Samvinnan - 01.12.1971, Blaðsíða 30

Samvinnan - 01.12.1971, Blaðsíða 30
fram á fleirl sviðum, og þar er ég þér mjög sammála. Til dæmis tel ég það fortakslaust vera viðfangsefni kristilegrar siðfræði að kynna sér í fyrsta lagi rækilega stöðu mannsins í hinu iðnvædda þjóðfélagi, til dæmis iðnverkamannsins í stóru veri, og vinna þar að úr- bótum. Það tel ég vera kristi- lega skyldu nú á dögum. Þann- ig mætti nefna fjölmörg önnur svið. Séra Sigurður: Ég þekki nú lít- ið þessa hippahreyfingu, en mér skilst að hún sé aðallega hreyfing ungs fólks, og sem slik held ég að hún sé mjög athyglisverð. Þegar kemur fram hreyfing meðal ungs SAM: Við getum kannski kom- ið inná Jesú-byltinguna svo- nefndu vestan hafs um leið og við ræðum hippahreyfinguna, því hún er angi hennar. Má ekki líta á Jesú-byltinguna sem viðbrögð við kirkjunni og starfsháttum hennar? Lítur þetta unga fólk ekki á kirkjuna sem staðnaða stofnun, er ekki veiti því það sem það telur sig þurfa að fá? Árni: Mér skilst að Jesú-bylt- ingin sé hippahreyfing mínus eiturlyf plús hvítasunnuand- rúmsloft. Sveinbjörn: Það er vitanlega um að ræða trúaráhrif sem koma inní hippahreyfinguna. Séra Sigurður: Já, það er trú- arleg grein af hippum og hef- ur ekki beint með kirkjuna að gera frekar en hvað annað. Séra Bernharður: Hippahreyf- ingin hlýtur að hafa gert ó- skaplega mikið gagn undanfar- in ár bara með því að knýja okkur til endurmats á þeim lífsviðhorfum sem við höfum og þeim lífsgæðum sem við eig- um kost á. Hinsvegar hefur mér virzt af kynnum við þetta unga fólk á liðnu sumri, að það líti oft á dvöl sína í hippahópi sem vissa hvíld frá venjulegu lífi sínu. Ég hitti til dæmis marga unga Bandaríkjamenn, sem eru skólanemar og fóru til Evrópu í þrjá mánuði. Þeim var þetta einsog að fara inní draum eða óraunveruleika, og álitu að auðveldara yrði að lifa dag- lega lífinu þegar heim kæmi. fólks, þá er það af því að það býr við einhverja vöntun og er að leita að einhverju sem það hefur ekki. Það er eitthvað í okkar menningarlífi sem fullnægir ekki lífsþörf þess og eðli, og það er að leita að því. Ég álít að þetta sé nú ekkert nema fálm, einsog öll leit er, og þessvegna þarf að kynna sér rækilega hvað þetta er, hvern- ig fólkið hugsar og hvað það er að flýja, hverju það er að mótmæla og hvers það óskar. Það veit oft sjálft ekki beint hvað þetta er, en það fer ekki af stað hópur af æskufólki um öll lönd ánþess það séu ein- hverjar eðlilegar orsakir fyrir því. Ungt fólk er nefnilega eðlilegt. Því er samt ekki að neita, að slikt líf hlýtur að skilja eftir spor í hugsunarhætti þeirra; og við sjáum, að það hefur líka gerzt í hugsunarhætti samtíð- arinnar yfirleitt að þónokkru leyti. En það sem mér finnst stórmerkilegt við Jesú-bylting- una er, að hún kemur á eftir eiturlyfjunum. Það merkir, að margt af þessu unga fólki hef- ur leitað til eiturlyfja og ekki fundið þá fullnægju sem það var á höttunum eftir, og þá leitar það enn lengra unz það er komið aftur til hinna gömlu og góðu trúarbragða, er með öðrum orðum búið að loka hringnum. Þar finnur unga fólkið fyrirmynd í Jesú sem manni og