Samvinnan - 01.12.1971, Blaðsíða 68

Samvinnan - 01.12.1971, Blaðsíða 68
HEIMILIS &■ W % [Tj Bryndís ^ Steinþórsdóttir >a ^SniNIHH Gluggaskreyting Efni í skreytinguna er meðal- grófur vir í mismunandi lengd- um og þykkur gljápappir, sem límdur er tvöfaldur utan um vírinn, þá verður skreytingin eins báðum megin. Klippið vír- inn niður í þrjár mismunandi lengdir, t. d. 40 sm (2 stk), 35 sm (2 stk) og 30 sm (4 stk). Leggið síðan vírinn eins og meðfylgj- andi mynd sýnir og festið með fínum vír eða þræði. Einnig er hægt að nota blómavír sem fæst í búntum, um 25—30 sm langur. Þá er hann styttur eftir þörfum og stungið í „oasis“ blómafrauð, meðal- stóra kartöflu eða leir. Stjörnurnar eru síðan teiknaðar, klipptar og límdar á. í staðinn fyrir vír og stjörnur er fallegt að nota strá eða þurrkuð blóm sem þá er stungið í blómafrauð. Skerið frauðið í hæfilega þykkan kringlóttan klump. Klippið síðan stráin í mismunandi lengdir og athugið að ef um mismunandi liti er að ræða eiga dekkstu litirnir að vera næst miðju en þeir ljósu yzt. Frauðið er hægt að hylja með t. d. litlum jólakúlum sem þræddar eru á blómavír og festar í gegnum það. Þannig skreytingar eru einnig fallegar á veggi eða í gluggatjöld. Jólaskreyting "V - M ■ Wí 1 • ; #V' V(\.l . 'Ía - A ír Flestir hafa ánægju af að búa til litlar jólaskreytingar til prýðis eigin heimila eða jólagjafa. í skreytinguna á meðfylgjandi mynd er notaður hálmdiskur (platti) en í þess stað er einnig fallegt að nota tága- eða leirdiska. Setjið blómafrauð á miðjan diskinn, stingið í það stráum og festið síðan kúlur og köngla með blómavír í frauðið. Jólaveggteppi í barnaherbergið Stœrð 70x40 sm Teppið er úr rauðum hessianstriga en myndirnar úr filti. Trén eru í tveim grænum litum og stjörnurnar gular. Engillinn er með bleikt andlit og hendur, hár og húfa er úr gulu filti en kjóllinn blár með hvítu kögri. Skór og vængir eru einnig hvítir. Teiknið og klippið tré og stjörnur. Ath. að hver stjarna er búin til úr fjórum jafn löngum ræmum. Þegar búið er að sníða engilinn og sauma andlitið er kögrið fest á kjól- inn, einnig hendur og handleggir. Leggið síðan einstaka hluta í réttri röð á teppið áður en byrjað er að líma. í staðinn fyrir striga og filt er hægt að nota margskonar efnisafganga, þeir eru þá festir með tungu- spori eða saumaðir í vél með „zig-zag saumi". JÓLARÉTTIR Jólamatreiðslu og bakstri er sem betur fer farið að stilla meira í hóf en áður og engin ástæða er til að matreiða á síðustu stundu, þar sem mörg heimili hafa frystikistur og því hægt að baka löngu fyrir jól og undirbúa matinn að meira eða minna leyti og frysta hann. En hvort sem frystikistur eru fyrir hendi eða ekki er aðalatriðið að skipuleggja dagana og skipta verkunum á heimilisfólkið svo vel að allt það nauð- synlegasta sé búið eigi síðar en á Þorláksmessu. Hér koma nokkrir réttir sem tilbreyting á jólum eða nýju ári. Jólasíld 2 stór kryddsíldarflök 2 meðalstórir laukar 4 tómatar lítið glas kavíar steinselja, dill eð agraslaukur 4 hráar eggjarauður Skerið kryddsíldarflökin í hæfi- lega bita. Saxið laukinn, tóm- ata, steinselju og graslauk eða dill, hvað fyrir sig, og leggið á rendur á fat ásamt kavíarnum. Við hliðina á fatinu er raðað litlum glösum með grenigreinum og hráum eggjarauðum í skurn- inu. Margskonar síldarsósur eru einnig góðar hér með. 71 68
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.