Samvinnan - 01.02.1970, Blaðsíða 24

Samvinnan - 01.02.1970, Blaðsíða 24
Helgi Skúli Kjartansson: Um menntaveginn Mesta ábyrgðarhlutverk hverr- ar kynslóðar er að ala upp börn sín, búa þau úr garði til lífs og starfs í heimi framtíðar. Að því verki eiga skólarnir nú mikinn hlut og vaxandi. Skólaganga er aðalstarf íslenzkra barna og ungl- inga, flestra langt fram á tvítugs- aldur og margra lengur. Veltur því á miklu um gengi og heill þjóðarinnar, hversu skólar henn- ar gegna ætlunarverki sínu, að þeir lagist að síbreytilegum kröf- um tímans og bregðist greiðlega við nýjum þörfum. Ég ætla að leiða hjá mér starfs- hætti skólanna og verkefnaval, en ræða nokkuð um einn þátt í formbyggingu skólakerfisins, þó ekki landsprófið, heldur stúdents- prófið, lykilinn að háskólanámi. Skólakerfið miðar að því að skipta hverjum aldursflokki í tvo skýrt afmarkaða hópa, mennta- menn og hina. Um tvítugsaldur- inn er skiptingin innsigluð með því, að nálægt sjöundi hluti ung- mennanna fær stúdentsskírteini og þar með einkarétt til háskóla- náms og margra þeirra starfa, er eftirsóknarverðust þykja. Þetta er menntavegurinn, sem flestir foreldrar óska að sjá börn sín ganga. Áfangarnir á leið að stúd- entsprófi eru landsprófsdeildir og menntaskólar, einnig framhalds- deildir verzlunar- og kennara- skóla. Þessi hluti skólakerfisins gegnir því þríþætta hlutverki að vinza úr þá unglinga, sem verð- ugir eru æðri menntunar; að veita þeim almenna menntun, sem krafizt er, að háskólamenn hafi tileinkað sér; og loks að veita þeim þá undirbúnings- menntun, að þeir geti lagt stund á háskólanám. Miðað við eðli og hlutverk há- skólamenntunar, eins og það hef- ur lengi verið, er þetta kerfi skynsamlegt og um sumt eftir- takanlega frjálslegt. Háskólanám hefur verið langt, dýrt og mjög sérhæft; háskólamenntaðir menn fáir, en hafa gegnt hinum virð- ingarmestu störfum og mjög ver- ið til þeirra litið um forystu á flestum sviðum. Meirihluti manna hefur unnið tiltölulega einfalda erfiðisvinnu. Við slíkar aðstæður er eðlilegt að velja vandlega unglinga til langskóla- náms og veita þeim víðfeðma al- menna menntun, þar sem í þeirra höndum verða mest áhrif hennar í þjóðfélaginu. Nú er samfélag manna síbreyti- legt. Því er athugandi, hvort þjóðfélagsþróun síðustu áratuga og fyrirsjáanlegt framhald henn- ar muni ekki leiða til þess, að hlutverkunum þremur, sem ég nefndi áðan, verði betur sinnt með nokkuð öðrum hætti en tíðk- azt hefur. Aðsókn að langskólanámi er þessi árin að aukast stórlega. Sýnt er, að í náinni framtíð muni háskólamenntaðir menn verða miklu fleiri en þörf er fyrir inn- an hinna hefðbundnu akademísku starfsgreina. Háskólamenntun þarf þá að verða fjölbreyttari, svo að hún komi víðar að notum. Fer þá að verða torvelt að vinza úr í einu lagi þá unglinga, sem rétt eigi til háskólanáms, ef það verð- ur enn margbreytilegra að kröf- um og markmiðum en nú er. Gildi almennrar menntunar dreg ég ekki í efa, öðru nær. Ef vel tekst til, opnar hún mönnum sýn til þeirra sviða þjóðfélagsins og heimsins, sem starf þeirra eða sérmenntun nær ekki til, greiðir fyrir skynsamlegri skoðanamynd- un, kynnir mönnum margt, sem þeim getur orðið gleðigjafi, og veitir þekkingu og þjálfun, sem kemur að gagni við frekara nám og margvísleg störf. Á öllu þessu þurfa háskóla- menn að halda. En þarfir þeirra fyrir almenna menntun eru ekki jafn-sérstakar og áður var. Störf alls almennings krefjast í vax- andi mæli þekkingar og ábyrgð- ar. Lýðræðisríki, sem ekki á að kafna undir því nafni, þarfnast þess að sem flestir þegnar þess geti myndað sér skoðanir af þekkingu og víðsýni. Æ fleiri störf verða tilbreytingarsnauð og ófrjó, en tómstundum fjölgar. Hvort tveggja kallar á, að fólk kynnist sem flestu, er orðið geti að heilbrigðri og þroskandi dægradvöl. Þá eru menntaleiðir