Samvinnan - 01.02.1970, Blaðsíða 20

Samvinnan - 01.02.1970, Blaðsíða 20
eitur og þó sérlega sápuefni sem við nú þegar höfum losað okkur við í öskuhauga hafsins, nægi að líkindum t;l þess að eyða nær öllu lífi í hafinu innan tíu til fimmtán ára. Þessi stutta upptalning á helztu vandamálum nútímans held ég að nægi til að það megi fullyrða að vandamálin eru ný. Við getum mjög lítið stuðzt við reynslu genginna kynslóða úr baráttu þeirra við leyst vanda- mál. Einnig er ljóst að vandamál- in krefjast ekki „skjótrar úr- lausnar“, við leysum þau á næsta áratug eða förumst ella. Til þess verðum við að þekkja óvini okk- ar, skilja hverjir telja sér stund- arhag í því að haldið sé áfram á sömu braut. Það eru þeir sem hirða afrakstur af eign, þeir sem tala um fjárhagslega afkomu þjóðarbúsins og viðskiptajöfnuð við önnur lönd og brenna um- íramkornið. Það eru líka þeir sem engu eiga að tapa en eru gegnsýrðir af hugsunarhætti laga og ríkjandi ástands. Þessir menn hafa fært mér og minni kynslóð í morgungjöf þann ótta sem verstur er: óttann við að ala börn í dauðadæmdan heim. í baráttunni gegn þeirn er allt leyfilegt. Því aðeins að við vöknum til vitundar um að ný vandamál eru fyrir hendi, tröllvaxnari og hræðilegri en nokkru sinni fyrr, og þau skulum við leysa núna, strax, hvernig sem við förum að því, og allar gamlar aðferðir gagna okkur ekkert, því aðeins að við skiljum að við verðum að grípa til nýrra ráða í örvænting- arfullri leit að þeim sem duga, því aðeins eigum við okkur lífs- von. Okkar er leikurinn. Og hann skal ekki verða sá síðasti í tafl- inu. Freyr Þórarinsson. Friðrik Guðni Þórleifsson: HAUST Kælan bar mér boð grimm, bliknar jörð, nótt gerist niðdimm. Stjórnmálaafskipti æskufólks Gestur Guðmundsson: íhaldssömum valdhöfum er eðlilega ætíð umhugað um að beina pólitískum umræðum frá möguleikum til röskunar á völd- um þeirra og forréttindum. Því reyna þeir að koma því til leiðar að þjóðfélagshópar sem líkleg- astir eru til að hafa forgöngu um slíkar umræður láti þjóðfélags- mál afskipt. Einn þeiri’a hópa er námsmannastéttin. Lengi hefur það verið valdhöfum í hag að námsmenn hafa haft óbeit á þjóð- málaafskiptum, en síðustu árin hefur þar orðið grundvallarbreyt- ing á. Ungt fólk er pólitískast allra. Hér á landi eru þau afskipti enn á frumstigi en munu örugg- lega sífellt aukast á komandi ár- um. Kveikjan að vaknandi póli- tískri vitund íslenzkra æsku- manna kemur frá námsmanna- hreyfingum Vesturlanda, af reynslu þeirra hreyfinga má draga ýmsa lærdóma og spá fyrir um atburðarás komandi ára. Astæða hinna gífurlegu póli- tísku afskipta æskumanna eru djúpstæð vonbrigði með þróun þjóðfélagsins. Sú óánægja hefur lengi verið fyrir hendi og birzt í ýmsum myndum, svo sem í líf- erni hippía og próvóa og frá- brugðnum venjum meirihluta æskunnar í klæðaburði, tónlistar- smekk og öðru hneykslunar- kenndu athæfi. En fyrst með hinum voldugu námsmannahreyf- ingum hefur tekizt að gefa þess- ari pólitísku óánægju verulegt pólitískt innihald. Ástæður þess að svo skyndilega og óvænt reis mikil alda pólitískra aðgerða um allan hinn vestræna heim eru margar, og vil ég hér geta nokk- urra. Hin stefnulausa uppreisn sjötta áratugsins, sem einkum fólst í æsilegum lifnaðarháttum próvóa og raggara og fann menningar- legan bakhjarl í popp-tónlist m. a., beið algert skipbrot. Neyzluþjóð- félaginu tókst að beina henni inná sínar brautir svo að hún varð ekkert annað en ný gróðalind auðjöfranna. Mönnum varð ljóst hve þvingun þjóðfélagsháttanna var allsráðandi og að undan henni varð ekki flúið. í Víetnam heyr imperíalism- inn eitthvert grimmúðlegasta stríð veraldarsögunnar. í Banda- ríkjunum og leppríkjum þeirra kveikti stríðið bál mótmælaað- gerða, og óhjákvæmilega hlutu þessi óvenjulega fólskulegu og óréttlætanlegu manndráp að vekja menn til umhugsunar um það