Samvinnan - 01.12.1971, Blaðsíða 21

Samvinnan - 01.12.1971, Blaðsíða 21
Árni Bergmann Séra Bernharður Guðmundsson Dr. Björn Björnsson Gunnar Björnsson Hólmfríður Pétursdóttir Sigurður A. Magnússon Séra Sigurður Pálsson Sigurður Örn Steingrímsson Sveinbjörn Bjarnason vald, en bara ekki af þessum heimi. SAM: Þessi meinta hræðsla við kirkjuna finnst mér mjög at- hyglisvert og merkilegt atriði. Dr. Björn: Ég vil leggja áherzlu á það, að ég lít alls ekki á það sem neina dogmu eða kenni- setningu, að ríkiskirkja þurfi að vera fyrir hendi, heldur er mjög vel hugsanlegt, að þær aðstæður skapist, bæði hér og annarsstaðar þar sem ríkis- kirkjufyrirkomulag er, að kirkj- an geri réttast í að slíta þvi sambandi. f framhaldi af þessu getum við kannski komið inná hlutverk kirkjunnar. Mér er ofarlega í huga, að kirkjan er samfélag um líf, dauða og upp- risu Jesú Krists, hefur þessa atburðarás að hyrningarsteini og hefur ekki á neinu öðru að byggja. Þetta þýðir, að kirkjan endurspeglar þessa atburðarás. Geri hún það ekki, er hún ekki kirkja Krists. Það er mjög auð- velt að hugsa sér, að þjónusta kirkjunnar krefjist þess, að hún gagnrýni rikisvaldið mjög rækilega. Slíkar aðstæður hafa vissulega komið upp, og þá er ekkert hættulegra fyrir kirkj- una heldur en einmitt það að vera eitthvert handbendi rikis- valdsins. Sem betur fer kannski hafa þessar aðstæður ekki ver- ið áberandi í íslenzku þjóð- kirkjunni, en það er vel hægt að hugsa sér þær aðstæður hér sem annarsstaðar. Árni: Nú verður varla hægt að ganga framhjá því, að kirkjan hefur í raun og veru verið framar öllu sammála ríkisvald- inu, og það sem ríkið hefur viljað koma á framfæri við þegnana í sambandi við hegð- un þeirra hefur fyrst og fremst verið túlkað af kirkjunni. Dr. Björn: Já, að kirkjan gætti með öðrum orðum hagsmuna ríkisins, er það ekki það sem þú átt við? Árni: Hún hefur staðið vörð um þá borgaralegu hegðun sem ríkið vill fyrst og fremst að þegnarnir sýni af sér. Dr. Björn: Þetta er einmitt gagnrýni sem hefur komið fram á kirkjuna sérstaklega af hálfu marxismans, og þetta er að mínu viti ekki nema eðlileg gagnrýni, og kirkjan verður að vera reiðubúin til að svara þessari gagnrýni, því að við- tekið siðferði á hverjum tíma er alls ekki endilega kristilegt siðferði, þó svo við búum við þjóðkirkju. Þetta er samvizku- spurning fyrir kirkjuna, sem hún verður raunverulega að svara á hverjum tíma og vænt- anlega nokkuð á nýjan hátt á nýjum tíma. Séra Sigurður: Ég held að það sé úrelt viðfangsefni að tala um þetta mál, vegna þess að þetta er frá þeim tima þegar kirkjan hafði veraldlega valda- aðstöðu með þjóðunum. Nú er það liðið. Hún hefur enga slíka valdaaðstöðu neinsstaðar. Hennar vald byggist nú á henn- ar andlega erindi við þjóðirn- ar, og þegar ríkisvaldið styður það sem er gott fyrir lýðinn, þá hlýtur kirkjan að styðja ríkið að svo miklu leyti, en ekki að öðruleyti. Jafnframthlýturhún að gagnrýna það sem ekki er hollt fyrir lýðinn, þegar ríkis- valdið fer að þjóna sjálfu sér, einsog allt vald hefur tilhneig- ingu til, en ekki fólkinu. SAM: Hver sker úr um það, hvað sé gott fyrir lýðinn? Séra SigurSur: Ríkisvaldið sker úr því fyrir sig og kirkjan eftir sínum mælikvarða. SAM: Við skulum taka land einsog Svíþjóð þar sem stærsti flokkurinn er sósíaldemókrat- ískur eða með öðrum orðum vinstrisinnaður. Samkvæmt lýðræðisvenjum getum við sagt, að meirihluti lýðsins telji hann þjóna sinni heill og hagsmun- um — gera það sem gott er fyrir lýðinn. Ætti sænska kirkj- an þá að styðja þann flokk? Séra Sigurður: Á meðan hann í raun og veru gerir það sem hollt er fyrir lýðinn, en þegar hann fer að blekkja og blöffa, einsog svona flokkar gera yfir- leitt fyrr eða síðar — allt ríkis- vald gerir það fyrr eða síðar þegar það hefur fengið nógu mikið vald — þá hlýtur kirkj- an að segja nei og bara ljósta því’upp. Henni ber að gera það. SAM: En gerir hún það? Nú segir þú, Sigurður Örn, að rík- isvald í Svíþjóð og valdamenn þar séu hræddir við kirkjuna, og þú, séra Sigurður, ert sömu- leiðis búinn að orða hræðsluna við kirkjuna. Af hverju stafar þessi hræðsla? Sigurður Örn: Ég hygg hún stafi af því, að þeir sem fara með völd í Svíþjóð vita um það afl sem kirkjan býr yfir — þeir vita að kirkjan hefur miklu víðtækari tengsl við fólk held- ur en nokkur önnur skipulögð samtök i landinu og hefur að- stöðu til að hafa mjög mikil og víðtæk áhrif á skoðana- myndun. Árni: Það er vel að merkja einnig raunverulegt vald. Sigurður Örn: Auðvitað er það vald, en það byggist á öðrum grundvallarforsendum en rík- isvald. Árni: En samt sem áður af- hendir ríkið kirkjunni þetta vald. Séra Sigurður: Nei, þetta vald liggur í því, að forsjónin hefur sett kirkjuna inní heiminn. Sigurður Örn: Já, og maður sér það, að í þeim löndum, þar sem ekki er nein ríkiskirkja, til dæmis þar sem kirkjan er bein- línis ofsótt einsog í Sovétríkj- unum, þar er þetta vald fyrir hendi. Ég hygg að ríkisvaldið í Svíþjóð sé beinlínis hrætt við að vekja kirkjuna af þeim svefni sem hún liggur kannski að vissu leyti í núna. SAM: Hvað er það helzt í kenn- ingum kirkjunnar, sem er hættulegt fyrir flokk einsog tii dæmis sósíaldemókrata í Sví- þjóð? Séra Sigurður: Þegar ríkið hef- ur vonda samvizku, þá er það hrætt við kirkjuna. Kirkjan sem stofnun er að hverfa SAM: Mér finnst fróðlegt að heyra hve ánægð þið eruð með kirkjuna. Frá mínum bæjar- dyrum séð verðskuldar hún alls ekki þennan ótta. Ég hefði gjarna viljað verða var við hann til dæmis hér á íslandi. Séra Sigurður: Þú ert að tala um kirkjuna sem gamaldags 21 i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.