Samvinnan - 01.02.1970, Side 38
skoðanir manna vera nokkuð
skiptar. Einkum nú meðan flokk-
urinn er í stjórnarsamvinnu við
Alþýðuflokkinn. Framsóknar-
flokkurinn sýnist frekar snúast
á sveif með einmenningskjör-
dæmum.
Á hitt er verðugra að líta, að
ýmis stjórnmálasamtök ungra
manna hafa lýst sig fylgjandi ein-
menningskjördæmum og sum haf-
ið ötula baráttu á þeim vettvangi.
Það er auðsætt, að neisti fram-
fara og nýs hugsunarháttar Ieyn-
ist í röðum hinna yngri. Þeirra
er að ýta úr vör og koma heilu
í höfn.
Þetta er ekki hugsjónabarátta.
Þetta er spurning um form, sem
treystir stoðir lýðræðisins. Mál-
efnið er engu að síður mikilvægt
og verðugt viðfangs. Það er
ungra manna að láta sverfa til
stálsins.
Þorsteinn Pálsson.
Þorgeir Þorgeirsson:
RÍKISÚTVARPIÐ — SJÓNVARP
Tveir átakanlega snyrtilegir
náungar
dvöldu um stund á
sjónvarpsskerminum
— annar með vandlega sminkaða
búkonuvörtu á vinstri kinn.
Mikið ræddu þeir settlega.
Mikið brostu þeir ijúflega.
Mikið sögðu þeir fallega frá
vandamálum
bákmenntanna
gagnrýninnar
og skáldsins
sem gaf aldraðri konu — fátækri
— kolapokann sinn
til þess ekki að skitna af kolaburði
til þess við eignumst snyrtileg
skáld.
Jafnvel krafan um réttindi skálda
til hugfóstureyðinga
andlegrar sjálfsfróunar
og meinlausra örvœntingarópa
kom frá þeim í neytendapakkningu
vafin í sölumannsbros.
3/2 — 1970
Þröstur Ólafsson:
Eg er einn af þeim....
Ræða flutt á fullveldisfagnaði stúdenta
í Kaupmannahöfn 1. desember 1969.
Nú á dögum eru orð ekki
hvatning til athafna, heldur
skálkaskjól aðgerðaleysis.
Orð eru enginn raunveruleiki
í sjálfum sér, en geta orðið það,
séu þau sett í samband við dag-
legt líf.
Hið daglega líf er hins vegar
allmismunandi eftir því, hvar
við stöndum í þjóðfélagsstigan-
um. Smælingjum og lítilmögnum
þjóðfélagsins er daglegt líf öðru-
vísi >en eignamönnum og atvinnu-
rekendum. Því eru sjónarmiðin
mismunandi, að forsendurnar eru
ólíkar. Svo er það hitt, að orð
eru vandmeðfarin. Hvort okkur
tekst að útskýra eða lýsa dag-
legu lífi, er því háð, að val hug-
ta'ka þeirra, sem vinna á með, sé
í samræmi við verkefnið.
Einn stærsti vankantur á grein-
ingu nútímavandamála er skort-
ur á hugtökum — ótvíræðum
hugtökum — því hugtök verða
að geta útskýrt, þau eiga að auð-
velda okkur að ganga í skrokk á
viðfangsefninu, en mega ekki
breiða yfir og villa manni sýn.
Einkar skýrt dæmi um hið síðara
er hin pólitíska orðabók nútím-
ans, en ég ætla ekki hér að fara
nánar út í það. Með þetta í huga
ætla ég í kvöld, í fyrsta lagi að
tala um mig sem hluta þeirrar
æsku, sem sett hefur sér það tak-
mark að yfirvinna annarra fortíð
í eigin lífi.
f annan stað ræði ég um ykk-
ur, en stundum okkur, sem hluta
af íslenzkri þjóð á seinni hluta
20. aldar.
f þriðja lagi ræði ég um ís-
lenzkt þjóðfélag sem hluta hins
vestræna heims, en ísland stend-
ur nú á tímamótum.
Að iokum vil ég minnast á hitt,
það sem gera þarf, það sem gera
mætti, það sem enginn veit
hvað er.
Á þessari leið munum við hitta
ýmsa gamla kunningja, lífið,
blekkingar þess og viðkvæmar
vonir, eymd efnahagslífsins, for-
gengileik frelsisins, hrun krón-
unnar, vitundarleysi fjöldans,
doða stúdentanna, magnleysi
stjórnmálaflokkanna, aðgerða-
leysi allra og tilgangsleysi þess-
arar umræðu. AUt er á sínum
kórrétta, vanabundna stað, innan
þeirrar umgjarðar sem hagkerfið,
þessi dýrgripur hleypidóma og
forréttinda, hefur sett allri mann-
legri viðleitni. Ég mun gera mér
far um að forðast að hugsa í
hring, því hann hefur þá eigin-
leika að hafa hvorki upphaf né
endi, heldur stefna að takmarki
sem myndast við sérhverja nýja
setningu.
Ég er einn af þeim, sem notið
hafa fræðslu, er ekki hefur þann
tilgang að þroska og mennta,
heldur gerir nemendur að stofn-
unum til undirbúnings hugsunar-
sljóu og óvirku lífi, að blindum
játendum ríkjandi þjóðskipulags.
