Samvinnan - 01.02.1970, Síða 23

Samvinnan - 01.02.1970, Síða 23
tækisíns þurfa ekki að eiga neitt hlutafé. Þetta gæti bent til þess, að ástæða sé til að endurskoða löggjöfina. Við verðum að geta búið fyrirtækjum okkar svipuð skilyrði og erlend fyrirtæki búa við, eigi þau að vera samkeppnis- fær. Nú eru uppi háværar raddir um að afskriftir miðist við end- urkaupsverð. Það afskriftaform, sem við höfum búið við, hefur í verðbólguþjóðfélagi átt sinn þátt í því að fyrirtæki eru sífellt í rekstrarfjárvandræðum. Einfald- ast er að skýra þetta út með dæmi. Maður, sem hyggst hefja atvinnurekstur, kaupir sér jarð- ýtu á 3,5 millj. kr. Hann á ýtuna skuldlausa og hyggur á atvinnu- rekstur á heilbrigðum grundvelli. Hann lifir á því að reka ýtuna, en samkeppnin er hörð. Jarðýt- una má afskrifa á fimm árum, og er miðað við 1800 vinnustund- ir á ári, en líftími ýtunnar er gef- inn upp 9000 vinnustundir. Hann leggur því samvizkusamlega af- skriftirnar fyrir í sparisjóðsbók, 18,5% af kaupverði ýtunnar á ári, sem eru skattfrjáls og skulu notast til endurnýjunar atvinnu- fyrirtækisins. Að fimm árum liðnum er ýtan slitin og seld fyrir „slikk“. En eigandinn á nú af- skriftirnar á bankabók 3,5 millj. kr. og hyggst nú hefja næsta fimm ára tímabil og kaupa sér nýja ýtu. Nú kostar jarðýtan hins vegar 6 milljónir kr. Maðurinn á því ekki annarra kosta völ en að skulda upp undir 50% í nýju ýt- unni og stendur nú mun verr að vígi en á fyrstu fimm árunum. Auðvelt er að reikna út, að þegar tíu ár eru liðin, er allt útlit fyrir að rekstur stöðvist. Að vísu er þetta mjög einfalt dæmi, en segir þó sína sögu. Vafalaust mætti lengi ræða af- skriftareglu skattalaganna út frá þessu dæmi. Það er t. d. óhentugt að afskrifa ýtuna með jöfnum afskriftum á fimm árum. Eðli- legra væri að afskrifa hana á fimm árum, en eigandi réði hversu mikið á hverju ári. Það gefur auga leið, að sé ýtan notuð mun meira en 1800 stundir t. d. fyrsta árið, nær eigandi ekki að afskrifa raunverulegt slit, og skattyfirvöld reikna honum ýt- una meiri eign en hún raunveru- lega er. Þetta getur aftur komið einkennilega út, ef eigandinn gerði tilboð í tímafreka mann- vh'kjagerð. Fyrstu 1800 vinnu- stundirnar mundi hann reikna gjald fyrir ýtuna út frá því að leggja 18,5% af kaupverði henn- ar skattfrjálst til hliðar sem af- skriftir. Verði vinnutíminn hins vegar lengri sama árið, verður hann að reikna með skattlagn- ingu alls gjaldsins, og stöndum við þá frammi fyrir þeirri þver- sögn, að einingarverðið hækkar, ef um svo stór verk er að ræða, öfugt við það sem eðlilegt gæti talizt. Freistandi er að ræða nánar um skattalöggjöfina, þótt ekki sé unnt að gera henni nein skil í svo stuttri grein. Mig langar þó til að minnast lítillega á vaxta- frádráttinn. Samkvæmt lögum má draga vaxtagreiðslur frá skattskyldum tekjum. Það hefur lengi vakið athygli manna, að engin mörk eru fyrir því, hversu háar vaxtagreiðslur mega vera til þess að vera frádráttarhæfar. Flestir íslendingar, sem komnir eru til manndómsára, hafa feng- izt við húsbyggingar og þekkja, að eigin vinna við byggingu er undanskilin skatti upp að ákveðn- um vinnustundafjölda. Vinni eig- andi fram yfir það, skal hann greiða skatta af vinnu sinni. Jafnframt er eigin vinna aðeins frádráttarhæf við byggingu eins húss. Selji aðili af einhverjum orsökum húsið og hefji byggingu annars, skal hann greiða skatt af eigin vinnu, nema þeim prósentu- fjölda sem síðara húsið er stærra en það fyrra. Vinni eigandinn hins vegar lítið sem ekkert í