Guðssyni, en það vill ekki binda sig við form kirkjunnar frekar en önnur samfélagsform, því það eru þessi gömlu form sem unga fólkið er fyrst og fremst að flýja. Hinsvegar eru hippaný- lendur yfirleitt óábyrg fyrir- bæri, vegna þess að þær lifa á þjóðfélaginu. Þetta fólk vinnur ekki, það þiggur af umhverfinu. SAM: Margar hippanýlendur hafa skipulagt vinnu og fram- leiðslu, þó hún sé einatt frum- stæð. Séra Bernharður: Allavega ætl- ast þetta fólk til ákveðinnar þjónustu af þjóðfélaginu, á- kveðins öryggis sem þjóðfélagið veitir því, en lætur lítið í stað- inn, nema að því leyti sem það er fleinn í holdi samfélagsins. Hólmfríður: Hvernig fara trú- ariðkanir þessa fólks fram? Séra Bernharður: Það er mjög misjafnt, en oft minnir það á trúariðkanir Hvítasunnu- manna. Hólmfríður: Ég held að ekki fari milli mála, að það vanti einhvern farveg fyrir trúar- iðkanir unglinga. Gunnar: Þetta tekur á sig margskonar myndir, og þá hef ég ekki endilega í huga Jesú- byltinguna. Til dæmis er söfn- uður vestan hafs sem hefur bætt fjórðu persónunni inní þrenninguna, sem er Satan. SAM: Já, satanisminn virðist vera farinn að grasséra í Bandaríkjunum, eða sá gamli góði svartigaldur. Árni: Já, hann hefur nú alltaf verið til. Mér skilst að í austur- héruðum Frakklands séu sex til átta hundruð þúsund manns sem iðki meira og minna svartagaldur. Sigurður Örn: Ég er nú ekki sammála því, að hippahreyf- ingin hafi neytt menn til end- urmats á sjálfum sér og sam- tímanum. Ég get ekki séð, að svo sé. SAM: Hún hefur semsagt ekki snert þig? Sigurður Örn: Alls ekki. SAM: Við hin getum sennilega öll vitnað um, að hún hafi haft einhver áhrif á viðhorf okkar. Slíkum staðreyndum getur þú ekki neitað. Sigurður Orn: Nei, ég vil ekki gera mig sekan um það. En mér finnst samt, að hippa- hreyfingin einkennist fyrst og fremst af algerri uppgjöf. Mér virðist hún vera úrkynjunar- fyrirbæri. SAM: Það er hættulegt að al- hæfa á þennan hátt, held ég, þvi að það eru greinilega til hippasamfélög sem eru mjög vel skipulögð og hafa komið á hjá sér vinnutilhögun sem er til hreinnar fyrirmyndar. Dr. Björn: Það er náttúrlega erfitt að tala um þetta, afþví við gerum okkur ekki fulla grein fyrir, um hvað er að ræða. Ég held að ég hafi komið í hippasamfélag í Vester&s í Svíþjóð í fyrra; það voru nán- ast einhverskonar Jesú-hippar, ef svo má orða það. Þeir voru taldir það ábyrgir, að þeir fengu hús í útjaðri borgarinn- ar til frjálsra afnota, hús sem borgin á; og þar reka þeir ungl- ingaheimili fyrir ungt fólk sem er á glapstigum, sérstaklega í sambandi við eiturlyf. Mér fannst þetta heimili bera allan keim af því sem maður hefur heyrt um hippa í sambandi við fas og klæðaburð og hárvöxt og þar frameftir götunum. Engu að síður var þetta ungt fólk af báðum kynjum sem játaði trú á Jesúm Krist og taldi sig ná betur til unga fólksins eftir þessum leiðum. Borgaryfirvöld- in höfðu greinilega skilning á því, að þessi hópur náði betur til unglinga á glapstigum held- ur en sjálft hið fullkomna sænska félagsmálakerfi. „Jesú-byltingin“ 30
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.