Samvinnan - 01.06.1969, Side 60

Samvinnan - 01.06.1969, Side 60
Kvöldboð Val veitinganna fer að sjálfsögðu eftir tíma og hugkvæmni hús- móðurinnar, einnig eftir því í hvaða tilefni boðið er haldið. í stað þess að hafa brauð og kökur er oft fljótlegra og vinsælla að hafa t. d. einn heitan rétt og ostabakka eða eina köku og kaffi síðar um kvöldið. Hér kemur uppskrift af blönduðum kjötrétti og það tekur ekki nema um IV2 klst að búa hann til ásamt því sem borið er með, þ. e. a. s. ef allt er við höndina. Blandaður kjötréttur (handa 4—5 manns) %—% kg nauta-, lamba-, hrossa- eða hreindýra- kjöt 2 laukar 2—3 msk smjörlíki eða matarolía 1 dl tómatkraftur 4—5 dl vatn eða kjötsoð 2 lárviðarlauf 1 tsk salt Pipar á hnífsoddi Vs tsk spánskur pipar (paprika) Sósan: 3—4 msk hveiti, 1 dl vatn 4 sneiðar reykt flesk (bacon) 200 g nýir sveppir, 1 msk smjör, sitrónusafi, salt 1—2 msk rjómi Soðnar hveitilengjur (spaghetti) Hrátt grœnmetissalat Flysjið laukinn, skerið hann í sneiðar og brúnið í helmingnum af smjörlíkinu eða matarolíunni. Skerið kjötið í munnbitastóra bita og brúnið það í því sem eftir er af feitinni. Látið í pott ásamt lauknum, vatni eða kjötsoði og kryddi. Soðið í 30—45 mín. eftir kjöttegund. Jafnið sósuna með hveitijafningi og kryddið eftir bragði. Kjötið má drýgja með lifur sem er steikt í smáum bitum og soðin með 3—5 mín., einnig með litlum pylsum (coktailpylsum). Á meðan kiötið svður er fleskið skorið í litla bita og steikt á þurri pönnunni, síðan látið í skál. Hreinsið síðan sveppina og skerið með eggjaskern. Brúnið í smjörinu og sjóðið í 2—3 mín. Bragðbætið með nokkrum dronum af sítrónusafa og salti. Sjóðið hveitilengjurnar í saltvatni. hellið vatninu af og bætið Vz msk af smjörlíki út í pottinn. Hrátt salat: 3—4 gulrœtur, % agúrka, 2 epli, 2 apvelsínur, sati úr % sítrónu, 2 msk ávaxtasafi, 1 msk púðursykur. Hreinsið gulræturnar og rífið á meðalgrófu rifjárni. Skerið ae- úrkurnar í sneiðar og appelsínurnar og eplin í smáa bita. Blandið síðan öllu varlega saman ásamt safanum og púðursvkrinum. Berið kiötréttinn fram vel heitan í pottinum eða diúnu fati (gott er að blanda 1—2 msk af þeyttum rjóma út í sósuna). Látið svenn- ina orr fleskið yfir. Berið hveitilengiurnar. rifinn ost og hráa sal- atið með f skálum. í staðinn fyrir hveitilengjur (snaghetti) er einn- ig gott að hafa soðin hrisgrjón eða franskar kartöflur. Smáréttir soðnir í feiti (Fondue) Til þess eru notaðir sérstakir pottar. oftast konarpottar sem hit aðir eru yfir sprittloga. Fondue er svissneskur þióðarréttur. Kiöt brauð o. fl. er skorið í munnbitastóra bita og gestirnir sjóða eða HEIMILIS ir Bryndís Steinþórsdóttir ~£snmi3H steikja kjötið sjálfir með þar til gerðum löngum göfflum. Með kjötinu eru bornar 2—4 tegundir af sósum og hrátt salat, t. d. grænt salat með olíuedikssósu. Þegar brauðteningar eru bornir fram, er höfð heit ostasósa í pottinum og brauðinu dýft þar í. Með fondue er borið fram öl eða rauðvín. Smákjöt soðið í feiti Bezt er nautakjöt. Hreinsið kjötið, þerrið vel og skerið í munnbita- stóra bita og látið á fat eða í litlar skálar sem hafðar eru hjá hverj- um diski. Berið síðan með t. d.: Grænt salat með olíuedikssósu. 2— 3 salathöfuð, 2—3 tómatar og % agúrka Sósan: 3 msk matarolía, safi úr hálfri sítrónu, 1 tsk hunang eða púðursykur, % tsk salt, pipar á hnífsoddi, steinselja Blandið öllu saman í hristiglas og klippið steinseljuna út í. Þvoið salatblöðin og raðið þeim í skál ásamt tómatbátum og gúrkusneið- um. Hellið sósunni yfir. Látið sósurnar, þ. e. remolaðisósu eða bernaisesósu, í smáskálar ásamt kryddsmjöri, t. d. piparrótarsmjöri (hrærðu smjöri með rif- inni piparrót eða piparrót úr túbu saman við eftir bragði). Einnig eru oft bornar ólffur, saxað sýrt grænmeti (chutney), tómatkraftur og franskar kartöflur hér með. Hafið pottinn tæplega hálfan af matarolíunni og hitið hana rétt áður en gestirnir setjast til borðs og steikja kjötbitana sem síðan er difið í sósurnar. Hveitibrauðsbitar með ostasósu 3— 400 g mjólkurostur (40% bragðsterkur) 1 dl mjólk 2—3 dl hvltvín Hvítlauksduft og salt eftir bragði Hveitibrauð Smyrjið pottinn innán með smjöri. Rífið ostinn á fínu rifjárni og hitið hann ásamt mjólkinni við hægan hita, hrærið stöðugt í þar til osturinn er bráðnaður. Bætið hvítvíni, lauk og salti í ásamt smjör- bita (1 msk). Sjóðið nokkrar mínútur. Berið fram strax með hveiti- brauðsteningum sem er dýft í sósuna jafnóðum og þeir eru borð- aðir. Ath. að halda sósunni heitri, annars verður hún seig. Litlar eqqiakökur með hanqikjöti eða reyktu svínakiöti (skinku) 3 egg 2 msk hveiti 3 msk vatn eða mjólk 100 g hangikjöt Graslaukur, rifinn ostur Skerið kjötið í smáa bita. Þeytið 2 egg og eina eggiarauðu ásamt hveiti og vatni. Stífþeytið hvítuna sem eftir er og blandið henni varlega saman við, ásamt kjötinu og lauknum. Bræðið smjörlíki á pönnu og bakið 3—4 eggjakökur úr deiginu, við hægan hita. Látið kökurnar jafnóðum á heitt fat og stráið rifnum osti yfir. Borið fram með rúgbrauði, t. d. sem heitur réttur á kvöldborðið við betri tækifæri. 60

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.