Samvinnan - 01.12.1971, Blaðsíða 29

Samvinnan - 01.12.1971, Blaðsíða 29
þyrftum sjálf að verða boð- orðasmiðir. Ég held að maður- inn sé nokkuð samur við sig, þegar um er að ræða verk í trú og kærleika, o.g við getum lært af reynslunni og sögunni, og við getum reiknað með að í þessari löngu sögu mannkyns og mannlegra samskipta hafi komið í ljós og skýrzt nokkur tiltekin gildi sem virðast vera varanleg. Ef við tökum boð- orðin, þá endurspegla þau kannski slik varanleg gildi. En þarmeð er ekki sagt að allar breytingar séu til hins verra. Við verðum að vera við því bú- in að taka afstöðu á ný með tilliti til nýrra og breyttra þjóð- félagshátta. Árni: Mér hefur þótt þessi um- ræða bera dálítinn keim af því sem kaþólskum er oft borið á brýn, að þegar þeir fara að þetta dæmi afþví það liggur mér svo nærri. Árni: Já, en yfirleitt finnst mönnum, að þegar vikið er að k.istilegu siðferði, þá sé það eitthvað í sambandi við kyn- ferðismál. Það má eftilvill skjóta því hér að, að kannski er þessi hluti boðorðanna hvergi dyggilegar í heiðri hald- inn en í því hundheiðna landi Sovétríkjunum. SAM: Var ekki Páll postuli nokkuð frjálslyndur í kynferð- ismálum? Mig minnir að hann gæfi mönnum ráð í þeim efn- um, sem varla þættu mjög kristileg nú á dögum. Dr. Björn: Já, hann hafði dá- lítið undarlegar hugmyndir um kynhvötina, en það er ekki sama og kynferðislíf. Martin Schongauer: Kristur biöst fyrir í grasgarðinum . tala um siðferði, þá snúist um- ræðan fyrst og fremst um kyn- ferðismál. Hólmfríður: Ég tók nú bara Séra Sigurður: Það er sko ekk- ert frelsi til nema kærleikur- inn, og þegar kærleikurinn er að verki, þá er ekki svo hætt við að troða fótum aðra menn. Hippasiðgæði SAM: Þið talið um upplausn gamalla hefða og forma. Þá kemur mér í hug það sem er að gerast vestan hafs i ýmsum svokölluðum hippanýlendum, þar sem menn eru greinilega knúðir af samkennd og kær- leika til að stofna stór sam- eignarheimili, þannig að allir eiga allt saman, bæði ástir og annað. Er þetta i sjálfu sér nokkuð ókristilegt eða illt, ef það er sprottið af kærleiks- hvöt? Séra Sigurður: Það þarf nú ekki endilega að vera sprottið af kærleika. Dr. Björn: Meginathugasemd mín við þetta fyrirbrigði er einfaldlega, að það fær ekki staðizt. Mannfræðin hefur veitt okkur rækilegar upplýsingar um það, að slíkt sambúðarform einsog þarna virðist vera fyrir hendi, til dæmis með algerlega frjálsum ástum, fái ekki þann varanleik og festu sem nauð- synleg eru mannlegu samfélagi. Þetta eru einfaldlega söguleg- ar og mannfræðilegar rök- semdir, sem virðast sýna framá þetta. Árni: En eru ekki til fjölmarg- ir kynþættir sem hafa allt annað form á fjölskyldulífi, form sem hefur verið mjög stöðugt? Dr. Björn: Það voru uppi hug- myndir, þegar mannfræðin var einungis stunduð í hæginda- stólum, þ. e. a. s. þegar ein- hverjir spekingar sátu og lásu ferðalýsingar trúboða og skáld- uðu svo í eyðurnar, um þróun samfélagshátta, og þá sérstak- lega í kynferðismálum, og þá kom fram sú kenning, að fyrsta stigið hefði verið það sem kall- að var hóphjónaband. Síðan hefði það þróazt uppí fjölkvæni og fjölveri, en við værum á æðsta stigi þróunarinnar með einkvæni. En þetta fyrirbrigði, hópkvæni, er allsendis óþekkt, hversu frumstæðir sem þeir þjóðflokkar eða ættbálkar eru, sem hafa verið kannaðir. Ef gerðar eru tilraunir í þessa átt nú á dögum, þá hef ég ekki trú á öðru en það sé stundarfyrir- brigði, og að það leysist upp, en önnur form komi í staðinn, semsé að ekki sé um neinn var- anleik að ræða. Gunnar: Ég held að hippa- hreyfingin sé viðbrögð æskunn- ar við firringnuni, sem ég minntist á, og þarna sé jafn- vel á ferðinni tilraun til að vinna bug á einmanakennd. Heimurinn hefur stækkað og við höfum til dæmis einn ágæt- an samnefnara fyrir skipan þjóðfélagshátta nú á dögum sem heitir „iðnrikið". Það virð- ist vera eitt heljarmikið skrimsli eða kerfi, sem mað- urinn er farinn að þjóna undir. Samfara þessu hefur orðið mik- il breyting á manngildi. Nú á dögum er það einkum metið eftir því, hve mikinn skerf ein- staklingurinn leggur til fram- leiðslunnar. Iðnríkið er neyzlu- þjóðfélag sem þarfnast æ meiri framleiðslu, og þá verður eng- inn tími til að lifa mannsæm- andi lífi. Ég held að hippa- hreyfingin sé viðbrögð og andóf við þessu. Árni: Auðvitað er hér um að ræða viðbrögð við þessari svo- kölluðu firringu, sérstaklega vegna þess að í stóriðju gerist það, að starf manna verður algerlega ópersónulegt. Menn eru negldir niður við örlítinn hluta af starfseminni, hafa enga yfirsýn yfir hana, vita ekki hvað er verið að framleiða eða til hvers. Þeir hafa ekki heldur áhrif á, hvert fram- leiðslan fer og svo framvegis. Þessvegna er hippahreyfingin meðal annars viðbrögð við þessu, en í þvi sambandi mætti einnig nefna nýju vinstrihreyf- inguna, ýmiskonar nýmarx- isma, sem einnig andæfir firr- ingunni. Sigurður Örn: En hvað eigum við þá að kalla hippahreyfing- una? Eigum við að kalla hana uppgjöf gagnvart þessum hlut- um? Dr. Björn: Birtist ekki hippa- hreyfingin í svo mörgum myndum? Það eru til afbrigði sem eru algjör uppgjöf, hópar sem segja sig úr lögum við mannlegt samfélag um stund- arsakir. En það má líka líta á hippahreyfinguna á jákvæðan hátt, þ. e. a. s. sem uppreisn gegn þessari kerfisbundnu ög- un á mönnum nú á dögum. En í sambandi við þetta sem þú sagðir, Árni, um að strax væri farið að tala um kynferðismál þegar talið bærist að kristilegu siðferði, þá skil ég þig svo, að þér finnist ástæða til að kristi- legar siðgæðishugmyndir kæmu 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.