Samvinnan - 01.12.1971, Blaðsíða 54

Samvinnan - 01.12.1971, Blaðsíða 54
 Halldór Sigurðsson: BORGARSKÆRULIÐINN í ágúst 1970 vaknaði „Danmörk Suður- Ameríku" til lífsins. Uruguay, sem kyn- slóðum saman hefur verið forustuland í Rómönsku Ameriku og eina velferðarríki álfunnar, varð vettvangur ofbeldisverka og ógnarráðstafana, sem ekki eiga sér neinar hliðstæður í seinni tíma sögu landsins. f höfuðborginni Montevideo efndi 12.000 manna liðsstyrkur lögreglu og hers til húsrannsókna í hverju húsi, götu eftir götu. Fimmtán hundruð manns lentu bakvið lás og slá. Almenn þegnrétt- indi voru afnumin. Orsakir þessara umfangsmiklu aðgerða voru samtök borgarskæruliða í Uruguay, sem nefna sig los Tupamaros, og brott- nám þeirra á þremur erlendum stjórnar- erindrekum, tveimur Bandaríkjamönnum og einum Brasilíubúa. Byltingarmennirnir kröfðust þess, að látnir yrðu lausir allir félagar Tupamar- os-samtakanna, sem sætu í fangelsi — um 180 manns — í skiptum fyrir þre- menningana. Þegar rikisstjórnin gekk ekki strax að þessum skilyrðum, var ann- ar Bandaríkjamaðurinn drepinn. Hann var sérfræðingur í baráttutækni gegn skæruliðum, sem stjórnin í Washington hafði „lánað“ valdhöfum í Uruguay. Tupamaros-hreyfingin er dæmi um splunkunýtt fyrirbrigði í sögu Rómönsku Ameríku: borgarskæruliðann. Hér er um að ræða fyrirbrigði sem kann að dreifast til annarra landa, eftir því sem félagsleg og pólitísk átök magnast, til dæmis í löndum Asíu og Afriku. Indland gæti vel orðið vettvangur borgarskæruliða í fram- tiðinni. Fyrirbrigðið er þekkt úr Víetnam- stríðinu. Það á ýmislegt sameiginlegt með andspyrnuhreyfingum sem störfuðu í seinni heimsstyrjöld i ýmsum löndum Vestur-Evrópu, til dæmis Danmörku. Munurinn er bara sá, að þá var kúgarinn erlendur, nú er hann innlendur. Rikjandi þjóðfélagskerfi í Uruguay og mörgum öðrum löndum Rómönsku Amer- íku er semsé i augum byltnigarmanna ómengað kúgunartæki, án gæsalappa. Draga má í efa réttmæti þessarar afstöðu að því er varðar Uruguay, þar sem á þess- ari öld hafa verið haldnar lýðræðislegar kosningar svo að segja óslitið, þar sem hinn sósíaldemókratíski Blanco-flokkur hefur unnið nálega allar kosningar, og þar sem næstum allir íbúar landsins hafa notið skólagöngu og eru félagslega færir um að taka þátt i lýðræðislegum stjórn- arháttum. Því fer viðs fjarri, að hægt sé að segja sömu sögu um önnur lönd álfunnar. Tveir þriðju hlutar af u. þ. b. 300 milljónum íbúa Rómönsku Ameríku búa nú við her- foringjaeinræði, og þriðjungurinn sem afgangs er býr við litið eða alls ekkert lýðræði. í næstfjölmennasta ríki álfunn- ar, Mexíkó, er þannig um að ræða alræði eins flokks, þó fram fari reglubundnar kosningar og önnur lýðræðisform séu virt i orði kveðnu. Borgarskæruliðar í Rómönsku Ameríku hafa á skömmum tíma vakið á sér og at- höfnum sínum mun meiri athygli fjöl- miðla en skæruliðum eftir fyrirmynd Castros í fjöllum og frumskógum tókst nokkurntíma að gera á árunum 1960—70. Og umtal fjölmiðla er sannarlega það sem máli skiptir i pólitískum heimi sam- tímans. Uppreisnarhreyfing er að öðru jöfnu veikari í hernaðarlegu tilliti en andstæðingurinn, stjórnvöld landsins, og þvi er um að gera að vekja athygli á mál- staðnum, sem barizt er fyrir í nafni rétt- lætis og bræðralags. Árið 1961 var þjóð- frelsishreyfingin í Alsír komin að fótum fram með aðeins 3000 manna liðsafla og fékk engu áorkað gegn hálfri milljón velþjálfaðra franskra hermanna. En þá höfðu uppreisnarmenn eigi að síður unn- ið sigur, því franska þjóðin var í upp- lausn — franskur almenningur hafði fengið vitneskju um pyndingarnar og ógnirnar sem franskir hermenn gerðu sig seka um til að halda velli í Alsír. Þjóðfrelsisfylkingin í Suður-Víetnam hefur frá öndverðu gert sér ljóst, að í striðinu þar væru tvennar vígstöðvar: hernaðurinn í landinu sjálfu og almenn- ingsálitið í Bandaríkjunum. í Rómönsku Ameriku er sama uppá teningnum: vekja verður almenningsálit- ið bæði heimafyrir og erlendis, ef nokkur von á að vera til að þjóðfélagsbylting þar heppnist. Það var engin tilviljun að stúd- entar gerðu uppreisn gegn stjórnkerf- inu í Mexíkó vikurnar áður en Ólympíu- leikarnir 1968 hófust í Mexíkóborg — stúdentunum var ljóst að athygli heims- ins beindist að Mexíkó og þessvegna ylti mikið á því að hagnýta þessa athygli. Þetta er líka í stórum dráttum sálrænn, pólitískur og tæknilegur bakgrunnur hinna mörgu flugvélarána og mannrána, sem átt hafa sér stað i Rómönsku Amer- íku síðustu árin. Eitt frægasta dæmið, brottnám bandaríska sendiherrans El- Faöir Mugica, einn hinna fjölmörgu skœru- liðapresta í Suður-Ameríku. Af um 13.000 prestum í Brasilíu starfa um 2000 með skœru- liðum. Brasilíski skœruliðaforinginn Carlos Lamarca (fyrir miðju) meðan hann var kafteinn í her- lögreglunni og þjálfaði borgara í baráttu gegn skœruliðum. Árið 1968 gekk hann í lið með skœruliðum og varð einn helzti leiðtogi þeirra, þartil hann var myrtur af brasilisku lög- reglunni 17. september s.l. 54
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.