Samvinnan - 01.12.1971, Blaðsíða 33

Samvinnan - 01.12.1971, Blaðsíða 33
sjónarmiði. Er það ekki ábyrgð- arleysi hjá manni, sem hefur ekki nema takmarkaða mögu- leika til að búa börnum sín- um mannsæmandi framtíð, að hlaða niður börnum og láta skeika að sköpuðu um framtið- armöguleika þeirra? Gunnar: Ég held að það sé aukaatriði í þessu sambandi. SAM: Fyrir þá sem ekki þekkja það af eigin reynd er það senni- lega smávægilegt. Gunnar: Ég held að hérna sé- um við að taka framfyrir hend- urnar á Almættinu. Það getur svo ákaflega vel rætzt úr fólki sem alizt hefur upp við fátæk- leg kjör. Við höfum mörg dæmi um afburðamenn og snillinga sem átt hafa ömurlega ævi í bernsku. SAM: En er það samt ekki svo, að Almættið hafi manninn að meðskapara heimsins? Við er- Séra Sigurður: Alveg rétt, þess- vegna erum við meðábyrgir. SAM: En merkir það ekki, að við höfum lika meðákvörðun- arrétt? Séra Bernharður: Erum við að tala um pilluna eða um vönun? Mér finnst vera geysilegur munur á þessu tvennu. SAM: Við erum að koma að pillunni. Séra Bernharður: Meðan við höfum pilluna og aðrar slíkar getnaðarvarnir, sem allt sæmi- lega upplýst fólk getur notað, þá virðist mér miklu nærtæk- ara að vísa á þær heldur en á vönun, sem hlýtur að hafa miklar sálrænar afleiðingar. SAM: Það eru nú líka tvær hliðar á þessu máli, einsog þið Martin Schongauer: Kristur tekinn höndum. um meðskapendur Guðs á þess- ari jörð. Þessvegna er ekki sí- fellt hægt að visa til Almættis- ins og tala um, að verið sé að taka framfyrir hendurnar á því. vitið sennilega öll. Það hefur fengizt mjög skammvinn reynsla af pillunni, og hún hef- ur vissulega haft mjög slæm áhrif á margt fólk, þannig að hún er enganveginn einhlit, og þá er gripið til þess sem þykir öruggast og áhættuminnst. Árni: Það er nú bara einsog hvert annað læknisfræðilegt vandamál. SAM: Rétt. En þið teljið semsé að pillan sé siðferðilega eðli- legri aðferð til takmörkunar barneigna en vönun? Séra Sigurður: Læknisfræðin er enn það mikið fálm, að við megum ekki leggja mikið í hennar hendur. Við verðum að hafa í huga hið siðferðilega sjónarmið og meginreglu. SAM: Er það frá siðferðilegu sjónarmiði að taka framfyrir hendur Guðs almáttugs þegar hjón nota pilluna? Hólmfríður: Það tel ég ekki. Séra Sigurður: Getnaðarvarnir eru allt annað en fósturmorð. Dr. Björn: Ég lít svo á, að það geti verið siðferðileg skylda að nota pilluna eða aðrar góðar getnaðarvarnir. Sveinbjörn: En um leið er það náttúrlega siðferðileg skylda læknastéttarinnar að benda á vankanta þessara varna. Gunnar: Hvað viljið þið þá segja um páfabréfið? Það hefur vakið mikla athygli og verið mikið rætt, og við verðum að taka afstöðu til þess. Séra Sigurður: Ég held að þetta bréf Páls páfa sjötta sé eitt- hvert allra merkilegasta inn- legg sem yfirleitt hefur komið í alla þessa umræðu. Það er svo gagnmerkilegt. Hvenær hafið þið lesið eða heyrt eða hugsað sjálf eins merkilega hluti varð- andi hjónabandið og þar koma fram? Niðurstaðan, að vera andvígur pillunni, er hlutur út- af fyrir sig, en bréfið er svo gagnmerkilegt plagg, að ég tel að í öllum kristnum löndum eigi að kynna það öllum kristn- um mönnum. Hinsvegar hafa blaðaskrifin um bréfið af- myndað það einsog þau gera um alla hluti. SAM: Ég á von á að Suður- Ameríkubúar margir séu ekki sérlega glaðir yfir bréfi Páls páfa. Séra Sigurður: Má vera. Ann- ars er bréfið stílað til alls heimsins, ekki bara okkar, og því er okkur næstum ofviða að taka það til meðferðar hér. í þessum málum verðum við að halda okkur við eigin aðstæður, þvi við ráðum ekki nokkurn skapaðan hlut við hina, og vit- um aukþess ekkert um þá nema það sem er meira og minna vit- laust. Kynvilla SAM: Eigum við þá rétt aðeins að drepa á kynvillu? Séra Sigurður: Er nokkurt spursmál um kynvillu? SAM: Eftilvill. Það hefur verið talað mikið um, að kærleikur- inn væri hreyfiafl kristins manns, hann væri eiginlega undirstaða alls annars. Nú eru til kynvillingahjónabönd, sem greinilega eiga rætur sínar í gagnkvæmri ást og kærleika. Séra Sigurður: Það er ekki kærleikur. Það er kynferðislegt, en ekki kærleikur. Sveinbjörn: Ég neita því að það þurfi endilega að vera bara kynferðislegt. Við verð- um fyrst að gera okkur grein fyrir, hverjar eru orsakirnar. Séra Sigurður: Þetta eru bara sjúkdómsfyrirbæri, sem þarf náttúrlega að taka til athug- unar. Gunnar: í skáldsögu sinni, „Devil’s Advocate", lætur Mor- ris West eina persónuna, sem er kynvillt, varpa fram þeirri spurningu, hvort hann eigi að líða fyrir það, að skaparanum hafi orðið á í messunni á ein- um stað í sköpunarverkinu, semsé að til séu kynvillingar. í Bandaríkjunum eru til dæm- is núna tvær kirkjudeildir sem hafa sérstaka söfnuði ætlaða kynvillingum eingöngu, önnur þeirra hefur átta slíka söfnuði. Þetta mál hefur auðvitað verið mikið feimnismál. Á ekumen- ísku þingi mótmælenda sem haldið var í New York á þessu ári kom fram sú rödd, að Páll postuli hefði ekki verið að for- dæma kynvillinga, sem eru það af sálrænum ástæðum, þegar hann fordæmdi kynvillu, held- ur hafi hann fordæmt þá menn 33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.