Samvinnan - 01.02.1970, Side 30

Samvinnan - 01.02.1970, Side 30
raunir til að bæta úr því, sem okkur virðist aflaga fara, og mis- tök, sem fara sjálfsagt nærri því að vega upp á mót! því, sem við kunnum að láta gott af okkur leiða. Við erum engin tegund út af fyrir okkur, það liggur við ég segi: því ernú fjandans verr. Það væri gott, ef hætt væri að reyna að innbyrla okkur þeim misskiln- !ngi. Það er yfirleitt rangt að auka á skiptingu mannfólksins og einkum að láta sér detta í hug ómerkilega hluti eins og fæðing- arárið til dilkadráttar. Það er sannarlega ekki hægt að búast við öðru en þessu víðfræga tóma- rúmi milli kynslóða, þegar fólk heyrir það alls staðar að, að það tilheyri sitt hvorum he!mi. Þeir menn reyna ekki að talast við, sem eru sannfærðir um, að það sé ókleift með öllu, að þeir geti sk!lið hvor annan. Maðurinn er fyrst og fremst summan af því sem fyrir hann kemur á lífsleið- inni og á sitt gildi í viðbrögðum sínum við því. Því getur enginn dregið menn í dilka, því að hver og einn er aðe!ns markaður sjálfum sér, en engum hóp fyrir- fram. Til þess eins flokks er óhætt að telja menn, sem þeir kunna að skipa sér í sjálfir með eigin gerðum. Okkur sem erum „æskan“ og eigum að „erfa landið“ er ekki ráðlegt að leggja mjög heilann í bleyt' um, hvernig það verði að taka við þeim arfi, því að fæst okkar munu þar nokkru ráða, ef að líkum fer. Það er ekki heldur ráðlegt vegna þess, að framtíðarhorfurn- ar eru ekki upp á það hezta, en þær hafa e. t. v. alltaf verið slæmar, og allt um það er lítið annað að gera en taka því, sem að höndum her. Okkur var ekki gefinn kostur á að velja okkur öld til að fæð- ast á, og þessi þarf ekki að vera verri en hver önnur, þó að óvissa liggi í loftinu og synd heimsins dreifist víða. Það væri óskandi, að títtnefnd æska heimsins gengi út í lífið með sem fæstar vitléysur fast- negldar í kollinn og hefði vilja til að gera sitt bezta til að vinna sér og öðrum gagn en ekki tjón, og getu til að framkvæma e!n- hverja ögn af þeim vilja. En þess háttar framfarar er naumast að vænta í fari Homo sapiens. Þó held ég til streitu óskinni um viljann til góðs eða hugsjónirnar, ef menn vilja nefna svo. Þær mættu vera sem allra mestar af þe!rri einföldu ástæðu, að þegar farið er að svíkja þær, er þá frekast von um að einhverjar kunni að verða afgangs. Mjöll Snæsdóttir. Ólafur R. Einarsson: Æskan andspænis auöi og örbirgð Allt frá örófi alda hefur ríkj- andi kynslóð borið kvíðboga fyrir því, að æskan hvei'ju sinni væri ófær um að taka við og ávaxta þann arf sem henni ber að skila til komandi kynslóða. Þessi ótti á sér I dag djúpar rætur, þegar hinir eldri klifa stöðugt á virð- ingarleysi unga fólksins fyrir hinu hefðbundna og skeytingar- leysi þess fyrir því sem hinum eldri er heilagt. Fjölmiðlar ala á þessari vandlætingarsemi og minnast nær eingöngu á það, sem í augum ríkjandi kynslóðar er neikvætt í fari æskunnar. Óhætt er að fullyrða að þessir aðilar beinlínis nærist á því að hneyksl- ast á framferði æskunnar, þó einkum þegar hún tekur að brjóta niður og virða að vettugi hinar púrítönsku velsæmisreglur feðranna. Hinir vandlætingar- fullu líta ógjarnan í eigin barm. Þeir sjá samtíðina ekki með stækkunargleri gagnrýninnar, eins og ungu fólki er tamt. Þeir neita að horfast í augu við vanda- mál nánustu framtíðar, er nú blasa við í heiminum, sem mest- megnis er stjórnað af mönnum sem eru í nær engri snertingu við æskulýðinn. Þegar Búdda tók að hugleiða þjáningar mannkyns fyrir um það bil 2500 árum, taldi hann vænlegt að afneita hinu liðna og boðaði eftirfarandi: „Trúið ekki því sem þið heyrið sagt; trúið ekki á erfðavenjur þar eð þær hafa gengið í arf kynslóð eftir kynslóð; trúið ekki því sem ein- hverjir tala um og margir aðrir trúa á; trúið ekki að það venju- lega sé sannleikurinn; trúið ekki á eitthvað sem byggir á áliti for- feðra ykkar eða lærifeðra“. Ýmis- legt bendir til þess, að æskan hafi nú breytt í samræmi við þennan forna boðskap. Víða um heim hefur æskufólk og þá eink- um stúdentar risið upp og mót- mælt skoðunum og áróðri áhrifa- mestu