstu árum var síðan unnið að því skipulega að gera þjóðina læsa og skrifandi, og þann tíma var stefna hins opinbera að því er snerti bókmenntirnar nánast fólgin í bví einu, að rithöfundarnir skyldu ,.framleiða“ sem mest lestrarefni fyrir hinn nýlæsa fjölda. Lenín hafði að vísu ákveðnar skoð- anir á verkum einstakra samtímaskálda sinna, en sá „bókmenntaáhugi" hans var fyrst og fremst bundinn við það, hvað úr þeim gæti haft þýðingu fyrir flokkinn og byltinguna. Áhugi hans á bókmenntum var þannig takmarkaður við áróðursgildi þeirra, og naumast er hægt að segja, að hann hafi mótað nokkra heildarstefnu í málefnum sovézkra bókmennta. Þetta breyttist hins vegar er frá leið. Áv- ið 1922 var sett á fót sérstök ritskoðunar- nefnd hins opinbera, sem í sat m. a. full- trúi leynilögreglunnar. í fyrstu beindist starf hennar þó eingöngu að því að hindra birtingu á skrifum, sem beindust gegn stjórninni í hreinpólitísku tilliti, en með upphafi fjórða tugs aldarinnar, þegar Stalín náði öllum völdum í landinu í sínar hendur, var hert á böndunum. Frá þeim tíma voru höfundarnir háðir ströngum lagaboðum hins opinbera, jafnt að því er varðaði efni, form og fagurfræðilegar að- ferðir, og miskunnarlaust var þaggað niður í þeim, sem brotlegir gerðust. Þessi laga- boð voru í stuttu máli í því fólgin, að höf- undarnir skyldu styðja stjórnina í því að brjóta niður hvers konar andstöðu gegn henni og vinna bug á þeim leifum kapí- talismans, sem ekki var unnt að útrýma með beinu valdboði. Með öðrum orðum, þá skyldu bókmenntirnar gerðar að einberu áróðurstæki, sem lofsyngi sovétskipulagið og fordæmdi harðlega hvern þann, sem ekki beygði sig í auðmýkt undir stefnu- mörk þess og starfsaðferðir. Ekki skipti meginmáli, hvernig bók væri rituð, heldur hvað stæði í henni. Og árangurinn gat að sjálfsögðu ekki orðið nema á einn veg: Meginhlutinn af bókmenntum þessara ára er einhæfur og lífvana, með þeirri einu markverðu undantekningu, að á sviði barna- bóka voru höfundarnir ekki eins klafa- bundnir og á öðrum. Að því er snerti lýs- ingar á börnum og athöfnum þeirra gátu þeir gefið tjáningu sinni nokkuð lausan tauminn, enda eiga Rússar mikið úrval góðra barnabóka frá þessum tíma. Með dauða Stalíns árið 1953 var nokkuð slakað á böndunum, og er þá talið hefiast svo nefnt hlákutímabil, kennt við skáldsögu Ehrenburgs, Hlákan, en á eftir henni fylgdi mikið flóð af skáldsögum, smásögum og ljóðum, þar sem einkum var fjallað um einstaklinginn og þarfir hans innan fast- ákveðins þjóðfélagsskipulags Sovétríkianna á mun opinskárri hátt en höfundarnir höfðu áður getað leyft sér. Jafnframt því varð unnt að ræða mun frjálslegar en fyrr um sovézkar bókmenntir, og ýmsir höfundar, sem höfðu verið bannfærðir um áraraðir (þar á meðal Dostójevskí) voru nú dregnir fram í dagsljósið. En þrátt fyrir þetta fer því fjarri, að sovézkir rithöfundar hafi síðan búið við fullt tjáningarfrelsi. Ekki þarf ann- að en nefna nöfn eins og Pasternak, Sinj- Stalín Engels avskí, Daniel og Tarsis til að sýna að svo er ekki, og ritskoðunarlögin frá fjórða tug aldarinnar hafa aldrei verið numin úr gildi. Það er þannig langt frá því, að innan landa- mæra Sovét-Rússlands ríki eða hafi ríkt það tjáningarfrelsi, sem á Vesturlöndum er talið frumskilyrði þess, að lífvænlegar listir geti náð fótfestu og þróazt. Það gefur að skilja, að þær aðstæður, sem að framan er lýst, hljóta að hafa sett ákveðið svipmót á starfsaðferðir bókmennta- könnunar („literary criticism“) í löndum þeim, sem búa við sovétskipulagið, enda hefur sovézk bókmenntakönnun farið mjög sínar eigin leiðir og að mörgu leyti aðrar en hin vestræna. Má segja, að hún sé í sem stærstum dráttum í því fólgin, að á meðan vestrænir bókmenntakönnuðir hafa á und- anförnum áratugum þróað starfsaðferðir sínar sem mest í átt til verkanna sjálfra, þ. e. lagt megináherzlu á að kanna verkin sem slík og þau lögmál sem þau lúta og innan þeirra eru ríkjandi, þá hafa hinir sovézku þvert á móti lagt höfuðáherzlu á umhverfi höfundanna, þjóðfélagið sem þeir hafa búið í og þau áhrif sem þaðan má rekja á þróunarferil þeirra. Það er í fullu samræmi við þetta, að sovézkum háskóla- stúdentum er kennt að rannsaka bók- menntaverk í þremur áföngum, í fyrsta lagi stöðu verksins innan bókmenntasögunnar, í öðru lagi þjóðfélagslegt umhverfi höfund- arins og í þriðja lagi verkið sjálft, sem er í algjörri andstöðu við öll nútímavinnu- brögð við vestræna háskóla, þar sem sjálf- sögð skylda þykir að skipa verkunum sjálf- um í fyrsta sæti. Sovétþjóðirnar hafa þó eignazt ýmsa hæfa bókmenntakönnuði, og í fremstu röð þeirra er Ungverjinn Georg Lukács, sem einkum hefur fengizt við að vinna úr heim- spekilegum skrifum þeirra Marx og Engels með sérstakri hliðsjón af fagurfræðilegum vandamálum. Rithöfundarferill hans spann- ar yfir mestan hluta aldarinnar, því að elztu bækur hans eru frá fyrsta áratugi hennar, en það eru einkum tvær af eldri bókum hans, sem taldar eru hafa mótað marxíska bókmenntatúlkun öðrum fremur, og nefnast þær á þýzku Die Seele und die Formen (1911) og Die Theorie des Romans (1920). í þessum bókum er Lukács undir sterk- um áhrifum frá ýmsum heimspekistefnum þeirra tíma, en einkum í hinni síðar nefndu reynir hann að leggja grundvöll að þróun- arheimspeki bókmenntanna í anda Hegels, þ. e. hann reynir að lýsa þróun hinna ein- stöku bókmenntategunda sem afleiðingu af framþróun hinna sjálfvirku afla, sem að verki eru innan þjóðfélagsins. Fý'rsta spurn- ingin, sem Lukács setur fram, er um það, 44

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.