Samvinnan - 01.02.1970, Blaðsíða 49
myndin sýnir
atriði úr verðlaunakvikmynd þorgeirs þorgeirs-
sonar, „maður og verksmiðja".
ekki neinu. hópurinn smitar vitanlega og skiln-
ingur og áhugi hríðvex á gæðaræmum. í vetur
— á 4. starfsári kvikmyndaklúbbs mennta-
skólans í reykjavík — er í fyrsta skipti uppselt
á sýningar klúbbsins. kjarninn hefur á 4 árum
vaxið svo að sýningarstaðurinn — gamla bíó
— rúmar ekki lengur allt það unga fólk sem
sækist eftir að horfa þar á gæðaræmur þegar
þær bjóðast á hálfsmánaðarfresti. þessari
starfsemi stjórna 2 eða 3 reynslulausir táningar
fyrirhafnarlítið — vitanlega kauplaust meðfram
námi. fullorðnir bíóstjórar í reykjavík (sem eru
einu dreifingaraðilar á ræmum hérlendis) hafa
verið spurðir hvort ekki sé hægt að draga af
þessu lærdóm hvert skynsamlegt sé fyrir ein-
hverja þeirra að stefna í ræmvali og tilhögun.
þeir svara alvarlegir í bragði — hægt og skýrt
og fumlaust: ,,nei.“ svo endar hver sitt ævi-
svall.
í flæðarmálinu
bæði lokaðar og lausbeizlaðar klíkur í reykja-
vík og víðar rekast í svolítilli ræmgerð sér til
dundurs. undantekningarlaust ungt fólk að
verki. þaðan koma stuttar og kollóttar ræmur
af og til. ekki má heldur gleyma því að við
sjónvarp starfa nokkrir áfjáðir heimildar og
fréttaræmundar. en meðan enginn fastur punkt-
ur er nokkurs staðar — enginn hvati til vinn-
unnar eða ástæða til ræmgerðar fyrir ungt
fólk nema fúsklöngun þess og hugsanleg fjár-
eyðsluduld — verður ekki margt. samhengis-
leysið fæðir af sér óöryggi. sjónvarpið hafnaði
til dæmis ræmu sem nemendur í menntaskól-
anum við hamrahlíð klöstruðu saman af kostu-
legum vanefnum en sögufrægri lipurð í fyrra
— þótti hún „skrítin". það er ekki víst að
sagan muni velja dagskrárstjórn sjónvarpsins
eins vægt orð og „skrítin". þessi fullvissa um
að bera af verkum sínum verulegt fjárhags-
tjón — en vonleysi um að koma þeim á fram-
færi — veldur skiljanlega doða. samt er reynt
að klóra í bakkann. hugur í einstaka manni.
ekki verður lögð ofmikil áherzla á þá stað-
reynd að það leysir ekki þennan vanda að
rétta sjónvarpinu eddafilm SIC (society of
icelandic cinematographers) eða einhverju
öðru fólki fé til ræmgerðar llkt og einusinni
var eitthvað byrjað á. jafnvel þótt svo ólíklega
brygði við að aurarnir dygðu til framkvæmda.
fyrsta skrefið til úrlausnar í ræmmálum er ekki
efnalegs eðlis — heldur á andlega sviðinu.
hugarfarsbreytingu þarf til. fvrr en burðarásar
í menningarútvegi þjóðarinnar viðurkenna
ræmuna fuilgilda framleiðslugrein — til jafns
við bókmenntir tónlist myndlist — er ekki hægt
að búast við eða ætlast til að raunveruleg
kröftug og frjó íslenzk ræmútgerð hefjist. ekki
fyrr en stutt verður við bakið á gæðabíóum
(og eingöngu þeim) líkt og leikhúsinu. þegar
efnisvörur til verksins hafa verið numdar úr
lúxustollflokkum. þegar ræmlög hafa verið
samþykkt á alþingi — ræmstofnun verið komið
á fót og „íslenzka kvikmyndasafninu" gert
kleift að komast alminlega í gang. þegar ræm-
an verður viðurkennd. þegar allir vöðvar verða
leikandi léttir. „en“ — einsog skáldið segir —
„drengurinn vaknar við dag og skel
og drengurinn veit nú og sér
að sjórinn hrifsar sandkastalana — og ber
honum söknuð, tár á kinn,
hann veit nú vel
að valt er að treysta á drauminn sinn.“
(matthías johannessen). +
45