Vissulega er þetta engin nýlunda,
en það er nýtt að okkur sé þetta
ljóst.
Ég er einn af þeim, sem lifðu í
tvískiptum, heilsteyptum heimi;
öðrum megin sá góði, hinum
megin sá illi. í þeim góða ríkti
eilífðarsól 'hins endanlega frels-
is, í hinum svartamyrkur óhjá-
kvæmilegrar ánauðar og eymdar.
Þá var auðvelt að vera til. Taum-
laus sjálfsánægja vitundarinnar
vaggaði sér blundandi á lognvær-
um bárum trúgirninnar. Sjálf-
viljug varð skynsemin að trú, sem
krafðist hvorki spurninga né út-
skýringa. Hinn siðferðilegi
grundvöllur þjóðfélagsins var
hafinn yfir allan efa, sem og eig-
in tilvera. Þá var mannlegra að
skjátlast en efast.
Ég er einn af þeim, sem þoldu
ekki lengur við að lesa í dag-
blöðunum frásagnir um múg-
morð í Víetnam, á meðan prófess-
orar mínir lofuðu yfirburði vest-
rænnar siðmenningar og afrek
einkaframtaksins. Háskólarnir
þögðu um þennan ójafna og ótta-
lega hildarleik. Þeir þögðu yfir-
leitt um öll brennandi vandamál
líðandi stundar og sviku okkur
um vitneskju þess sem er.
Ég er einn af þeim, sem varð á
sú goðgá að lesa fréttir, og varð
þá smám saman Ijóst, að forustu-
land góða heimsins reyndi að
hneppa í dróma frelsisbaráttu fá-
tækrar, langkúgaðrar bændaþjóð-
ar. Fullyrt var að verið væri að
verja frelsið sem slíkt í Víetnam
— jafnvel frelsi íslendinga. Þar
með var stríð þetta orðið alþjóð-
legt, var orðið mitt og ykkar
stríð, og enginn komst undan
þeirri kvöð að taka afstöðu til
þess. Frelsis-ídeólógía sú, sem ég
hafði trúað á, brást. Það kom í
ljós, að frelsið sjálft var hug-
myndafræði notuð til framdrátt-
ar hagkerfi kapítalismans.
Ég er einn af þeim sem týndu
góða heiminum í Víetnam. Hafði
fyrst tvo vonda, en síðan hvorki
góðan né vondan, heldur ríkan
og fátækan, gerandi og þolandi,
takandi og látandi. Síðan klofn-
aði ríki beimurinn í tvennt, þann
kapítalíska, sem drottnar í krafti
peninga, og þann sósíalíska, sem
ríkir í krafti misskilinnar hug-
myndafræði og vopnafræði. Það
var að verða mannlegra að efast
en skjátlast.
Ég er einn af þeim, sem allt í
einu svifu í lofttómu rúmi, sem
áttu engin mórölsk verðmæti
lengur, sem höfðu verið rændir
trúnni á það sem er og voninni á
það sem verður. Eina vonarglæt-
an var blygðunin, sem greip um
sig, en hún er byltingarkennt
hugarástand — tilfinning bráðr-
ar breytingar sem hertekur allan
líkamann.
Bylting — þetta ofnotaða orð
— er ekki aðeins pólitískt hug-
tak, heldur spannar það alla
mannlega viðleitni fyrir betra og
fegurra lífi. Pólitík ætti ekki að
vera annað en ástríðufull bar-
átta fyrir því að gera mannfólk-
inu skiljanlegt, að allt er iháð af-
stöðu þess, að það er undir því
sjálfu komlð, hvort það staðnarog
verður undir eða sækir fram og
sigrar. Við,sem enn teljumst ung,
erum að byrja að skilja þetta og
notum í stað orðsins örlög af-
leiðingar gerða mannanna.
Útskýring og rök eru okkur
kærari en fullyrðing og fordóm-
ar. Okkur leiðist sjálfumglatt
gort um hve stórkostlegar fram-
farir hafi orðið á Íslandi. Það er
okkur daglegur veruleiki að búa
í mannabústað og kveikja á rofa,
og við lítum ekki á það sem af-
rek, heldur sem sjálfsagðan hlut.
Við krefjumst svigrúms til að
skapa þann heim, sem við viljum
lifa í, heim sem er betri en sá
gamli, réttlátari og frjálsari. En
okkur er einnig ljóst, að aðeins
ef sannfæring okkar og hugsjón-
ir eru þungaðar hrifni og eld-
móði, mun okkur takast að gera
betur en forfeður okkar. Við vilj-
um ekki tilbúna hluti eða gjafir,
heldur viljum fá að eiga ósk og
framkvæma hana, fá að lifa eftir
eigin geðþótta.
Heimur borgaralegra gæða og
efnahagslegs gildismats er okkur
fjarri. Manneskjan sjálf er við-
miðun allra hluta, en ekki það
sem hún á. Menn verða eflaust
voldugri, en hvorki forvitnilegri
né meiri þótt þeir fylli umhverfi
sitt efnahagslegum skurðgoðum.
Við viljum lifa og vera frjáls, en
að lifa er ekki eitthvað sem ég
uppgötva, heldur það sem ég geri
34