Samvinnan - 01.06.1969, Page 67

Samvinnan - 01.06.1969, Page 67
ÞVÍ ER SLEGIÐ FÖSTU: SUNNA FERÐASKRIFSTOFA INTERNATIONAL |£^]jjjjj^j TRAVEL BUREAU Hvergi meira fyrir ferðapeningana travel BANKASTRÆTI 7 SÍMAR 1 64 00/1 20 70 CABLES: SUNNATRAVEL P.O. BOX 1162 - TELEX 61 Hið reglubundna og ódýra leiguflug Sunnu veitir þúsundum tækifæri til að komasttil útlanda. Sumarið 1968 tóku 4.100 manns þátt í skipulögðum hópferðum á vegum Sunnu til útlanda eða fleiri en hjá öllum öðrum íslenzkum ferðaskrifstofum til samans árið 1968. Á þessu ári mun Sunna enn auka leiguflugið til að lækka fargjöldin og gera ferðirnar ódýrari, þrátt fyrir gengisfellingar og dýrtíð. Hvers vegna farseðlana hjá SUNNU? Hvers vegna kaupa venjulegir flugfarþegar í vaxandi mæli farseðla sína hjá SUNNU, en ekki flugfélögunum? — Vegna þess að SUNNA selur farseðlana á sama verði og flugfélögin en fær að auki ókeypis, margskonar þjónustu, sem þau annars fá ekki. — SUNNA er alþjóðleg lATA-ferðaskrifstofa með full umboðsréttindi fyrir öll flugfélög og gefur sjálf út farseðla þeirra. SUNNA er hlutlaus gagnvart öllum flugfélögum, sjónarmið SUNNU er því sjónarmið við- skiptavinarins, en ekki einstakra flugfélaga. Þessvegna er tryggt, að fargjöld og leiðir eru reiknuð út viðskiptavininum í hag, án tillits til þess sem hagkvæmast er fyrir einstök flugfélög. 15 dagar, Mallorca, frá kr. 11.800.00 25% fjölskylduafsláttur. — HÓPFERÐAAFSLÁTTUR. Brottför annanhvern miðvikudag og að auki annanhvern föstudag í júlí, ágúst og september. Ótrúlega ódýrar ferðir til sólarlandsins Spánar. Til samanburðar kostar farseðill með áætlunarflugi til Mallorca kr. 29.000.00. Miðviku- dagsferðir flestar 17 dagar — tveir dagar í London á heimleið. Fararstjórn og fyrirgreiðsla: Skrifstofa Sunnu í Palma. Kaupmannahöfn, 15 dagar, frá kr. 11.800.00. Brottför 5. júlí, 19. júlí, 2. ágúst, 16. ágúst og 30. ágúst. Óvenjulegt tækifæri til að komast í ódýrar sumarleyfis- ferðir til Kaupmannahafnar og margra annarra landa þaðan. Farseðill í áætlunarflugi til Kaupmannahafnar kostar nú kr. 19.000.00. Eigin ferðaskrifstofa Sunnu á Vesterbrogade 31 í Kaupmannahöfn er farþegum til ómet- anlegs öryggis og þjónustu. Kaupmannahöfn — Borgin við sundið — er og verður óskaborg margra íslendinga. SAMVINNAN gefur þeim áskrifanda, sem greiðir áskriftargjald SAMVINNUNNAR í ár, kr. 350.00, fyrir 30. september n. k., tækifæri til að vinna glæsilega Sunnuferð til Mallorca fyrir tvo. Velja má um ferðir í október í haust eða vorferðir Sunnu á næsta ári. í fyrra fóru hjón á Húsavík í vinningsferð SAMVINNUNNAR til Mallorca — Hver fær sumaraukann í ár? Sunnuferðir eru ódýrar úrvalsferðir og þessvegna eru það Sunnuferðirnar sem fólkið velur.

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.