þjóðskipulag sem heyr slíkt stríð eins og ekkert sé. f háskólum höfðu stúdentar lengi barizt fyrir endurbótum og varð æ betur ljóst að háskóla- pólitík valdhafa var ekkert annað en barátta fyrir áframhaldandi og auknum völdum. Er stúdentar höfðu hafið smærri aðgerðir gegn einstökum málum eins og t. d. Víetnamstríð- inu, ráku þeir sig á fréttafalsanir fjölmiðla. Þeir fóru að gera sér grein fyrir allsherjar skoðana- kúgun kerfisins sem birtist m. a. í ófullnægjandi, villandi og oft forheimskandi fréttaþjónustu og einstefnukenndri kennslu í skól- um. Ungt fólk hefur víðast hvar á Vesturlöndum verið laust undan áhyggjum af lífsafkomu. Því hef- ur það metið á nýjan leik ráð- andi verðmætamat og afstöðuna til þriðja heimsins. Þar hafa þeim opinberazt sannindi um þjóðfélag neyzlu sem byggist á nýjum mörkuðum í formi tilbú- inna, stýrðra þarfa og stöðugu arðráni vanþróaðra ríkja. Einnig mætti nefna að hugsun nútímaæskumanna er mun sjálf- stæðari en fyrri kynslóða. Það má helzt rekja til þess að fjöl- skyldubönd rofna, heimsmyndin öll ótraustari og væntanlegt lífs- hlaup markað meiri óvissu. Upp- eldisaðferðir hafa tekið miklum stakkaskiptum, og er nú víðast lögð meiri áherzla á að leyfa sjálfstæðar tilraunir en aga að stöðluðum venjum. Fleira mætti tína til, en þetta ætti að nægja til að gera sér grein fyrir heildarsamhengi hlut- anna: Að námsmenn hafa í krafti þjóðfélagslegs óhæðis gert sér grein fyrir uppbyggingu þjóðfé- lagsins og stöðugu viðhaldi for- réttinda með því að beina öllu þjóðfélaginu til þjónkunar við þau og gera það jafnframt háð þeim til að slæva róttækni og breytingarvilja. Einnig hafa þeir gert sér ljóst samhengi milli imperíalismans og innri gerða auðvaldsþjóðfélagsins. Segja má að þessar hugmyndir um þjóðfélagið hafi löngu verið orðnar að hugmyndafræði æsk- unnar, en ástæða þess hve skyndilega þær brutust fram er sú, að æskumenn hafa lengi verið haldnir tortryggni í garð hug- myndafræði. Því hafa þeir risið öndverðir gegn því að lesa um eða ræða þjóðfélagsmál, skoðanir þeirra hafa frekar verið lífstján- ing en hugmyndafræði. í stúd- entaóeirðunum hófu margir stúdentar fyrst að kynna sér póli- tísk fræði, og þá myndaðist einn- ig nýr kafli í pólitískum umræð- um vestrænna vinstrimanna. Ég vil tína til nokkra helztu postula háskólaæskunnar ef ske kynni að sá listi gæfi nokkra hugmynd um skoðanir hennar. Karl Marx er enn hátt skrif- aður. Samfara auknu hugmynda- frelsi kommúnista á Vesturlönd- um hafa kenningar hans verið endurtúlkaðar og aðlagaðar nú- tíma aðstæðum. Maó Tse Tung og kínversku byltingarnar hafa varpað nýju ljósi á stéttlaust þjóðfélag og byltingu í þriðja heiminum. Herbert Marcuse hef- ur verið í fararbroddi nýrrar bylgju gagnrýnenda og rannsak- enda á samfélagsháttum síðkapí- talismans. Kenning hans um ein- víddarmann hefur varpað nýju ljósi á samfélagsgerð Vesturlanda og orðið einn helzti hvatinn á hreyfingu stúdenta. Leiftrandi fordæmi Guevara hefur blásið hug í byltingarmenn víðsvegar, einkum kenningar hans um að byltingarmenn geti sjálfir skapað ýmis skilyrði byltingar. Óánægja ungmenna hafði safn- azt saman í einn risavaxinn bál- köst þjóðfélagsgagnrýni sem í kviknaði mestmegnis vorið 1968 (í Frakklandi, Þýzkalandi og víð- ar). Víðast hvar brauzt bálið út með líkum hætti. Kröfum um bætta kennsluaðstöðu, lýðræðis- leg vinnubrögð í skólum og hlut- deild í stjórn háskóla var ein- dregið vísað á bug. Stúdentar þóttust sjá hið þjóðfélagslega samhengi, og þegar friðsamlegum mótmælaaðgerðum þeirra var svarað með ofbeldi lögreglu, kviknaði í. Lögregluofbeldið og heiftúðug viðbrögð kerfisins við nýjum hugmyndum röktu þeir beint til eðlislægs fasisma. Um skeið loguðu stærstu borgir Vest- urlanda í götubardögum; nú er allt kyrrt á yfirborðinu, en undir 16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.