aðrar en háskólanám, þar sem þörf er verulegrar almennrar menntunar, eins og sést af því, hve miklu af námstíma í sérskól- um (t. d. verzlunar- og iðnskól- um) er varið til kennslu al- mennra greina. Þá má gera ráð fyrir, að örar breytingar atvinnu- hátta knýi marga til að skipta um starfsgrein á miðri ævi, og mun þá menntun auðvelda þeim þjálf- un til nýrra starfa. Því skyldi verkfræðingurinn, sem hannar mannvirki, þarfnast meiri al- mennrar menntunar en iðnmeist- arinn, sem stjórnar verkinu, eða tæknifræðingurinn, sem hefur eftirlit með framkvæmdum? Þarf lögfræðingur stórfyrirtækis meiri íslenzkukunnáttu en blaðafulltrúi þess? Hefur stærðfræðistúdent- inn meiri þörf fyrir málakunn- áttu en verkstjórinn, sem sendur er til sama lands til þjálfunar? Mér virðist allt hníga að því, að verðandi háskólamenn hafi ekki miklu meiri þörf fyrir almenna menntun en ýmsir aðrir. En sá hluti skólakerfisins, sem einkum veitir almenna menntun, miðast sérstaklega við undirbúning und- ir háskólanám. Þetta tvennt er líka fast tengt í almenningsvit- und, þannig að stúdent er talinn hálf-misheppnaður, ef hann lýkur ekki háskólaprófi. Þannig er þeim, sem fara í menntaskóla, hálfvegis þrýst áfram í háskóla, þótt þeir hafi e. t. v. meiri hug á öðru, sem gæfi þeim ekki síður tækifæri til að neyta hæfileika sinna. Öðrum standa til boða gagnfræðaskólarnir, sem litið er á sem óæðri hluta menntakerfis- ins og fullnægja ekki þörfum allra annarra en háskólamanna. Niðurstaða mín er sú, að hin tiltölulega skýra sérstaða lang- skólaleiðarinnar í íslenzku menntakerfi sé ekki lengur heppileg. Menntaskólanám á ekki að miðast eindregið við væntan- legt háskólanám, og gagnfræða- nám á að geta orðið mun viða- meira en nú er. Milli gagnfræða- og menntaskóla þarf tiltölulega greiðan gang. Þeir ættu í reynd að mynda samfellt almennt skóla- stig, þar sem unglingar gætu (með leiðsögn) valið viðfangs- efni, bókleg og verkleg, í sam- ræmi við hæfileika sína og áhugamál. Seinfærum nemend- um ætti ekki að vísa á dyr, held- ur skammta þeim viðfangsefni við hæfi, og eins ætti að örva hina dugmeiri til meira eða hrað- ara náms en almennt væri ætlazt til. Markmiðið væri, að sem allra flestir nytu þeirrar al- mennu menntunar, sem áhugi þeirra og hæfileikar leyfðu. Ungl- ingarnir lykju námi á mislöng- um tíma og miserfiðu. Þaðan lægi leið þeirra til starfa eða stutts sérnáms eða í háskóla. Ákveðnar kröfur yrði að gera um námsval og námsárangur til inn- göngu í háskóla eða aðra skóla, en kröfurnar hlytu að vera mis- munandi eftir eðli framhalds- námsins, svo að ekki væri ástæða til að námi lyki með prófum, sem nemendur féllu á eða stæð- ust. Eiginlegt stúdentspróf yrði þá úr sögunni. Þær hugmyndir, sem ég hef lýst hér að framan, eru raunar ekki ýkjaróttækar. í þeim felst ekki, að gjörbreyta eigi í einni svipan starfi allra skóla, heldur hitt, að kerfi það, sem skólarnir eru felldir í, verði gert frjáls- legra, svo að þeir geti hæglegar þróazt til samræmis við síbreyti- legar kröfur tímanna. Þessar hugmyndir eru ekki heldur frumlegar. í Bandaríkj- unum hefur lengi tíðkazt alls- herjarskólastig milli barnaskóla og 'háskóla, sem allur þorri ung- menna fer í gegnum. Svíar hafa líka fyrir skömmu lagt niður stúdentspróf. Af innlendum vett- vangi má minna á gagnrýnina miklu á landsprófið, framhalds- deildir gagnfræðaskóla og hug- myndir og tillögur um tilrauna- skóla á gagnfræða- og mennta- skólastigi, sem allt stefnir í svip- aða átt og það, sem ég hef hér lýst. En þótt ég geti hvorki lagt fram byltingarkenndar né nýstár- legar tillögur um skólaskipan, tel ég það varða miklu, að íhalds- semi og vanafesta verði ekki látin standa í vegi fyrir nauðsynlegri þróun skólakerfisins. Helgi Skúli Kjartansson. 20
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.