fjölmiðlanna; æskan neitar að fylgja fyrri erfðavenjum um neyzlu nautnalyfja og hefur farið inn á nýjar brautir; ungt fólk hefur gert uppreisn gegn hinum pervisalegu siðalögmálum kirkj- unnar; hin venjulega flokkaskip- un stjórnmálanna samsvarar ekki hugmyndum og kröfum æskunn- ar, sem vísar henni á bug; álit forfeðra á þingræðisvenjum er dregið í efa, einkum þar sem ríkjandi efnahags- og stjórn- málaskipan stendur í vegi fyrir réttlátri skipan þjóðfélagsins, og ungt fólk réttlætir beitingu of- beldis til að leysa óréttlætið af hólmi. (Þegar rætt er um ungt fólk hér í greininni á undirritað- ur við æskufólk almennt í heim- inum). Skýrast kemur gagnrýni og ó- ánægja æskunnar fram á sviði þjóðfélagsmála. Hún aðhyllist lítt flokkspólitíska æskulýðsstarf- semi, sem er nú mun takmarkaðri en til að mynda á millistríðsár- unum. En aukin skólamenntun og meira alþjóðlegt samstarf gefur æskunni aukin tækifæri til að kynnast ýmsum nýjum og fjöl- breyttari vandamálum. Þessi áhugi hefur m. a. birzt í baráttu æskufólks fyrir friði, einkum í Víetnam, baráttunni gegn hungri í heiminum, gegn kynþáttamis- rétti, og á hinum vanræktu fé- lagslegu sviðum velferðarþjóðfé- laganna hefur ungt fólk skorið upp herör og krafizt lausnar vandamálanna. í þessu hefur æsk- an sýnt meiri áhuga á þjóðfélags- málum en æskufólk áður fyrr, þótt áhuginn beinist inn á nokk- uð aðrar brautir. Um eitt þessara vandamála mun einkum fjallað í þessari grein, en það er herferð æskufólks gegn hungri í heim- inum. Að frysta hrikalega kvöl Við sem fyllum flokk hinnar uppreisnarsömu æsku samtímans erum borin í þennan heim, þegar „atómsólin“ tók að skína, og höf- um lifað tortímingarskeið manns- andans, sem einkennist af frystu valdajafnvægi risaveldanna í austri og vestri. Ríkjandi valda- stéttir senda æskufólk í fjarlæg- ar heimsálfur til manndrápa sam- tímis og það sama æskufólk er ekki talið hæft til að öðlast kosn- ingarétt heima. Við horfum upp á það, að ríkisstjórnir heims eyða 16.380 milljörðum íslenzkra króna til vopnabúnaðar eða um 4800 krónum á hvert mannsbarn á jörðinni. Hin frysta skipting heimsins á milli risaveldanna í áhrifasvæði, sem í engu má raska vegna tortímingarhættunnar, fel- ur í sér tilraun til að viðhalda ástandi sem er meirihluta mann- kyns hrikaleg kvöl. Með vald- beitingu er sjálfsákvörðunarrétt- ur smáríkja fótum troðinn og þjóðfrelsisbaráttu snauðra þjóða fyrir frelsi til að lifa er mætt með fjöldamorðum, þar eð ann- ars kynni hún að raska langlífi hinna mettu íbúa ríku þjóðanna. Þessir ráðsettu valdhafar, sem álíta mikilvægast að framleiða byssur, sprengjur, herskip, eld- flaugar og senda æskufólk til að berjast hvert við annað, þeir undrast mótmæli uppreisnar- gjarnrar æsku og tala í vandlæt- ingartóni um ofbeldishneigð. Samtímis þessu vakna 700 millj- ónir barna daglega inn í heim hungurs og óöryggis, og milljónir æskumanna eiga vísan dauða á sama hátt og þeir væru leiddir á aftökustað. Er hægt að ætlast til þess, að á meðan ríkjandi valdakynslóð neitar að horfast í augu við mesta vandamál mann- kyns í dag, en sóar í þess stað milljörðum í járn og blóð, falli æskufólk fram og tilbiðji leiðtog- ana og dásami arfinn sem nú blasir við? íbúar jarðar eru nú um 3500 milljónir og þeim fjölgar um 180.000 á dag. Tveir þriðju hlutar jarðarbúa búa í þróunarlöndun- um eða um 2000 milljónir. íbúa- tala jarðar mun að líkindum tvö- faldast um árið 2006. Talið er að hinn snauði fólksskari í þróunar- löndunum hafi aðeins um 1/6 heimsteknanna til umráða. Um 900 milljónir manna hafa árs- tekjur sem eru innan við 8.500 ísl. krónur. í hinum snauðu ríkj- um Asíu, Afríku og rómönsku Ameríku er álitið að einn læknir sé á hverja 100.000 íbúa og um 700 milljónir manna kunni hvorki að lesa né skrifa. Neyðinni í heimshluta, þar sem 10.000 manns deyja daglega úr hungri, verður ekki lýst fyrir mettum þegnum velferðarríkja. Annar arfur blasir við æskunni í hinum ríka heimshluta í Evrópu og Norður-Ameríku, en hann verður ekki aðskilinn frá hinum, vegna ógnvekjandi framtíðar- 26

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.