húsinu, en slái lán, eru allir vext- ir frádráttarhæfir án nokkurs efra marks, hversu oft sem hann kaupir, selur og byggir. Virðist mörgum þetta rangt, þar eð þjóð- hagslega sé hagkvæmara, að menn vinni við byggingu hússins sjálfir en að þeir auki þrýsting- inn á lánamarkaðinum. Það hlýtur að vekja athygli manna, að vaxtafrádragið mis- munar mönnum þar sem sízt skyldk Hátekjumaður, sem greið- ir 100 þús. kr. í vexti, minnkar með því skattgreiðslur sínar um 50—60 þús. kr. Láglaunamaður, sem greiðir litla skatta, hefur hins vegar sáralitla hjálp af vaxtafrádrættinum, þar eð sú upphæð, sem hann greiðir í vextþ hefði að mjög litlu leyti farið í skatta. Það er og mál manna, að til vaxtafrádragsins megi rekja veruleg skattsvik. Maður, sem á góða eign en skuldar lítið, getur sparað sér verulega skattgreiðslu. Hann gefur út skuldabréf á handhafa með veði í eigninni, rétt eins og við gefum út víxil. Hann lætur þinglýsa bréfinu sem skuld á eignina, en selur það ekki, heldur geymir það í banka- hólfi. Á gjalddaga lætur hann bréfið í innheimtu í banka, greið- ir af því og fær kvittun fyrir greiðslu. Síðan fer hann aftur í bankann sem eigandi bréfsins og sækir greiðsluna. Setjum svo, að bréfið sé að nafnverði 1 milljón kr. og vextir 8%. Heildarvaxta- greiðsla frádregin á skattaskýrslu samkvæmt kvittun er þá 80 þús. kr., og hlutaðeigandi sparar sér 40—50 þús. kr. í skattgreiðslu. Vert væri einnig að velta nokk- uð fyrir sér skattgreiðslum er- lendra fyrirtækja á íslandi, svo sem verktakafyrirtækja sem vinna hér að mannvirkjagerð. Þessi fyrirtæki skulu greiða hér skatta og skyldur, en þeim er í lófa lagið að komast hjá þeim flestum. Líti t. d. út fyrir hagnað hjá fyrirtækinu, sýnir það fram á að dótturfyrirtæki þess erlend- is eigi þær vélar, sem unnið er með. Dótturfyrirtækið hækkar síðan leiguna á vélunum, þar til fyrirtækið hér stendur á núlli og greiðir engin gjöld. Þannig flytja þessi fyrirtæki fjármagn milli landa og endar allt e. t. v. á bankareikningi í Sviss. Hér gefst ekki tóm til frekari vangaveltna, en æskilegt væri að menn rökræddu almennt um áhrif löggjafar ríkisvaldsins á at- vinnu- og efnahagslíf þjóðarinn- ar. Mér segir svo hugur um, að margt mætti betur fara. Opnar umræður og vakandi áhugi þjóð- arinnar gætu miklu áorkað. En sá er helztur galli okkar eftir- vinnuþjóðfélags, að tómstundir gefast vart til annars en hvíldar, og menn verða sljóir fyrir þjóð- félagsmálum og umbótum. Guðmundur G. Þórarinsson. Dagur SigurSarson: „NEYTTU Á MEÐAN Á NEFINU STENDUR!" I. Ég er sá sem ég er. Ég er ég og ég kem til dyranna einsog ég er klæddur í það og það skiptið. Ég er ég. Frjálsræðishetjurnar góðu príluðu yfir borðstokkinn og kíktu kríngum sig í ónumdu landi: Eingin gjaldheimta hér! Reisum bú hér! II. Ýliblær á kinn mér selta í vitum löður við tær gimburskel og hrúðurkall í vinstra brjóstvasanum og safi sem litar skálmarnar grænku á leiðinni heim sólin sem kyssir mig brunakossi á nefbroddinn og stelpan sem bíður á hólnum og fitlar við strá allt þetta elskar mig III. mig mig elskar mig einkum þó sólin einkum stelpan sólin sem dansar á himninum stelpan sem bíður á hólnum stelpan sem bíður í sólinni sólin sem dansar um stelpuna stelpan og sólin á hólnum elska mig og ég elska þær líka á hólnum. IV. Eingin gjaldheimta hér! 26. ættliðurinn: ég herra 1556-7104 skeindi mér áðan á gjaldheimtuseðlum í fjörunni. Ég er sá sem ég er. Ég er ég og ég held því áfram. Er á meðan er. 19

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.