Samvinnan - 01.12.1971, Blaðsíða 36

Samvinnan - 01.12.1971, Blaðsíða 36
Séra Bernharður: Ég átti við presta. Einsog stendur eru að- eins örfáir af starfsmönnum kirkjunnar ekki prestar. Sveinbjörn: Þú sagðir, Árni, að kirkjan væri við hliðina á þess- um stofnunum sem þú nefndir. En hún er ekki bara við hliðina á þeim, heldur til uppfyllingar. Það á ekki að vera nein sam- keppni. Og mörg vandamál er kirkjan ein fær um að fást við. Dr. Björn: Ég held við verðum að taka með í þessa mynd þá staðreynd, að þar sem félags- málaaðstoð hins opinbera er þróuð, hefur hún mikla til- hneigingu til að svipta ein- staklinginn ábyrgð og tilfinn- ingunni fyrir sinni eigin ábyrgð. Ég held að hlutverk kirkjunnar sé að talsverðu leyti að hlúa að og rækta með einstaklingnum ábyrgð gagn- vart náunganum og koma honum í skilning um, að það sé ekki eingöngu skylda hins op- inbera að sjá fyrir hinu eða þessu. Það veitir ekkert af slíkri áminningu og uppeldi. Það hefur komið fram hér í Reykjavík nýlega í sambandi við kaup Reykjavíkurborgar á húsi í íbúðarhverfi handa sjúklingum frá Kleppsspítalan- um. Einstaklingar í hverfinu risu upp gegn þessari ákvörð- un. Þetta tel ég vera ákaflega andkristilega afstöðu, og bara að þessu leyti hefur kirkjan talsverðu hlutverki að gegna, að berjast gegn slíkum for- dómum. Og þetta er félags- málastarf að vissu leyti; það er að vekja skilning á þörfum ýmissa minnihlutahópa í sam- félaginu. Séra Sigurður: Þetta mál sem þú minntist á er afskaplegt stórmál og furðulegt að fólk skuli hlaupa svona á sig. Hver ætlar sér að tryggja það, að ekki sé geðsjúklingur í næsta húsi? Sveinbjörn: Þetta kemur fram á öllum sviðum, ekki bara i þessu tilviki. Dr. Björn: Þetta er auðvitað fyrst og fremst fáfræði. Séra Sigurður: En gáið að því, að það er heilt hverfi sem legg- ur útí þetta. Séra Bernharður: Er nú ekki líka á það að líta, að Klepps- spitalinn hefur gjörbreytzt á síðustu sex til sjö árum. Fólk sem kom þangað kannski fyrir tíu árum hefur allt aðra mynd af geðsjúklingum en þá sem nú blasir við. SAM: Ég held að umræðan sem kom i kjölfar mótmælanna frá hverfisbúum hafi verið þörf og opnað augu margra sem ekki höfðu hugsað raunhæft um þessi mál. Dr. Björn: Þetta fólk hefur þá afsökun, að það er alls ekki gert nógu mikið af þvi að kynna slík málefni. Til dæmis hefði verið æskilegt, að talað hefði verið við fólkið, áður en húsið var keypt, ekki bara til að bera málið undir það, held- ur einfaldlega til að tryggja að íbúarnir hefðu rétta vitneskju um væntanlega nágranna sina. SAM: Dr. Björn gat þess áðan, að kirkjunni bæri að efla á- byrgðartilfinningu einstakl- ingsins gagnvart þjóðfélaginu, gagnvart þvi þjóðfélagsbákni sem við búum við. Hér verður greinilega að finna eitthvert meðalhóf. Við erum sennilega öll sammála um það, að ríkið, sem við eigum öll hlut að og myndum í sameiningu, hafi vissar grundvallarskyldur við þegnana. Við höfum komið okkur saman um, að það sjái okkur fyrir skólum, sjúkrahús- um, dómstólum, samgöngukerfi og margskonar annarri þjón- ustu, og að það vinni að því að sem flestir þættir opinberrar þjónustu séu á vegum ríkisins. Nú skilst mér að dr. Björn sé þeirrar skoðunar, að þegar rík- isbáknið sé orðið nógu víð- tækt, þá ræni það einstakling- inn frumkvæði og ábyrgðartil- finningu, og þá eigi kirkjan að koma til skjalanna sem ein- hverskonar mótvægi. Er það rétt skilið? Dr. Björn: Jú, bæði sem afl útaf fyrir sig og einnig að hún beiti sér fyrir því að þátttaka einstaklingsins verði virkari á hinum ýmsu sviðum. Þarna er í rauninni komið að spurning- unni um lýðræði, þátttökulýð- ræði, hvort sem um er að ræða skóla, atvinnulíf eða önnur svið. Hlutverk kirkjunnar ætti meðal annars að vera það að skapa einstaklingnum mögu- leika á að vera sjálfur skap- andi einstaklingur. Það er eitt af skilyrðum þess að við getum talað um að lifa mannsæm- andi lífi. SAM: Þetta felur með öðrum orðum ekki í sér neina höfnun á framtaki ríkisins? Dr. Björn: Nei, það er alls ekki höfnun þess, heldur verður þetta tvennt að fara saman, annarsvegar það stóra átak sem einungis rikisvaldið getur staðið að og hinsvegar virk þátttaka borgaranna. Ekki bara það að greiða skatta. Séra Bernharður: Mig langar rétt til að vikja að því sem dr. Björn ræddi hér fyrr, þ. e. a. s. að efla sjálfsvirðingu með manninum. Manni finnst oft og ekki sízt hér í Reykjavík, þar sem persónuleikinn hverf- ur svo oft í skuggann og svo miklu er ráðið fyrir einstakl- inginn, að kirkjan þurfi að gefa fólkinu möguleika á að verða eitthvað sjálfstætt, að verða skapandi aðilar og fá um leið það sjálfstraust og sjálfs- virðingu sem fólk virðist einatt skorta. Sveinbjörn: f sambandi við þjóðfélagsmálin er kannski sérstök ástæða til að minnast á fangamálin, sem hafa verið ákaflega mikið vanrækt í okk- ar þjóðfélagi. Þar er hlutverk kirkjunnar mjög víðtækt. Hlut- verk kirkjunnar gæti til dæmis verið það að vinna gegn því sem nú á sér stað, að hegning- in byrji fyrir alvöru þegar af- brotamaðurinn hefur afplánað dóm sinn og kemur útúr fang- elsinu. Þá er hann ekki tekinn sem gildur þegn þjóðfélagsins. SAM: Ber ekki kirkjunni að berjast gegn fangelsiskerfinu einsog það leggur sig? Er þetta rétt og kristileg aðferð við upp- eldi og endurhæfingu manna sem lent hafa útá villigötum? Sveinbjörn: Ekki sú aðferð sem beitt er nú, að loka menn inni hvað eftir annað. Séra Sigurður: Það getur verið óumflýjanlegt að loka menn inni, en það á ekki bara að loka þá inni. Sveinbjörn: Það sem þarf að leggja áherzlu á i því máli er, að við erum öll syndug, og að Kristur dó fyrir allar syndir. Þessvegna eru þeir menn, sem brjóta lögin, ekki að því leyti SAM: Hvað um presta og skemmtistaði? Geta þeir farið á vertshús og skemmt sér með fólki, tekið glas, stigið dansspor og svo framvegis? Árni: Það eru vitanlega til margar leiðir til þess, því að ekki geta ríkisstofnanir einar gert alla hluti, og þið nefnið framtak kirkjunnar. Önnur ráð eru til dæmis menntun fullorð- inna, lifandi stjórnmálastarf og margt fleira. Sveinbjörn: Menntun fullorð- inna getur vitaskuld vel verið á snærum kirkjunnar. Skylda hennar er að ganga inní mann- lífið með öllum þess kvöðum á sem flestum sviðum. Séra Sigurður: Er það til, að stjórnmálastarf sé menntandi nema rétt um kosningar? Árni: Já, já, það er til, ef menn lifa og hrærast í því. verri en við hin. Þegar þeir hafa tekið út sinn dóm, hver sem hann er, þá hafa þeir greitt sína skuld við þjóðfélag- ið. Þá ber okkur að taka á móti þeim í kærleika og greiða götu þeirra eftir beztu getu. Séra Sigurður: Mér skilst nú að fangelsismál séu mikið vandamál um allan heim. SAM: Það er nú víst rúmleysið sem er versta vandamálið hér á landi, og kannski er það ljós- asti punkturinn! Gunnar: Mér þótti fróðlegt, þegar ég átti tal við séra Jón Bjarman skömmu eftir að hann gerðist fangelsisprestur, að þá var fyrsta spurning hans einfaldlega: Eigum við yfirleitt að hafa fangelsi? Séra Bernharður: Það er annað merkilegt, sem hann segir. Nú getur hann ekki lengur talað við neina fyrrverandi fanga útá götu. Þeir forðast hann á almannafæri, því hann er þekktur sem fangelsisprestur. Séra Sigurður: Þetta á nú við um fleiri en fanga; þeir forð- ast prestana, þó þeim þyki kannski vænt um þá, að minnstakosti á vissum stöðum. Gunnar: Útfrá því sjónarmiði, að heimurinn sé allur sköpun Guðs, held ég sé fráleitt að prestarnir verði að neita sér Prestar og skemmtanir 36
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.